Heilbrigðiskerfið í forgang Karl Garðarsson skrifar 3. desember 2014 07:00 Heilbrigðiskerfið okkar er ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins. Við erum öll sammála um það að niðurskurður síðari ára var alltof mikill og gekk nánast af heilbrigðiskerfinu dauðu. Grunnþjónustan skertist til muna og biðlistar lengdust. Laun lækna hafa nánast staðið í stað frá árinu 2008. Hér þurfti að snúa við blaðinu. Fjárlög þessa árs bera vitni um áherslubreytingar til batnaðar. Ríkisstjórnin setur heilbrigðiskerfið í forgang og hefur okkur sannarlega tekist að snúa við blaðinu. Fjárlög sýna það svart á hvítu. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga, sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, lækkar og þátttaka einstaklinga í lyfjakostnaði minnkar um 5%, með 150 milljóna króna aukinni greiðsluþátttöku ríkisins. Lyfjakostnaður sjúklinga lækkar jafnframt með lækkun efra þreps VSK úr 25,5% í 24%. Framlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á fjárlögum nú – frá stofnun spítalans – eða 49,4 milljarðar króna. Framlag vegna hönnunar nýs Landspítala hefur verið stóraukið um sem nemur 875 milljónum króna. Sérstök framlög til rekstrar og stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana aukast um rúman 2,1 milljarð króna. Rekstrarframlög til heilbrigðismála almennt eru aukin, tækjakaup á landsbyggðinni um 100 milljónir króna, styrking á rekstrargrunni heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva um 100 milljónir króna og FSA um 50 milljónir króna. Læknar eru í verkfalli, já. Það er skilningur fyrir því eftir langt fjársvelti. Samningaviðræður eru í gangi milli lækna og stjórnvalda. Vildum við að búið væri að semja? Já, auðvitað. Gætu viðræður gengið hraðar fyrir sig? Mögulega. En ferlið er flókið og að mörgu þarf að huga. Samningsniðurstaða er vissulega aðkallandi en mikilvægt er að sem flestir geti unað við hana og að almenn sátt ríki um niðurstöðuna. Það er þreytandi að hlusta á endalausa neikvæðni ákveðinna aðila innan stjórnarandstöðunnar þegar kemur að jákvæðum hlutum, eins og stórauknum framlögum til Landspítalans. Hér ættu allir að vera sammála. Vissulega þarf að gera meira fyrir Landspítalann til að vinna upp uppsafnaðan vanda eftir gríðarlegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Því neitar enginn. Enda er það stefna þessarar ríkisstjórnar að koma heilbrigðiskerfinu í það stand sem við viljum að það sé í. Slíkur viðsnúningur á sér ekki stað á einni nóttu. Það er langhlaup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðiskerfið okkar er ein mikilvægasta grunnstoð samfélagsins. Við erum öll sammála um það að niðurskurður síðari ára var alltof mikill og gekk nánast af heilbrigðiskerfinu dauðu. Grunnþjónustan skertist til muna og biðlistar lengdust. Laun lækna hafa nánast staðið í stað frá árinu 2008. Hér þurfti að snúa við blaðinu. Fjárlög þessa árs bera vitni um áherslubreytingar til batnaðar. Ríkisstjórnin setur heilbrigðiskerfið í forgang og hefur okkur sannarlega tekist að snúa við blaðinu. Fjárlög sýna það svart á hvítu. Kostnaðarhlutdeild sjúklinga, sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, lækkar og þátttaka einstaklinga í lyfjakostnaði minnkar um 5%, með 150 milljóna króna aukinni greiðsluþátttöku ríkisins. Lyfjakostnaður sjúklinga lækkar jafnframt með lækkun efra þreps VSK úr 25,5% í 24%. Framlög til Landspítalans hafa aldrei verið hærri en á fjárlögum nú – frá stofnun spítalans – eða 49,4 milljarðar króna. Framlag vegna hönnunar nýs Landspítala hefur verið stóraukið um sem nemur 875 milljónum króna. Sérstök framlög til rekstrar og stofnkostnaðar heilbrigðisstofnana aukast um rúman 2,1 milljarð króna. Rekstrarframlög til heilbrigðismála almennt eru aukin, tækjakaup á landsbyggðinni um 100 milljónir króna, styrking á rekstrargrunni heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva um 100 milljónir króna og FSA um 50 milljónir króna. Læknar eru í verkfalli, já. Það er skilningur fyrir því eftir langt fjársvelti. Samningaviðræður eru í gangi milli lækna og stjórnvalda. Vildum við að búið væri að semja? Já, auðvitað. Gætu viðræður gengið hraðar fyrir sig? Mögulega. En ferlið er flókið og að mörgu þarf að huga. Samningsniðurstaða er vissulega aðkallandi en mikilvægt er að sem flestir geti unað við hana og að almenn sátt ríki um niðurstöðuna. Það er þreytandi að hlusta á endalausa neikvæðni ákveðinna aðila innan stjórnarandstöðunnar þegar kemur að jákvæðum hlutum, eins og stórauknum framlögum til Landspítalans. Hér ættu allir að vera sammála. Vissulega þarf að gera meira fyrir Landspítalann til að vinna upp uppsafnaðan vanda eftir gríðarlegan niðurskurð á síðasta kjörtímabili. Því neitar enginn. Enda er það stefna þessarar ríkisstjórnar að koma heilbrigðiskerfinu í það stand sem við viljum að það sé í. Slíkur viðsnúningur á sér ekki stað á einni nóttu. Það er langhlaup.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun