Innlent

Julian Assange kemur ekki í héraðs­dóm og ber vitni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Assange er á vitnalista ákæruvaldsins í máli sem snýst um meint fjársvik Sigurðar.
Assange er á vitnalista ákæruvaldsins í máli sem snýst um meint fjársvik Sigurðar. Vísir/Getty

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, mun gefa skýrslu í gegnum síma í máli ákæruvaldsins gegn Sigurði Inga Þórðarsyni, betur þekktum sem Sigga hakkara. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðastliðinn föstudag að Assange gæfi skýrslu í gegnum síma og staðfesti Hæstiréttur þann úrskurð í dag.

Lögmaður Sigurðar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fór fram á það að Assange kæmi fyrir dóminn en ákæruvaldið krafðist þess að hann gæfi skýrslu í gegnum síma.

Assange er á vitnalista ákæruvaldsins í máli sem snýst um meint fjársvik Sigurðar. Svik Sigurðar eru metin á um þrjátíu milljónir króna en hann er meðal annars sakaður um að hafa svikið út fjármuni með því að þykjast vera Assange.

Assange hefur undanfarið dvalið í sendiráði Ekvador í London til að forðast handtöku og framsal til Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×