Elliði vill að þingsályktunartillögunni sé breytt Jakob Bjarnar skrifar 10. mars 2014 13:27 Sjálfstæðismenn eru að verða órólegir vegna tillögu Gunnars Braga. Þeirra á meðal eru Elliði Vignisson og Guðlaugur Þór Þórðarson. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og gegnheill sjálfstæðismaður, mælist til þess að umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, þess efnis að viðræðum við ESB sé slitið, verði breytt. Elliði er áhrifamikill innan Sjálfstæðisflokksins og hann viðrar þessar skoðanir sínar á Facebook. Fyrir liggur að tekist verður á um málið á þingi í vikunni en þingflokksformenn funduðu vegna málsins í morgun. Athygli vekur að stjórnarþingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson gefur þar til kynna að hann sé samþykkur þessu sjónarmiði Elliða. „Ég er nú bara hávær bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ég er venjulegur sjálfstæðismaður í grasrótinni og það er ekkert síður okkar að hafa skoðanir á þessu en þeirra sem sitja á þingi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði er ekki tilbúinn til að fallast skilyrðislaust á að kominn sé skjálfti í raðir sjálfstæðismanna. „Nei, en ég verð var við það að hinum almenna sjálfstæðismanni finnst óþægilegt að flokkurinn sé orðinn ábyrgur fyrir framhaldi að þessum aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið þegar ætíð hefur legið fyrir að flokkurinn er á móti aðild. Í því ljósi séð held ég sé best að málið verði áfram í þeim óvirka farvegi sem Samfylking og Vinstri græn settu málið í. Mér finnst eins og þjóðin sé búin að gleyma því að það voru Samfylkingin og VG sem settu málið í formalínkrukku. Til varanlegrar geymslu ef til vill. Og ég minnist þess ekki að þá hafi verið fjölmenn mótmæli á Austurvelli.“ Bæjarstjórinn vill ekki fallast á að þetta þýði í raun að hann vilji að þingsályktunartillagan verði einfaldlega dregin til baka. „Ekki endilega, mér finnst hann geta breytt henni. Fyndist ástæða fyrir Gunnar Braga og þingmenn stjórnarflokkanna að skerpa á því að viðræðum verði ekki haldið áfram fyrr en fyrir liggur þingvilji og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá þarf að minnsta kosti einar þingkosningar í viðbót áður en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ég hef ætíð verið fylgjandi tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst áður en farið er af stað og svo þegar samningur liggur fyrir. En illu heilli felldu Samfylking og Vinstri græn slíka tillögu í tvígang.“ Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og gegnheill sjálfstæðismaður, mælist til þess að umdeildri þingsályktunartillögu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, þess efnis að viðræðum við ESB sé slitið, verði breytt. Elliði er áhrifamikill innan Sjálfstæðisflokksins og hann viðrar þessar skoðanir sínar á Facebook. Fyrir liggur að tekist verður á um málið á þingi í vikunni en þingflokksformenn funduðu vegna málsins í morgun. Athygli vekur að stjórnarþingmaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson gefur þar til kynna að hann sé samþykkur þessu sjónarmiði Elliða. „Ég er nú bara hávær bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Ég er venjulegur sjálfstæðismaður í grasrótinni og það er ekkert síður okkar að hafa skoðanir á þessu en þeirra sem sitja á þingi,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Elliði er ekki tilbúinn til að fallast skilyrðislaust á að kominn sé skjálfti í raðir sjálfstæðismanna. „Nei, en ég verð var við það að hinum almenna sjálfstæðismanni finnst óþægilegt að flokkurinn sé orðinn ábyrgur fyrir framhaldi að þessum aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið þegar ætíð hefur legið fyrir að flokkurinn er á móti aðild. Í því ljósi séð held ég sé best að málið verði áfram í þeim óvirka farvegi sem Samfylking og Vinstri græn settu málið í. Mér finnst eins og þjóðin sé búin að gleyma því að það voru Samfylkingin og VG sem settu málið í formalínkrukku. Til varanlegrar geymslu ef til vill. Og ég minnist þess ekki að þá hafi verið fjölmenn mótmæli á Austurvelli.“ Bæjarstjórinn vill ekki fallast á að þetta þýði í raun að hann vilji að þingsályktunartillagan verði einfaldlega dregin til baka. „Ekki endilega, mér finnst hann geta breytt henni. Fyndist ástæða fyrir Gunnar Braga og þingmenn stjórnarflokkanna að skerpa á því að viðræðum verði ekki haldið áfram fyrr en fyrir liggur þingvilji og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þá þarf að minnsta kosti einar þingkosningar í viðbót áður en kemur að þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ég hef ætíð verið fylgjandi tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu, fyrst áður en farið er af stað og svo þegar samningur liggur fyrir. En illu heilli felldu Samfylking og Vinstri græn slíka tillögu í tvígang.“
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira