Verulegar fjárhæðir lenda á heimilum vegna vatnstjóns Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2014 08:00 Samstarfshópurinn vill auka þekkingu og fagmennsku iðnaðarmanna sem koma að frágangi í votrýmum með því að gefa þeim kost á framhaldsmenntun. Vísir/GVA Forvarnir Samstarfshópur um varnir gegn vatnstjóni hefur verið stofnaður en gríðarlegt eignatjón, mikil óþægindi og jafnvel heilsutjón verður vegna vatnsleka, raka og myglu á íslenskum heimilum ár hvert. Tryggingafélögin bæta hluta tjónsins en verulegar fjárhæðir lenda á heimilunum, bæði vegna sjálfsábyrgðar en einnig vegna þess að tjónin eru ekki alltaf bótaskyld. Til að mynda voru 134 mál vegna vatnstjóns ekki bótaskyld að nokkru leyti hjá tryggingafélaginu Verði í fyrra. „Ástæður þess að ekki er um bótaskyldu að ræða geta verið margvíslegar en þumalputtareglan er að þau tjón sem eru bótaskyld, eru tjón vegna vatns sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja og botnplötu vegna bilunar eða mistaka. En tjón sem myndast á löngum tíma er almennt ekki bætt,“ segir Kristmann Larsson, deildarstjóri vátryggingasviðs Varðar. Hann segir tjón vegna utanaðkomandi vatns almennt ekki vera bætt, og eitt algengasta tjónið sem ekki er bætt er þegar hús leka vegna þess að þau eru óþétt af einhverjum ástæðum, og er töluvert um slík tjón á hverju ári. Samstarfshópurinn telur að mjög megi draga úr þessu tjóni með fræðslu til almennings og aukinni þekkingu og fagmennsku iðnaðarmann. Hópurinn bendir á ýmsar leiðir til að draga úr vatnstjóni. Til að mynda er mælt með að láta löggilta fagmenn ávallt annast pípulagnir og frágang í votrýmum, að fólk sinni umhirðu og eftirliti með lögnum og tækjum og að fólk kunni að bregðast rétt við þegar vatnsleki verður. Að hópnum standa ellefu fyrirtæki, stofnanir og samtök, svo sem tryggingafélög og félög iðnaðarmanna. Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
Forvarnir Samstarfshópur um varnir gegn vatnstjóni hefur verið stofnaður en gríðarlegt eignatjón, mikil óþægindi og jafnvel heilsutjón verður vegna vatnsleka, raka og myglu á íslenskum heimilum ár hvert. Tryggingafélögin bæta hluta tjónsins en verulegar fjárhæðir lenda á heimilunum, bæði vegna sjálfsábyrgðar en einnig vegna þess að tjónin eru ekki alltaf bótaskyld. Til að mynda voru 134 mál vegna vatnstjóns ekki bótaskyld að nokkru leyti hjá tryggingafélaginu Verði í fyrra. „Ástæður þess að ekki er um bótaskyldu að ræða geta verið margvíslegar en þumalputtareglan er að þau tjón sem eru bótaskyld, eru tjón vegna vatns sem óvænt og skyndilega streymir fram og á upptök sín innan útveggja og botnplötu vegna bilunar eða mistaka. En tjón sem myndast á löngum tíma er almennt ekki bætt,“ segir Kristmann Larsson, deildarstjóri vátryggingasviðs Varðar. Hann segir tjón vegna utanaðkomandi vatns almennt ekki vera bætt, og eitt algengasta tjónið sem ekki er bætt er þegar hús leka vegna þess að þau eru óþétt af einhverjum ástæðum, og er töluvert um slík tjón á hverju ári. Samstarfshópurinn telur að mjög megi draga úr þessu tjóni með fræðslu til almennings og aukinni þekkingu og fagmennsku iðnaðarmann. Hópurinn bendir á ýmsar leiðir til að draga úr vatnstjóni. Til að mynda er mælt með að láta löggilta fagmenn ávallt annast pípulagnir og frágang í votrýmum, að fólk sinni umhirðu og eftirliti með lögnum og tækjum og að fólk kunni að bregðast rétt við þegar vatnsleki verður. Að hópnum standa ellefu fyrirtæki, stofnanir og samtök, svo sem tryggingafélög og félög iðnaðarmanna.
Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira