Einelti samkvæmt ráðgjöf Una Margrét Jónsdóttir skrifar 10. mars 2014 00:00 Eins og fram kom í fjölmiðlum á liðnu ári var í nóvember fjöldauppsögn hjá Ríkisútvarpinu þar sem tugum starfsmanna var sagt upp. Í þessari grein ætla ég ekki að fjalla um uppsagnirnar sjálfar, heldur um aðferðina sem beitt var við þær. Þessi grein fjallar ekki heldur sérstaklega um Ríkisútvarpið þó að hún sé byggð á atburðum sem þar gerðust, hún fjallar um óheillavænlega þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár í mörgum fyrirtækjum. Í þessari fjöldauppsögn var flestum starfsmönnunum sagt upp á þann hátt að þeim var meinað að vinna uppsagnarfrest, þótt sumir þeirra vildu það, og óskað var eftir því að þeir hefðu sig sem fyrst út úr húsinu. Í uppsagnarbréfinu stóð „Viðveru á vinnustað lýkur þegar“ og látin voru falla orð eins og „Nærveru þinnar er ekki óskað“. Og þegar þessir starfsmenn komu að skrifborði sínu til að taka saman dótið sitt var búið að loka á tölvupóst þeirra og tölvugögn. Margir misstu þarna netföng og önnur gögn sem hefði getað komið þeim vel að eiga síðar. Einn dagskrárgerðarmaður hafði verið með framhaldssögu í þáttum sínum sem aðeins tveir lestrar voru eftir af. Hún fór fram á að fá að ljúka við söguna, hlustenda vegna, en því var ekki við komandi. Framkoman var, með öðrum orðum, eins og fólk hefði brotið eitthvað af sér þótt ekki væri um neitt slíkt að ræða, þvert á móti áttu margir starfsmennirnir að baki áratuga farsælt starf hjá fyrirtækinu. Þegar við grennsluðumst fyrir um það hjá stéttarfélaginu hvort slík framkoma væri lögleg komumst við að því að hér var ekki um einangrað tilvik að ræða. Við fengum að vita hjá BHM og víðar að þessi aðferð hefði færst mjög í vöxt eftir hrun og væri æ oftar notuð, bæði hjá einkafyrirtækjum og ríkisstofnunum. Sumstaðar væru jafnvel öryggisverðir látnir fylgja fólki út! Nú spyr ég: Hvers vegna? Við höfum reynt að spyrja þá sem stóðu að uppsögnunum hjá RÚV þessarar spurningar. Svörin sem við fengum voru þau að þetta hefði verið samkvæmt ráðgjöf færustu sérfræðinga. Fyrir nokkru spurði ég hverjir þessir sérfræðingar hefðu verið, en mannauðsstjóri RÚV þverneitaði að segja mér það.Eins og sakamenn Ég hef talað við marga af þeim sem sagt var upp. Langflestir segja að aðferðin sem beitt var hafi haft afar neikvæð áhrif á sig, sumir segja jafnvel að aðferðin hafi sært sig meir en uppsögnin sjálf. Enda geta menn ímyndað sér hvernig það er fyrir starfsmann sem hefur starfað með trúmennsku í áratugi að fá það allt í einu framan í sig að hann sé óæskileg persóna í augum fyrirtæksins. Fólk lýsti upplifun sinni af aðferðinni með orðum eins og: „ruddalegt“, „niðurlægjandi“, „vegið gegn starfsheiðri mínum“, „eins og þegar fátæklingar unnu á eyrinni“, „get ekki hugsað mér að koma þar aftur inn fyrir dyr.“ Hjá Fræðagarði hef ég fengið staðfest að fleiri en starfsmenn RÚV séu óánægðir með þessa uppsagnaraðferð, fólk sem missti vinnu á þennan hátt hjá öðrum fyrirtækjum hafi kvartað og finnist komið fram við sig eins og sakamenn. Nú geri ég mér ljóst að hjá sumum fyrirtækjum getur verið um viðkvæm gögn að ræða sem hætta er á að berist út úr fyrirtækinu og þess vegna ill nauðsyn að nota þessa aðferð. Slíku gæti maður sýnt skilning. En hjá RÚV var yfirleitt ekki um neitt slíkt að ræða og þær upplýsingar sem ég hef fengið benda til þess að aðferðin sé notuð hjá fleiri fyrirtækjum án þess að ástæða sé til.Afturhvarf Að slík aðferð skuli vera að ryðja sér til rúms á 21. öld finnst mér vera með ólíkindum. Þetta er afturhvarf til þeirra tíma þegar yfirmenn gátu komið fram við almennt starfsfólk eins og þeim sýndist og sýnt því lítilsvirðingu og yfirlæti. Það er undarlegt að þessi aðferð skuli færast í vöxt á sama tíma og mikið er talað um nauðsyn þess að útrýma einelti því ég get ekki betur séð en að hér sé um að ræða einelti samkvæmt ráðgjöf. Að koma fram við ákveðinn hóp starfsmanna eins og annars flokks manneskjur, hvað er það annað en einelti? Og furðulegt er líka að þetta skuli færast í vöxt á sama tíma og mannauðsstjórum fjölgar því það starfsheiti virðist benda til þess að starfsfólkið eigi að vera stjórnendum mikils virði. En kannski eru sumir stjórnendur fremur farnir að líta á starfsfólkið sem „auð“ en „menn“. Uppsagnirnar hjá RÚV eru um garð gengnar. En ef ekki er brugðist við mun þessi lítilsvirðandi framkoma gagnvart starfsfólki halda áfram að breiðast út hjá fyrirtækjum landsins. Og skilaboð mín til almennra starfsmanna, stéttarfélaga og yfirmanna hjá fyrirtækjum eru þessi: Berjumst gegn þessari aðferð!Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eins og fram kom í fjölmiðlum á liðnu ári var í nóvember fjöldauppsögn hjá Ríkisútvarpinu þar sem tugum starfsmanna var sagt upp. Í þessari grein ætla ég ekki að fjalla um uppsagnirnar sjálfar, heldur um aðferðina sem beitt var við þær. Þessi grein fjallar ekki heldur sérstaklega um Ríkisútvarpið þó að hún sé byggð á atburðum sem þar gerðust, hún fjallar um óheillavænlega þróun sem hefur átt sér stað undanfarin ár í mörgum fyrirtækjum. Í þessari fjöldauppsögn var flestum starfsmönnunum sagt upp á þann hátt að þeim var meinað að vinna uppsagnarfrest, þótt sumir þeirra vildu það, og óskað var eftir því að þeir hefðu sig sem fyrst út úr húsinu. Í uppsagnarbréfinu stóð „Viðveru á vinnustað lýkur þegar“ og látin voru falla orð eins og „Nærveru þinnar er ekki óskað“. Og þegar þessir starfsmenn komu að skrifborði sínu til að taka saman dótið sitt var búið að loka á tölvupóst þeirra og tölvugögn. Margir misstu þarna netföng og önnur gögn sem hefði getað komið þeim vel að eiga síðar. Einn dagskrárgerðarmaður hafði verið með framhaldssögu í þáttum sínum sem aðeins tveir lestrar voru eftir af. Hún fór fram á að fá að ljúka við söguna, hlustenda vegna, en því var ekki við komandi. Framkoman var, með öðrum orðum, eins og fólk hefði brotið eitthvað af sér þótt ekki væri um neitt slíkt að ræða, þvert á móti áttu margir starfsmennirnir að baki áratuga farsælt starf hjá fyrirtækinu. Þegar við grennsluðumst fyrir um það hjá stéttarfélaginu hvort slík framkoma væri lögleg komumst við að því að hér var ekki um einangrað tilvik að ræða. Við fengum að vita hjá BHM og víðar að þessi aðferð hefði færst mjög í vöxt eftir hrun og væri æ oftar notuð, bæði hjá einkafyrirtækjum og ríkisstofnunum. Sumstaðar væru jafnvel öryggisverðir látnir fylgja fólki út! Nú spyr ég: Hvers vegna? Við höfum reynt að spyrja þá sem stóðu að uppsögnunum hjá RÚV þessarar spurningar. Svörin sem við fengum voru þau að þetta hefði verið samkvæmt ráðgjöf færustu sérfræðinga. Fyrir nokkru spurði ég hverjir þessir sérfræðingar hefðu verið, en mannauðsstjóri RÚV þverneitaði að segja mér það.Eins og sakamenn Ég hef talað við marga af þeim sem sagt var upp. Langflestir segja að aðferðin sem beitt var hafi haft afar neikvæð áhrif á sig, sumir segja jafnvel að aðferðin hafi sært sig meir en uppsögnin sjálf. Enda geta menn ímyndað sér hvernig það er fyrir starfsmann sem hefur starfað með trúmennsku í áratugi að fá það allt í einu framan í sig að hann sé óæskileg persóna í augum fyrirtæksins. Fólk lýsti upplifun sinni af aðferðinni með orðum eins og: „ruddalegt“, „niðurlægjandi“, „vegið gegn starfsheiðri mínum“, „eins og þegar fátæklingar unnu á eyrinni“, „get ekki hugsað mér að koma þar aftur inn fyrir dyr.“ Hjá Fræðagarði hef ég fengið staðfest að fleiri en starfsmenn RÚV séu óánægðir með þessa uppsagnaraðferð, fólk sem missti vinnu á þennan hátt hjá öðrum fyrirtækjum hafi kvartað og finnist komið fram við sig eins og sakamenn. Nú geri ég mér ljóst að hjá sumum fyrirtækjum getur verið um viðkvæm gögn að ræða sem hætta er á að berist út úr fyrirtækinu og þess vegna ill nauðsyn að nota þessa aðferð. Slíku gæti maður sýnt skilning. En hjá RÚV var yfirleitt ekki um neitt slíkt að ræða og þær upplýsingar sem ég hef fengið benda til þess að aðferðin sé notuð hjá fleiri fyrirtækjum án þess að ástæða sé til.Afturhvarf Að slík aðferð skuli vera að ryðja sér til rúms á 21. öld finnst mér vera með ólíkindum. Þetta er afturhvarf til þeirra tíma þegar yfirmenn gátu komið fram við almennt starfsfólk eins og þeim sýndist og sýnt því lítilsvirðingu og yfirlæti. Það er undarlegt að þessi aðferð skuli færast í vöxt á sama tíma og mikið er talað um nauðsyn þess að útrýma einelti því ég get ekki betur séð en að hér sé um að ræða einelti samkvæmt ráðgjöf. Að koma fram við ákveðinn hóp starfsmanna eins og annars flokks manneskjur, hvað er það annað en einelti? Og furðulegt er líka að þetta skuli færast í vöxt á sama tíma og mannauðsstjórum fjölgar því það starfsheiti virðist benda til þess að starfsfólkið eigi að vera stjórnendum mikils virði. En kannski eru sumir stjórnendur fremur farnir að líta á starfsfólkið sem „auð“ en „menn“. Uppsagnirnar hjá RÚV eru um garð gengnar. En ef ekki er brugðist við mun þessi lítilsvirðandi framkoma gagnvart starfsfólki halda áfram að breiðast út hjá fyrirtækjum landsins. Og skilaboð mín til almennra starfsmanna, stéttarfélaga og yfirmanna hjá fyrirtækjum eru þessi: Berjumst gegn þessari aðferð!Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun