Segja fordæmalausar blekkingar vera í frumvarpi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. mars 2014 07:00 Til að áhafnir flugvéla fái aðgangsheimild að haftasvæði flugverndar þurfa þær að hljóta jákvæða umsögn Ríkislögreglustjóra eftir bakgrunnsathugun embættisins. vísir/valli Íslenskir atvinnuflugmenn mótmæla því að Ríkislögreglustjóri fái auknar heimildir til að afla persónuupplýsinga við bakgrunnsathuganir á flugáhöfnum í umsögn um frumvarp innanríkisráðherra. „Með fyrirhugaðri lagasetningu er gengið lengra í öflun persónuupplýsinga en getur talið eðlilegt. Með þessum heimildum er hægt að svipta flugmenn atvinnu sinni með ómálefnalegum sjónarmiðum. Slíkt verður ekki látið óátalið,“ segir Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) um umsögn félagsins. Frumvarpið er nú til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Verði það að lögum fær ríkislögreglustjóri auknar heimildir til að kanna fjárhagsleg mál og einkamál fyrir rétti. Í umsögn FÍA segir meðal annars að í frumvarpinu sé leitast við að renna lagastoð undir hina ólögmætu og ómálefnalegu upplýsingaöflun Ríkislögreglustjóra og það að frumkvæði embættisins eins og komi ítrekað fram í athugasemdum með frumvarpinu. Samt sem áður hafi Persónuvernd úrskurðað að ekki væri lagastoð fyrir upplýsingaöfluninni vegna réttarins til friðhelgi einkalífs og atvinnufrelsis. Einnig segir í umsögninni að lagabreytingatillögur sem lagðar eru til og samdar af embættismönnum ráðuneytisins, séu rökstuddar fyrir Alþingi og alþjóð með fordæmalausum blekkingum.Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri FÍA, vill vita hvaða alþjóðlegu reglugerðir er verið að vísa til í frumvarpinu.Vísir/aðsendBlekkingarnar sem FÍA vísar til er sá rökstuðningur að breyta þurfi lögunum á grundvelli alþjóðlegra krafna um flugvernd. En FÍA spyr til hvaða alþjóðlegu krafna sé verið að vísa og hvers vegna þær kröfur séu ekki viðhafðar í öðrum löndum Evrópu. Í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins, segir að vísað sé til alþjóðlegra skuldbindinga og reglna vegna öryggis í flugsamgöngum. Bent er á að leita til flugmálayfirvalda sem hafi forræði í þessum málaflokki með frekari fyrirspurnir þar sem bakgrunnsathuganir séu á forræði flugmálayfirvalda og hlutverk Ríkislögreglustjóra sé að aðstoða flugmálayfirvöld. Í umfjöllun um 11. grein frumvarpsins kemur fram að byggt sé á mati Ríkislögreglustjóra um að auka þurfi heimildir. Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að sá texti sé frá embættinu kominn. Sindri segir flugmálayfirvöld ekki hafa beðið um auknar valdheimildir til persónurannsókna heldur Ríkislögreglustjóra og því ætti hann að svara fyrir það. „Ef textinn kemur ekki frá Ríkislögreglustjóra, hvaðan kemur hann þá og beiðnin um auknar heimildir? Er ekki hægt að benda á til hvaða reglugerða er verið að vísa og þá hvaða greinar þeirra er um að ræða?“ spyr Sindri en FÍA hefur ekki fundið reglugerðir þessa efnis þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Lögin eru æðri úrskurði Persónuverndar Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar, segir löggjafann í sjálfu sér ekki vera að fara fram hjá úrskurði Persónuverndar með því að breyta lögunum. „Löggjafinn er æðri úrskurði Persónuverndar og okkar hlutverk er að úrskurða eftir lögunum eins og þau eru á hverjum tíma.“ Hörður segir að á fimmtudag muni stjórn Persónuverndar afgreiða umsögn um lagafrumvarpið á fundi sínum. Þangað til geti hann lítið tjáð sig um málið. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Íslenskir atvinnuflugmenn mótmæla því að Ríkislögreglustjóri fái auknar heimildir til að afla persónuupplýsinga við bakgrunnsathuganir á flugáhöfnum í umsögn um frumvarp innanríkisráðherra. „Með fyrirhugaðri lagasetningu er gengið lengra í öflun persónuupplýsinga en getur talið eðlilegt. Með þessum heimildum er hægt að svipta flugmenn atvinnu sinni með ómálefnalegum sjónarmiðum. Slíkt verður ekki látið óátalið,“ segir Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) um umsögn félagsins. Frumvarpið er nú til umfjöllunar hjá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Verði það að lögum fær ríkislögreglustjóri auknar heimildir til að kanna fjárhagsleg mál og einkamál fyrir rétti. Í umsögn FÍA segir meðal annars að í frumvarpinu sé leitast við að renna lagastoð undir hina ólögmætu og ómálefnalegu upplýsingaöflun Ríkislögreglustjóra og það að frumkvæði embættisins eins og komi ítrekað fram í athugasemdum með frumvarpinu. Samt sem áður hafi Persónuvernd úrskurðað að ekki væri lagastoð fyrir upplýsingaöfluninni vegna réttarins til friðhelgi einkalífs og atvinnufrelsis. Einnig segir í umsögninni að lagabreytingatillögur sem lagðar eru til og samdar af embættismönnum ráðuneytisins, séu rökstuddar fyrir Alþingi og alþjóð með fordæmalausum blekkingum.Sindri Sveinsson, framkvæmdastjóri FÍA, vill vita hvaða alþjóðlegu reglugerðir er verið að vísa til í frumvarpinu.Vísir/aðsendBlekkingarnar sem FÍA vísar til er sá rökstuðningur að breyta þurfi lögunum á grundvelli alþjóðlegra krafna um flugvernd. En FÍA spyr til hvaða alþjóðlegu krafna sé verið að vísa og hvers vegna þær kröfur séu ekki viðhafðar í öðrum löndum Evrópu. Í svari Ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Fréttablaðsins, segir að vísað sé til alþjóðlegra skuldbindinga og reglna vegna öryggis í flugsamgöngum. Bent er á að leita til flugmálayfirvalda sem hafi forræði í þessum málaflokki með frekari fyrirspurnir þar sem bakgrunnsathuganir séu á forræði flugmálayfirvalda og hlutverk Ríkislögreglustjóra sé að aðstoða flugmálayfirvöld. Í umfjöllun um 11. grein frumvarpsins kemur fram að byggt sé á mati Ríkislögreglustjóra um að auka þurfi heimildir. Embætti ríkislögreglustjóra hafnar því að sá texti sé frá embættinu kominn. Sindri segir flugmálayfirvöld ekki hafa beðið um auknar valdheimildir til persónurannsókna heldur Ríkislögreglustjóra og því ætti hann að svara fyrir það. „Ef textinn kemur ekki frá Ríkislögreglustjóra, hvaðan kemur hann þá og beiðnin um auknar heimildir? Er ekki hægt að benda á til hvaða reglugerða er verið að vísa og þá hvaða greinar þeirra er um að ræða?“ spyr Sindri en FÍA hefur ekki fundið reglugerðir þessa efnis þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Lögin eru æðri úrskurði Persónuverndar Hörður Helgi Helgason, settur forstjóri Persónuverndar, segir löggjafann í sjálfu sér ekki vera að fara fram hjá úrskurði Persónuverndar með því að breyta lögunum. „Löggjafinn er æðri úrskurði Persónuverndar og okkar hlutverk er að úrskurða eftir lögunum eins og þau eru á hverjum tíma.“ Hörður segir að á fimmtudag muni stjórn Persónuverndar afgreiða umsögn um lagafrumvarpið á fundi sínum. Þangað til geti hann lítið tjáð sig um málið.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira