Risavaxið fjölskylduboð haldið á nýárskvöld Gunnar Leó Pálsson skrifar 31. desember 2014 10:00 Oliver Luckett hefur fimm sinnum komið til Íslands á árinu. nordicphotos/getty „Ég ætlaði upphaflega að halda þetta partí á gamlárskvöld en áttaði mig svo á því að á Íslandi er fólk frekar með fjölskyldunni sinni á þessu kvöldi. Þess vegna færði ég það yfir á 1. janúar,“ segir bandaríski auðmaðurinn og samfélagsmiðlagúrúinn Oliver Luckett. Hann ætlar að halda heljarinnar gleðskap á Lavabarnum á nýársdagskvöld en hann hélt einmitt upp á afmælið sitt hér á landi síðastliðið sumar með miklum glæsibrag. „Afmælisveislan mín heppnaðist rosalega vel og þeir félagar mínir sem komust ekki þá vildu koma til Íslands að vetrarlagi. Ísland er einstaklega fallegt land og sérstaklega á veturnar,“ segir Luckett sem kann vel við sig á Fróni. Luckett er stofnandi theAudience, sem er eins konar miðlunar- og dreifingarnet fyrir afþreyingarfyrirtæki sem vilja ná árangri í notkun samfélagsmiðla. Á meðal viðskiptavina hans eru Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og bandaríska tónlistarkonan Azealia Banks. Það verður þó ekki eingöngu gleðskapur um kvöldið sem Luckett stendur á bak við því hann verður einnig með kvöldverðarboð á sinni könnu. „Þetta er eins og risastór fjölskyldukvöldverður sem endar með partíi,“ segir Luckett. Boðið verður á Sakebarnum og Veiðikofanum og þaðan verður farið á Lavabarinn. Þá ætlar Luckett einnig að flytja inn sína uppáhaldsplötusnúða, Wonkers, alla leið frá Berlín. Einnig munu fleiri listamenn koma fram í partíinu. Hann er einstaklega hrifinn af Íslendingum og íslenskri tónlist. „Ég elska að leiða hina ýmsu listamenn saman og uppgötva nýja íslenska tónlistarmenn,“ segir Luckett. Hann lítur á Ísland sem sitt annað heimili. „Þetta er í fimmta skiptið sem ég kem til Íslands á einu ári,“ segir Luckett og hlær. Gera má ráð fyrir að ýmsir þekktir Íslendingar muni láta sjá sig í partíinu en auðmaðurinn vildi ekkert tjá sig um hverjir væru á gestalistanum. Á meðal þeirra sem mættu í afmælisveislu Lucketts voru tónlistarmaðurinn Zebra Katz, Ghostigital, Jakob Frímann Magnússon, Ásdís Rán, Daniel Lismore, Ragnar Kjartansson, Högni Egilsson, Hrafnhildur Arnardóttir, Erpur Eyvindarson og Gísli Pálmi. Miðasala á viðburðinn er á midi.is.Einar Örn Benediktsson og Óttarr Proppé á góðri stund.Vísir/ValliEinar Örn Benediktsson tónlistarmaður hefur þekkt Luckett í fimm ár og kann vel við hann. „Hann er svona samfélagsmiðlagúrú og kom með nýja hugsun um hvernig nýta megi samfélagsmiðlana á góðan hátt og hvernig hægt sé að byggja upp tengslanet og annað. Við erum ágætisfélagar og kynntumst þegar ég tók hann í heimsókn hingað til lands fyrir um fimm árum. Hann safnaði íslenskri list og ég fór með hann í heimsóknir til íslenskra listamanna og kynnti hann fyrir íslenskri list,“ útskýrir Einar Örn. Hann kom fram í afmælisveislunni hans sem haldin var í Gamla bíói síðastliðið sumar. „Þetta var skemmtilegt afmæli, stemningin var orðin sérstaklega góð þegar ég var búinn að að spila,“ segir Einar Örn og hlær. Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
„Ég ætlaði upphaflega að halda þetta partí á gamlárskvöld en áttaði mig svo á því að á Íslandi er fólk frekar með fjölskyldunni sinni á þessu kvöldi. Þess vegna færði ég það yfir á 1. janúar,“ segir bandaríski auðmaðurinn og samfélagsmiðlagúrúinn Oliver Luckett. Hann ætlar að halda heljarinnar gleðskap á Lavabarnum á nýársdagskvöld en hann hélt einmitt upp á afmælið sitt hér á landi síðastliðið sumar með miklum glæsibrag. „Afmælisveislan mín heppnaðist rosalega vel og þeir félagar mínir sem komust ekki þá vildu koma til Íslands að vetrarlagi. Ísland er einstaklega fallegt land og sérstaklega á veturnar,“ segir Luckett sem kann vel við sig á Fróni. Luckett er stofnandi theAudience, sem er eins konar miðlunar- og dreifingarnet fyrir afþreyingarfyrirtæki sem vilja ná árangri í notkun samfélagsmiðla. Á meðal viðskiptavina hans eru Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og bandaríska tónlistarkonan Azealia Banks. Það verður þó ekki eingöngu gleðskapur um kvöldið sem Luckett stendur á bak við því hann verður einnig með kvöldverðarboð á sinni könnu. „Þetta er eins og risastór fjölskyldukvöldverður sem endar með partíi,“ segir Luckett. Boðið verður á Sakebarnum og Veiðikofanum og þaðan verður farið á Lavabarinn. Þá ætlar Luckett einnig að flytja inn sína uppáhaldsplötusnúða, Wonkers, alla leið frá Berlín. Einnig munu fleiri listamenn koma fram í partíinu. Hann er einstaklega hrifinn af Íslendingum og íslenskri tónlist. „Ég elska að leiða hina ýmsu listamenn saman og uppgötva nýja íslenska tónlistarmenn,“ segir Luckett. Hann lítur á Ísland sem sitt annað heimili. „Þetta er í fimmta skiptið sem ég kem til Íslands á einu ári,“ segir Luckett og hlær. Gera má ráð fyrir að ýmsir þekktir Íslendingar muni láta sjá sig í partíinu en auðmaðurinn vildi ekkert tjá sig um hverjir væru á gestalistanum. Á meðal þeirra sem mættu í afmælisveislu Lucketts voru tónlistarmaðurinn Zebra Katz, Ghostigital, Jakob Frímann Magnússon, Ásdís Rán, Daniel Lismore, Ragnar Kjartansson, Högni Egilsson, Hrafnhildur Arnardóttir, Erpur Eyvindarson og Gísli Pálmi. Miðasala á viðburðinn er á midi.is.Einar Örn Benediktsson og Óttarr Proppé á góðri stund.Vísir/ValliEinar Örn Benediktsson tónlistarmaður hefur þekkt Luckett í fimm ár og kann vel við hann. „Hann er svona samfélagsmiðlagúrú og kom með nýja hugsun um hvernig nýta megi samfélagsmiðlana á góðan hátt og hvernig hægt sé að byggja upp tengslanet og annað. Við erum ágætisfélagar og kynntumst þegar ég tók hann í heimsókn hingað til lands fyrir um fimm árum. Hann safnaði íslenskri list og ég fór með hann í heimsóknir til íslenskra listamanna og kynnti hann fyrir íslenskri list,“ útskýrir Einar Örn. Hann kom fram í afmælisveislunni hans sem haldin var í Gamla bíói síðastliðið sumar. „Þetta var skemmtilegt afmæli, stemningin var orðin sérstaklega góð þegar ég var búinn að að spila,“ segir Einar Örn og hlær.
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira