Bíó og sjónvarp

Ísland framleiðir sterkustu menn heims

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þátturinn ber nafnið "Nest of Giants“.
Þátturinn ber nafnið "Nest of Giants“. myndir/skjáskot
Vice fór á dögunum af stað með nýja heimildarþáttaröð en í nýjasta þættinum skyggnist Clive Martin, þáttastjórnandi, inn í líf íslenskra kraftajötna.

Martin heimsækir líkamsræktarstöðina Jakaból og hittir þar fyrir Magnús Ver Magnússon, eiganda stöðvarinnar, og ræðir við hann um líf kraftlyftingarmannsins á Íslandi.

Þáttastjórnandinn hittir einnig fyrir Ara Gunnarsson og Stefán Sölva Pétursson, kraftlyftingarmenn, og fer meðal annars með þeim við leiði Jóns Páls Sigmarssonar.

Farið er yfir víðan völl í þættinum og spreytir meðal annars Clive Martin sig á Skólahreystiþraut sem staðsett er við Laugadalslaugina. Þar ræðir hann við Andrés Guðmundsson, upphafsmann Skólahreystis, og Sölva Fannar Viðarsson.

Sterkasti maður Íslands Hafþór Björnsson er einnig í viðtali í þættinum og ræðir Martin við Hafþór um árangur hans í kraftlyftingum og hvernig hann klófesti hlutverkið í þáttunum Game of Thrones.

Þátturinn ber nafnið „Nest of Giants“ eða hreiður risanna og má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.