Um tónleika Justins Timberlake á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 21. febrúar 2014 09:30 Justin Timberlake skemmtir á Íslandi í ágúst Vísir/Getty Um tónleikana: Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 24. ágúst, daginn eftir Menningarnótt. Þetta verður í fyrsta sinn sem Justin Timberlake kemur fram á Íslandi. Tónleikarnir áttu í upphafi að vera í júní en sökum mikillar velgengni var þeim alltaf frestað. Ástæðan er sú að Justin Timberlake vill enda þennan hluta tónleikaferðalagsins á Íslandi. Tónleikarnir eru hluti af The 20/20 Experience World Tour en tónleikaferðin hófst 6. nóvember 2013 í New York og heimsækir Timberlake um 100 tónleikastaði úti um allan heim á ferðalagi sínu. Knattspyrnuhöllin Kórinn sem stendur við Vallakór 12, 203 Kópavogi, mun hýsa þennan stórfenglega viðburð. Miðasala hefst fimmtudaginn 6. mars klukkan 10.00 á Miði.is. en 16.000 miðar verða í boði á þremur verðsvæðum. Miðaverð og fyrirkomulag miðasölu verður tilkynnt í smáatriðum á allra næstu dögum. Meðlimir í The Tennessee Kids (#TNKids) sem er glænýr aðdáenda- klúbbur Justins Timberlake fá tækifæri til að kaupa miða í sérstakri forsölu þriðjudaginn 4. mars. Talið er að tvö íslensk fyrirtæki verði með forsölu daginn fyrir almennu miðasöluna. Þá er talið að eingöngu verði hægt að kaupa tíu miða í einu.Vísir/GettyUm Justin TimberlakeJustin Timberlake er fæddur í Memphis, Tennessee í Bandaríkjunum 31. janúar árið 1981. Hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið ellefu ára í sjónvarpsþáttunum Star Search og þar á eftir í þáttunum The Mickey Mouse Club en þar kynntist hann væntanlegri kærustu sinni til þriggja ára, Britney Spears. Timberlake er giftur leikkonunni Jessicu Biel en þau giftu sig í október árið 2012. Árið 1995 varð strákasveitin ´N Sync til og var Timberlake lykilmaður í þeirri sveit. Súkkulaðistrákarnir hafa selt yfir 50 milljónir platna á sínum ferli en þeir lögðu upp laupana árið 2002. Þó komu þeir saman á VMA hátíðinni á síðasta ári. Justin Timberlake hefur gefið út fjórar breiðskífur: Justified árið 2002, FutureSex/LoveSounds árið 2006, The 20/20 Experience og The 20/20 Experience – 2 of 2 sem báðar komu út árið 2013. Hann hefur unnið fjölda verðlauna og þar á meðal níu Grammy verðlaun og og fjögur Emmy verðlaun. Fyrir utan tónlistina hefur hann leikið í fjölda kvikmynda en er líklega þekktastur fyrir leik sinn í myndunum The Social Network, Friends With Benefits, Bad Teacher og Love Guru. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Um tónleikana: Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 24. ágúst, daginn eftir Menningarnótt. Þetta verður í fyrsta sinn sem Justin Timberlake kemur fram á Íslandi. Tónleikarnir áttu í upphafi að vera í júní en sökum mikillar velgengni var þeim alltaf frestað. Ástæðan er sú að Justin Timberlake vill enda þennan hluta tónleikaferðalagsins á Íslandi. Tónleikarnir eru hluti af The 20/20 Experience World Tour en tónleikaferðin hófst 6. nóvember 2013 í New York og heimsækir Timberlake um 100 tónleikastaði úti um allan heim á ferðalagi sínu. Knattspyrnuhöllin Kórinn sem stendur við Vallakór 12, 203 Kópavogi, mun hýsa þennan stórfenglega viðburð. Miðasala hefst fimmtudaginn 6. mars klukkan 10.00 á Miði.is. en 16.000 miðar verða í boði á þremur verðsvæðum. Miðaverð og fyrirkomulag miðasölu verður tilkynnt í smáatriðum á allra næstu dögum. Meðlimir í The Tennessee Kids (#TNKids) sem er glænýr aðdáenda- klúbbur Justins Timberlake fá tækifæri til að kaupa miða í sérstakri forsölu þriðjudaginn 4. mars. Talið er að tvö íslensk fyrirtæki verði með forsölu daginn fyrir almennu miðasöluna. Þá er talið að eingöngu verði hægt að kaupa tíu miða í einu.Vísir/GettyUm Justin TimberlakeJustin Timberlake er fæddur í Memphis, Tennessee í Bandaríkjunum 31. janúar árið 1981. Hann kom fyrst fram á sjónvarsviðið ellefu ára í sjónvarpsþáttunum Star Search og þar á eftir í þáttunum The Mickey Mouse Club en þar kynntist hann væntanlegri kærustu sinni til þriggja ára, Britney Spears. Timberlake er giftur leikkonunni Jessicu Biel en þau giftu sig í október árið 2012. Árið 1995 varð strákasveitin ´N Sync til og var Timberlake lykilmaður í þeirri sveit. Súkkulaðistrákarnir hafa selt yfir 50 milljónir platna á sínum ferli en þeir lögðu upp laupana árið 2002. Þó komu þeir saman á VMA hátíðinni á síðasta ári. Justin Timberlake hefur gefið út fjórar breiðskífur: Justified árið 2002, FutureSex/LoveSounds árið 2006, The 20/20 Experience og The 20/20 Experience – 2 of 2 sem báðar komu út árið 2013. Hann hefur unnið fjölda verðlauna og þar á meðal níu Grammy verðlaun og og fjögur Emmy verðlaun. Fyrir utan tónlistina hefur hann leikið í fjölda kvikmynda en er líklega þekktastur fyrir leik sinn í myndunum The Social Network, Friends With Benefits, Bad Teacher og Love Guru.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira