OMAM fær platínuplötu í Bandaríkjunum Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. janúar 2014 08:00 Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur selt yfir eina milljón platna í Bandaríkjunum og því hlotið platínuplötu. nordicphotos/getty „Ég heyrði af þessu á fimmtudaginn og er í skýjunum. Þetta er rosalega skrítið og ótrúlega gaman,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, en sveitin hlaut fyrir skömmu platínuplötu í Bandaríkjunum fyrir plötuna My Head Is an Animal. Um er að ræða mikið afrek en fyrir var Björk eini íslenski listamaðurinn sem hafði náð þessum merka áfanga í Bandaríkjunum. Platan My Head Is an Animal kom út þann 3. apríl árið 2012 og hefur á þessum stutta tíma selst í yfir eina milljón eintaka í Bandaríkjunum. „Við bjuggumst ekki við þessu í upphafi. Það er líka endalaust af fólki í kringum okkur sem á sinn þátt í þessari velgengni,“ bætir Nanna Bryndís við. Á Íslandi hefur hljómsveitin selt um 27.000 eintök af plötunni sem gefur tvöfalda platínuplötu og styttist óðum í þá þriðju. Platínuplatan í Bandaríkjunum er þó ekki fyrsta viðurkenningin á erlendri grundu sem sveitin hlýtur fyrir sölu og hefur hún hlotið tvöfalda platínuplötu í Kanada og Írlandi. Þá hefur hún einnig hlotið platínuplötu í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. „Svona hlutir gerast auðvitað ekki af sjálfu sér og það er margt sem spilar inn í velgengni sveitarinnar. Það er fyrst og fremst frábær plata, mikil vinna og mikið skipulag sem hljómsveitin, ég og allt fólkið í kringum okkur hefur unnið að,“ segir Heather Kolker, umboðsmaður hljómsveitarinnar, stolt af þessum frábæra árangri.Nanna Bryndís Hilmarsóttir hefur sannarlega slegið í gegn með hljómsveit sinni, Of Monsters and Men.nordicphotos/gettyOf Monsters and Men tók þátt í ýmsum verkefnum á árinu sem telja má að hafi hjálpað henni í að ná þessum frábæra árangri. Um er að ræða lag í hinni geysivinsælu kvikmynd Hunger Games – Catching Fire og einnig í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. „Það var virkilega gaman að semja lag fyrir Hunger Games og að eiga lag í svona kvikmyndum hefur klárlega hjálpað okkur mikið,“ segir Nanna Bryndís. Fyrir skömmu kom einnig út plata sem inniheldur lifandi útgáfur af lögum sveitarinnar. „Þetta var svona „live session“ og við gerðum öðru vísi útgáfur af mörgum lögunum okkar.“ Smáskífulög sveitarinnar hafa einnig farið sigurför um heiminn og hefur hún hlotið tvöfalda platínuplötu á Írlandi, Nýja-Sjálandi og í Bandaríkjunum fyrir smáskífulagið Little Talks og fimmfalda platínuplötu í Ástralíu. „Maður gerir sér sjaldan grein fyrir því hvaða lög eiga eftir að ná til fólks. Við vorum ekki viss um lagið Little Talks, það átti meira að segja annað lag að vera singull hjá okkur,“ útskýrir Nanna Bryndís. Um þessar mundir er sveitin að koma saman aftur eftir pásu og er hún að hefjast handa við lagasmíðar og æfingar. „Við erum að byrja að hittast aftur núna eftir pásu sem er mjög gaman og höfum við saknað hvert annars mjög mikið,“ segir Nanna Bryndís létt í lundu. Sveitin stefnir á að hefja upptökur á nýrri plötu í sumar og eru eflaust margir farnir að bíða með mikilli eftirvæntingu eftir næstu plötu. Platan My Head Is an Animal hefur selst ótrúlega vel út um víða veröld og fengið fjölda viðurkenninga fyrir sölu á plötunni: Sveitin hefur fengið tvöfalda platínuplötu í eftirtöldum löndum:Ísland- um 27.000 eintökKanada- yfir 160.000 eintökÍrland- yfir 30.000 eintök Hún hefur fengið platínuplötu í:Bandaríkin- yfir 1.000.000 eintökÁstralía- yfir 70.000 eintökNýja Sjáland- yfir 15.000 eintök Hún hefur fengið tvöfalda gullplötu í:Bretlandi- yfir 200.000 eintök Þá hefur hún fengið gullplötu í Þýskalandi- yfir 100.000 eintök og silfurplötu í Frakklandi- um 40.000 eintök. Smáskífur Lagið Little Talks hefur farið sigurför um heiminn og hefur sveitin hlotið eftirfarandi viðurkenningar fyrir sölu á því smáskífulagi: Sveitin hefur fengið fimmfalda platínuplötu Ástralíu.Þrefalda platínuplötu í Kanada.Tvöfalda platínuplötu í Írlandi, á Nýja Sjálandi og í Bandaríkjunum.Platínuplötu í Þýskalandi, Ítalíu, Sviss og Belgíu.Gullplötu í Mexíkó, Austurríki, Hollandi og Noregi. Þá hefur hljómsveitin fengið platínuplötu í Ástralíu og gullplötu í Bandaríkjunum, Kanada og á Nýja Sjálandi fyrir smáskífulagið Mountain sound. Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég heyrði af þessu á fimmtudaginn og er í skýjunum. Þetta er rosalega skrítið og ótrúlega gaman,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, en sveitin hlaut fyrir skömmu platínuplötu í Bandaríkjunum fyrir plötuna My Head Is an Animal. Um er að ræða mikið afrek en fyrir var Björk eini íslenski listamaðurinn sem hafði náð þessum merka áfanga í Bandaríkjunum. Platan My Head Is an Animal kom út þann 3. apríl árið 2012 og hefur á þessum stutta tíma selst í yfir eina milljón eintaka í Bandaríkjunum. „Við bjuggumst ekki við þessu í upphafi. Það er líka endalaust af fólki í kringum okkur sem á sinn þátt í þessari velgengni,“ bætir Nanna Bryndís við. Á Íslandi hefur hljómsveitin selt um 27.000 eintök af plötunni sem gefur tvöfalda platínuplötu og styttist óðum í þá þriðju. Platínuplatan í Bandaríkjunum er þó ekki fyrsta viðurkenningin á erlendri grundu sem sveitin hlýtur fyrir sölu og hefur hún hlotið tvöfalda platínuplötu í Kanada og Írlandi. Þá hefur hún einnig hlotið platínuplötu í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. „Svona hlutir gerast auðvitað ekki af sjálfu sér og það er margt sem spilar inn í velgengni sveitarinnar. Það er fyrst og fremst frábær plata, mikil vinna og mikið skipulag sem hljómsveitin, ég og allt fólkið í kringum okkur hefur unnið að,“ segir Heather Kolker, umboðsmaður hljómsveitarinnar, stolt af þessum frábæra árangri.Nanna Bryndís Hilmarsóttir hefur sannarlega slegið í gegn með hljómsveit sinni, Of Monsters and Men.nordicphotos/gettyOf Monsters and Men tók þátt í ýmsum verkefnum á árinu sem telja má að hafi hjálpað henni í að ná þessum frábæra árangri. Um er að ræða lag í hinni geysivinsælu kvikmynd Hunger Games – Catching Fire og einnig í kvikmyndinni The Secret Life of Walter Mitty. „Það var virkilega gaman að semja lag fyrir Hunger Games og að eiga lag í svona kvikmyndum hefur klárlega hjálpað okkur mikið,“ segir Nanna Bryndís. Fyrir skömmu kom einnig út plata sem inniheldur lifandi útgáfur af lögum sveitarinnar. „Þetta var svona „live session“ og við gerðum öðru vísi útgáfur af mörgum lögunum okkar.“ Smáskífulög sveitarinnar hafa einnig farið sigurför um heiminn og hefur hún hlotið tvöfalda platínuplötu á Írlandi, Nýja-Sjálandi og í Bandaríkjunum fyrir smáskífulagið Little Talks og fimmfalda platínuplötu í Ástralíu. „Maður gerir sér sjaldan grein fyrir því hvaða lög eiga eftir að ná til fólks. Við vorum ekki viss um lagið Little Talks, það átti meira að segja annað lag að vera singull hjá okkur,“ útskýrir Nanna Bryndís. Um þessar mundir er sveitin að koma saman aftur eftir pásu og er hún að hefjast handa við lagasmíðar og æfingar. „Við erum að byrja að hittast aftur núna eftir pásu sem er mjög gaman og höfum við saknað hvert annars mjög mikið,“ segir Nanna Bryndís létt í lundu. Sveitin stefnir á að hefja upptökur á nýrri plötu í sumar og eru eflaust margir farnir að bíða með mikilli eftirvæntingu eftir næstu plötu. Platan My Head Is an Animal hefur selst ótrúlega vel út um víða veröld og fengið fjölda viðurkenninga fyrir sölu á plötunni: Sveitin hefur fengið tvöfalda platínuplötu í eftirtöldum löndum:Ísland- um 27.000 eintökKanada- yfir 160.000 eintökÍrland- yfir 30.000 eintök Hún hefur fengið platínuplötu í:Bandaríkin- yfir 1.000.000 eintökÁstralía- yfir 70.000 eintökNýja Sjáland- yfir 15.000 eintök Hún hefur fengið tvöfalda gullplötu í:Bretlandi- yfir 200.000 eintök Þá hefur hún fengið gullplötu í Þýskalandi- yfir 100.000 eintök og silfurplötu í Frakklandi- um 40.000 eintök. Smáskífur Lagið Little Talks hefur farið sigurför um heiminn og hefur sveitin hlotið eftirfarandi viðurkenningar fyrir sölu á því smáskífulagi: Sveitin hefur fengið fimmfalda platínuplötu Ástralíu.Þrefalda platínuplötu í Kanada.Tvöfalda platínuplötu í Írlandi, á Nýja Sjálandi og í Bandaríkjunum.Platínuplötu í Þýskalandi, Ítalíu, Sviss og Belgíu.Gullplötu í Mexíkó, Austurríki, Hollandi og Noregi. Þá hefur hljómsveitin fengið platínuplötu í Ástralíu og gullplötu í Bandaríkjunum, Kanada og á Nýja Sjálandi fyrir smáskífulagið Mountain sound.
Mest lesið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira