Innlent

Einar Boom gegn íslenska ríkinu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Einar Boom á leið í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.
Einar Boom á leið í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. vísir/gva
Málflutningur í máli Einars Inga Marteinssonar gegn íslenska ríkinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann fer fram á tæpar 75 milljónir í skaðabætur. Einar Ingi er einnig þekktur undir nafninu Einar Boom en hann óskar eftir skaðabótum frá ríkinu vegna sex mánaða gæsluvarðhalds sem hann var settur í árið 2011.

Einar Ingi var ákærður fyrir að skipuleggja hrottafengna árás um jólin 2011 en var síðar sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness árið 2012. Hæstiréttur staðfesti sýknudóminn yfir Einar Inga.

Einar telur sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna ákærunnar, aðgerða lögreglu, handtöku, húsleitar á heimili hans og gæsluvarðhaldi.?

Einar Ingi er fyrrverandi forseti vélhjólasamtakana Hells Angels.

„Ég var settur í gæsluvarðhald í sex mánuði á síðasta ári og er einfaldlega að leita réttar míns og fjölskyldu minnar,“ segir Einar Ingi Marteinsson í samtali við Vísi í nóvember en hann var hann staddur í Afríku.

„Ég var sýknaður í Héraðsdómi og Hæstarétti og fer aðeins fram á sanngjarna meðferð,“ segir Einar.






Tengdar fréttir

Einar Boom fer fram á 74 milljónir í skaðabætur

Einar Ingi Marteinsson, betur þekktur sem Einar Boom, hefur stefnt íslenska ríkinu vegna sex mánaða gæsluvarðhalds sem hann var settur í árið 2012. Einar fer fram á rúmlega 74 milljónir krónur í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×