Þórey og blaðamenn DV leita sátta Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2014 19:47 Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, Jóhann Páll Jóhansson og Jón Bjarki Magnússon, blaðamenn DV. „Jú, það er reyndar orðið ansi langt síðan Þórey fékk sáttatilboð,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, í samtali við Vísi. „Hugmyndin var sú að í staðinn fyrir að DV verði háum fjárhæðum í lögmannskostnað mætti gera gott úr þessu leiðindamáli og gefa fé til góðgerðamála í staðinn.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli og Jóni Bjarka Magnússyni, einnig blaðamanni á DV. Í byrjun októbermánaðar fól Þórey lögmanni að birta þeim stefnu „vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð“. Sagðist hún nú fagna því að málinu gæti verið að ljúka með dómssátt. Jóhann Páll segir það hafa komið sér mjög á óvart að Þórey sé með yfirlýsingar um þessi mál á Facebook. „Ég hélt að sáttaviðræðurnar væru trúnaðarmál meðan þær stæðu yfir. En það hefur mikið gengið á og gagnaðilinn kannski ekki getað setið á sér.“ Jón Bjarki Magnússon tekur undir orð Jóhanns og bendir á að rétt í þessu hafi samtökin Blaðamenn án landamæra verið að senda út mjög harðorða fréttatilkynningu þar sem fjallað er um Þóreyju og refsikröfu hennar gegn þeim Jóhanni Páli. „Áður hafa Alþjóðasamtök blaðamanna og International Modern Media Institute gert slíkt hið sama auk þess sem fjallað var um málið á vef Guardian.“ Hann segir fjölmörg blaðamannasamtök og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt íslenska meiðyrðalöggjöf einmitt vegna þeirra refsiákvæða sem vísað er til í stefnu aðstoðarmanns ráðherra. „Málshöfðunin kemur mörgum á óvart í útlöndum, svona í ljósi þess að Þórey er aðstoðarkona þess ráðherra sem fer með mannréttindamál á Íslandi.“ Ekki náðist í Þóreyju við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28 Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Jú, það er reyndar orðið ansi langt síðan Þórey fékk sáttatilboð,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, blaðamaður á DV, í samtali við Vísi. „Hugmyndin var sú að í staðinn fyrir að DV verði háum fjárhæðum í lögmannskostnað mætti gera gott úr þessu leiðindamáli og gefa fé til góðgerðamála í staðinn.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, greindi frá því á Facebook-síðu sinni nú undir kvöld að henni hafi nýlega borist sáttatilboð frá þeim Jóhanni Páli og Jóni Bjarka Magnússyni, einnig blaðamanni á DV. Í byrjun októbermánaðar fól Þórey lögmanni að birta þeim stefnu „vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð“. Sagðist hún nú fagna því að málinu gæti verið að ljúka með dómssátt. Jóhann Páll segir það hafa komið sér mjög á óvart að Þórey sé með yfirlýsingar um þessi mál á Facebook. „Ég hélt að sáttaviðræðurnar væru trúnaðarmál meðan þær stæðu yfir. En það hefur mikið gengið á og gagnaðilinn kannski ekki getað setið á sér.“ Jón Bjarki Magnússon tekur undir orð Jóhanns og bendir á að rétt í þessu hafi samtökin Blaðamenn án landamæra verið að senda út mjög harðorða fréttatilkynningu þar sem fjallað er um Þóreyju og refsikröfu hennar gegn þeim Jóhanni Páli. „Áður hafa Alþjóðasamtök blaðamanna og International Modern Media Institute gert slíkt hið sama auk þess sem fjallað var um málið á vef Guardian.“ Hann segir fjölmörg blaðamannasamtök og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt íslenska meiðyrðalöggjöf einmitt vegna þeirra refsiákvæða sem vísað er til í stefnu aðstoðarmanns ráðherra. „Málshöfðunin kemur mörgum á óvart í útlöndum, svona í ljósi þess að Þórey er aðstoðarkona þess ráðherra sem fer með mannréttindamál á Íslandi.“ Ekki náðist í Þóreyju við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28 Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25
Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45
Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28
Þórey stefnir blaðamönnum DV Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hefur falið lögmanni að birta Jóni Bjarka Magnússyni og Jóhanni Páli Jóhannssyni stefnu vegna ærumeiðandi ummæla og grófra aðdróttana í hennar garð. 3. október 2014 15:37