Segir dreifingu Auroracoin vel heppnaða Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2014 11:06 Mynd/Auroracoin.org „Nærri því tíu prósent þjóðarinnar hafa sótt myntirnar sínar. Ég tel það vera góðan árangur," segir Baldur Friggjar Óðinsson. Nú hafa 9,84 prósent Íslendinga náð í sinn skammt af Auroracoin, nýrri rafmynt sem fór í dreifingu til allra Íslendinga þann 25. mars síðastliðinn. Verð gjaldmiðilsins hefur hríðfallið í verði síðan en höfundur myntarinnar, sem gengur undir dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson, segir að verð Auroracoin fyrir dreifinguna hafi verið of hátt. „Ég get skilið að fólk heldur að Auroracoin gangi ekki vel,“ segir Baldur við International Buisness Times. Hann bendir þó á að verðið fyrir dreifinguna hafi verið orðið allt of hátt og hann hafi reynt að vara fólk við því á sínum tíma. „Þetta háa verð var líklega það versta sem gat gerst, því það byggði upp of mikla eftirvæntingu og hafði þær afleiðingar að margir Íslendingar skiptu út Auroracoin fyrir fíat gjaldmiðil." Þá segir Baldur að hann hafi áhyggjur af því að ef hann notaðist ekki við dulnefni gæti hann lent í vandræðum. „Mér hefur verið hótað lögsókn, af fólki eins og Frosta Sigurjónssyni, þingmanni Framsóknarflokksins. Ég tel þetta vera innihaldslausar hótanir, án lagalegs grunns, en ég vil ekki taka áhættuna.“ Í greininni er bent á frétt á vef Dogeconomist þar sem segir að margir hafi sótt Aur með öðrum kennitölum en sínum eigin. Baldur segir það hinsvegar ekki vera rétt. „Ég skil ekki hvers vegna svona greinar eru skrifaðar án almennilegra rannsókna. Það eina sem höfundurinn hefur fyrir sér, eru sínar eigin getgátur. Ég sé hver sækir skammtinn, hvaðan og hvenær.“ Hann viðurkennir þó að eitthvað hafi verið um svindl, vegna Facebook síða sem hafi verið tilbúnar.Verð Auroracoin hefur lækkað mikið síðustu 30 daga.Mynd/coinmarketcap.comÞrátt fyrir vandræði segir Baldur að móttökur Auroracoin hér á landi hafi verið jákvæðar. Mögulegt sé að notast við rafmyntina til að kaupa allt frá tölvuþjónustu, lögfræðiþjónustu, skartgripi, einkaþjálfun og hvalskoðunarferðir með Aur. Hann bendir á að einn einstaklingur hafi jafnvel keypt sér bíl með Auroracoin. „Hægt og örugglega mun samfélagið á Íslandi byggja upp nauðsynleg innviði svo Auroracoin geti blómstrað,“ segir Baldur, Tengdar fréttir Bílar, snjallsímar og hægindastólar fyrir Auroracoin Rúmlega sextán þúsund manns hafa sótt sér rafmyntina Auroracoin síðan dreifing hennar hófst á miðnætti á mánudag. 27. mars 2014 10:58 Seðlabankinn varar við sýndarfé Fellur út fyrir lagaramma um gjaldmiðla hér á landi og sveiflast mjög í verði. 19. mars 2014 16:36 Nýr rafeyrir að nafni Auroracoin er öllum Íslendingum fáanlegur frá miðnætti Vefsíðan lá niðri á miðnætti vegna mikillar umferðar. 24. mars 2014 00:01 Auroracoin hríðfellur í verði Heildar markaðsvirði Auroracoin er nú rétt rúmlega þrír milljarðar og þrjú hundruð milljónir króna en það var sex milljarðar króna í gær. 29. mars 2014 13:25 Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48 Segir Ísland þurfa á rafmynt að halda Kanadamaðurinn Christopher Carmichael, vinur Vine-stjörnunnar Jerome Jarr, telur að Íslandi geti bjargað heiminum með notkun rafmyntar eins og Auroracoin. 29. mars 2014 07:00 2.600 Íslendingar hafa sótt sér AUR Dreifingin hófst á miðnætti í nótt. 25. mars 2014 10:47 Baldur Friggjar Óðinsson: Afgangur fer í góðgerðarmál Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. 31. mars 2014 16:24 "Alltaf gott að gera tilraunir, þannig lærum við“ Huldumaðurinn sem fer fyrir Auroracoin verkefninu segir að það muni taka tíma fyrir fólk að læra á kerfið, rétt eins og raunin var með internetið á sínum tíma. Frumkvöðull í upplýsingatækni segir verkefnið fyrst og fremst áhugaverða tilraun en efast um framtíð þess. 29. mars 2014 19:40 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
„Nærri því tíu prósent þjóðarinnar hafa sótt myntirnar sínar. Ég tel það vera góðan árangur," segir Baldur Friggjar Óðinsson. Nú hafa 9,84 prósent Íslendinga náð í sinn skammt af Auroracoin, nýrri rafmynt sem fór í dreifingu til allra Íslendinga þann 25. mars síðastliðinn. Verð gjaldmiðilsins hefur hríðfallið í verði síðan en höfundur myntarinnar, sem gengur undir dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson, segir að verð Auroracoin fyrir dreifinguna hafi verið of hátt. „Ég get skilið að fólk heldur að Auroracoin gangi ekki vel,“ segir Baldur við International Buisness Times. Hann bendir þó á að verðið fyrir dreifinguna hafi verið orðið allt of hátt og hann hafi reynt að vara fólk við því á sínum tíma. „Þetta háa verð var líklega það versta sem gat gerst, því það byggði upp of mikla eftirvæntingu og hafði þær afleiðingar að margir Íslendingar skiptu út Auroracoin fyrir fíat gjaldmiðil." Þá segir Baldur að hann hafi áhyggjur af því að ef hann notaðist ekki við dulnefni gæti hann lent í vandræðum. „Mér hefur verið hótað lögsókn, af fólki eins og Frosta Sigurjónssyni, þingmanni Framsóknarflokksins. Ég tel þetta vera innihaldslausar hótanir, án lagalegs grunns, en ég vil ekki taka áhættuna.“ Í greininni er bent á frétt á vef Dogeconomist þar sem segir að margir hafi sótt Aur með öðrum kennitölum en sínum eigin. Baldur segir það hinsvegar ekki vera rétt. „Ég skil ekki hvers vegna svona greinar eru skrifaðar án almennilegra rannsókna. Það eina sem höfundurinn hefur fyrir sér, eru sínar eigin getgátur. Ég sé hver sækir skammtinn, hvaðan og hvenær.“ Hann viðurkennir þó að eitthvað hafi verið um svindl, vegna Facebook síða sem hafi verið tilbúnar.Verð Auroracoin hefur lækkað mikið síðustu 30 daga.Mynd/coinmarketcap.comÞrátt fyrir vandræði segir Baldur að móttökur Auroracoin hér á landi hafi verið jákvæðar. Mögulegt sé að notast við rafmyntina til að kaupa allt frá tölvuþjónustu, lögfræðiþjónustu, skartgripi, einkaþjálfun og hvalskoðunarferðir með Aur. Hann bendir á að einn einstaklingur hafi jafnvel keypt sér bíl með Auroracoin. „Hægt og örugglega mun samfélagið á Íslandi byggja upp nauðsynleg innviði svo Auroracoin geti blómstrað,“ segir Baldur,
Tengdar fréttir Bílar, snjallsímar og hægindastólar fyrir Auroracoin Rúmlega sextán þúsund manns hafa sótt sér rafmyntina Auroracoin síðan dreifing hennar hófst á miðnætti á mánudag. 27. mars 2014 10:58 Seðlabankinn varar við sýndarfé Fellur út fyrir lagaramma um gjaldmiðla hér á landi og sveiflast mjög í verði. 19. mars 2014 16:36 Nýr rafeyrir að nafni Auroracoin er öllum Íslendingum fáanlegur frá miðnætti Vefsíðan lá niðri á miðnætti vegna mikillar umferðar. 24. mars 2014 00:01 Auroracoin hríðfellur í verði Heildar markaðsvirði Auroracoin er nú rétt rúmlega þrír milljarðar og þrjú hundruð milljónir króna en það var sex milljarðar króna í gær. 29. mars 2014 13:25 Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48 Segir Ísland þurfa á rafmynt að halda Kanadamaðurinn Christopher Carmichael, vinur Vine-stjörnunnar Jerome Jarr, telur að Íslandi geti bjargað heiminum með notkun rafmyntar eins og Auroracoin. 29. mars 2014 07:00 2.600 Íslendingar hafa sótt sér AUR Dreifingin hófst á miðnætti í nótt. 25. mars 2014 10:47 Baldur Friggjar Óðinsson: Afgangur fer í góðgerðarmál Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. 31. mars 2014 16:24 "Alltaf gott að gera tilraunir, þannig lærum við“ Huldumaðurinn sem fer fyrir Auroracoin verkefninu segir að það muni taka tíma fyrir fólk að læra á kerfið, rétt eins og raunin var með internetið á sínum tíma. Frumkvöðull í upplýsingatækni segir verkefnið fyrst og fremst áhugaverða tilraun en efast um framtíð þess. 29. mars 2014 19:40 Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Bílar, snjallsímar og hægindastólar fyrir Auroracoin Rúmlega sextán þúsund manns hafa sótt sér rafmyntina Auroracoin síðan dreifing hennar hófst á miðnætti á mánudag. 27. mars 2014 10:58
Seðlabankinn varar við sýndarfé Fellur út fyrir lagaramma um gjaldmiðla hér á landi og sveiflast mjög í verði. 19. mars 2014 16:36
Nýr rafeyrir að nafni Auroracoin er öllum Íslendingum fáanlegur frá miðnætti Vefsíðan lá niðri á miðnætti vegna mikillar umferðar. 24. mars 2014 00:01
Auroracoin hríðfellur í verði Heildar markaðsvirði Auroracoin er nú rétt rúmlega þrír milljarðar og þrjú hundruð milljónir króna en það var sex milljarðar króna í gær. 29. mars 2014 13:25
Íslensk rafmynt hækkar hratt í verði Virði hinnar nýju rafmyntar, Auroracoin, hefur rokið upp á síðustu dögum og hefur hækkað um tæp 120 prósent síðasta sólarhring. 3. mars 2014 15:48
Segir Ísland þurfa á rafmynt að halda Kanadamaðurinn Christopher Carmichael, vinur Vine-stjörnunnar Jerome Jarr, telur að Íslandi geti bjargað heiminum með notkun rafmyntar eins og Auroracoin. 29. mars 2014 07:00
Baldur Friggjar Óðinsson: Afgangur fer í góðgerðarmál Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. 31. mars 2014 16:24
"Alltaf gott að gera tilraunir, þannig lærum við“ Huldumaðurinn sem fer fyrir Auroracoin verkefninu segir að það muni taka tíma fyrir fólk að læra á kerfið, rétt eins og raunin var með internetið á sínum tíma. Frumkvöðull í upplýsingatækni segir verkefnið fyrst og fremst áhugaverða tilraun en efast um framtíð þess. 29. mars 2014 19:40