Neitar ásökunum um að fólk fái greitt undir lágmarkslaunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2014 15:12 Framkvæmdastjóri ræstingarfyrirtækisins Hreint telur að helsta umkvörtunarefni starfsmanna sinna hafi snúið að ósk um bólusetningu vegna vinnu sinnar á Landspítalanum. Fulltrúi Eflingar fékk ekki að sitja fund með starfsmönnum og fulltrúum Hreins sem hún telur að starfsfólk hafi óskað eftir vegna mikils álags og lágra launa starfsmanna. Dæmi séu um að ræstingarfólk fái greitt undir lágmarkslaunum. Framkvæmdastjóri rektrarsviðs Landspítalans ræddi við framkvæmdastjóra Hreins í morgun vegna málsins.Vísir greindi frá því í morgun að Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Eflingu, hefði ekki fengið að sitja starfsmannafund hjá ræstingarfyrirtækinu Hreint. Ellefu starfsmenn fyrirtækisins gengu af fundi við það tilefni. Harpa segir um einsdæmi að ræða að fá ekki að vera viðstödd slíkan fund. Hún hafi engar skýringar fengið á því hvers vegna hún fékk ekki að sitja fundinn. Harpa segir í samtali við fréttastofu að starfsfólkinu sé sýnt algjört virðingarleysi og að dæmi séu um að fólk fái greitt undir lágmarkslaunum. Mánaðarlaun þeirra sem starfi við ræstingar séu undir 250 þúsund krónum en ýmislegt sé ábótavant í ráðningarsamningum. Til að mynda að starfshlutfall eigi að vera sveigjanlegt. „Fólk á að koma og vinna yfirvinnu ef þeim sýnist svo,“ segir Harpa.Ari Þórðarson.Túlkurinn ræstingarstjóri hjá Hreint Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreins, segir í samtali við Vísi að það hafi komið á óvart að sjá fulltrúa Eflingar á fundinum. Um hafi verið að ræða framhaldsfund. Vikuna á undan hafi starfsfólkið gert athugasemdir við hluti sem þeim fannst í ólagi. Ari segir fyrirtækið, sem eigi yfir þrjátíu ára sögu að baki, ekki hafa neitt að fela. Þau hafi hins vegar viljað ræða við starfsmenn sína og leysa þeirra umkvörtunarefni án viðveru fulltrúar Eflingar. Þau hafi boðið upp á túlk starfsfólki til aðstoðar. Aðspurður hvort um hlutlausan túlk hafi verið að ræða bendir Ari á að túlkurinn starfi sem ræstingarstjóri hjá fyrirtækinu. Hann segir að færa megirök fyrir því að túlkurinn kynni af þeim sökum að vera vinhallur. Framkvæmdastjórinn segir að málið hefði horft öðruvísi við hefði verið greint frá komu fulltrúa Eflingar á fundinn fyrir fram. „Slík aðkoma hefði að sjálfsögðu verið velkomin. Við hefðum getað skýrt fyrir starfsmanni hvað væri í gangi. Við höfum ekkert að fela í þessu enda engin ástæða til,“ segir Ari. Hann segist vita til þess að Efling hafi ákveðna þætti hjá fyrirtækinu til skoðunar en viti ekki nákvæmlega að hverju sú skoðun snúi.Harpa Ólafsdóttir.Óskuðu eftir bólusetningu Aðspurður hvort umkvörtunarefni starfsfólksins hafi fyrst og fremst snúið að of miklu álagi og lágra launa segist hann ekki hafa upplifað það. Starfsfólk hafi lagt áherslu á að fá bólusetningu vegna þess að það starfaði á spítalanum. „Stóra atriðið var að vissar aðstæður kynnu að vera þeim hættulegar. Þau lögðu áherslu á að við myndum sinna þessu hluta,“ segir Ari. Um sé að ræða aðstæður sem starfsfólkið telji hættulegar þótt spítalinn sé á öndverðum meiði. Brugðist hafi verið við því þegar forsvarsmenn Hreins hafi áttað sig á því hve miklu máli þetta skipti starfsmenn sína. Þá nefnir Ari að einnig hafi borist ábendingar um að launaseðlar hafi ekki verið nógu skýrir og upplýsandi. Þá hafi verið gerð athugasemd við viðbótarverkefni sem fólk taki að sér. Fólki hafi fundist sú greiðsla of lág og það sé til skoðunar ásamt öðru sem fólk telur vera í ólagi.Ingólfur Þórisson.Engar vísbendingar um brot á kjarasamningum Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, segist í samtali við Vísi hafa rætt málin við Ara í morgun. Hann hafi tjáð sér að fyrirtækið færi í einu og öllu eftir kjarasamningum. Um það snúist deilan að því er hann telji. Hvað Landspítalann snerti sé Hreint einn af mörgum birgjum sem spítalinn skipti við. Útboðið fari fram í gegnum Ríkiskaup. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði og fara að lögum og reglum sem gildi í okkar samfélagi. „Kjarasamningar eru innan þess,“ segir Ingólfur. Engar vísbendingar hafi enn borist um að brotið sé á kjarasamningum. „Ef við fengjum slíkar vísbendingar myndum við skoða það.“220 manns starfa hjá Hreint Hreint hefur séð um ræstingar á spítalanum undanfarið ár. Tólf starfsmenn sjá um þrif á um 26 þúsund fermetra svæði. Ingólfur minnir á að fyrirtækið sé um 30 ára gamalt og ekki eins og það hafi skotið upp kollinum við þetta útboð. Fyrirtæki fái ákveðinn tíma og svo séu verkefnin boðin út á nýjan leik.Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm„Þessi umræða kom okkur á óvart. Við vitum ekki meira um þetta en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum og spjalli mínu við Ara.“ Spítalinn sé undir pressu á öllum sviðum og öll innkaup boðin út. Reynt sé að ná sem mestri hagkvæmni en þó innan þess ramma sem lögin marka. Um 220 starfsmenn vinna við ræstingar hjá Hreint. Aðspurður hversu hátt hlutfall erlends starfsfólks sé segist Ari ekki vera með þær tölur á reiðum höndum. Þróunin sé hins vegar þannig almennt í ræstingum að innlendu fólki fækki og erlendu fjölgi. Það sé meira áberandi í höfuðborginni en úti á landi.Uppfært klukkan 17:33Harpa ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðtalið má heyra í spilaranum efst í fréttinni. Tengdar fréttir Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48 Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37 Ekki ljóst hvað mun sparast á uppsögnum Framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðins segir uppsagnir ræstitækna hluta af því að gera reksturinn hagkvæmari. Búið sé að undirbúa útboð á ræstingunum sem verði nú unnar á dagvöktum. Forsætisráðherra segist ekkert hafa vitað. 6. nóvember 2014 07:00 Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46 „Ótrúlegt atvik og vanvirða við fólkið“ Pólskt ræstingarfólk óskaði eftir að fulltrúi Eflingar sætu fund með fyrirtækinu Hreint. Hagfræðingi Eflingar var vísað af fundinum. 19. nóvember 2014 09:54 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Framkvæmdastjóri ræstingarfyrirtækisins Hreint telur að helsta umkvörtunarefni starfsmanna sinna hafi snúið að ósk um bólusetningu vegna vinnu sinnar á Landspítalanum. Fulltrúi Eflingar fékk ekki að sitja fund með starfsmönnum og fulltrúum Hreins sem hún telur að starfsfólk hafi óskað eftir vegna mikils álags og lágra launa starfsmanna. Dæmi séu um að ræstingarfólk fái greitt undir lágmarkslaunum. Framkvæmdastjóri rektrarsviðs Landspítalans ræddi við framkvæmdastjóra Hreins í morgun vegna málsins.Vísir greindi frá því í morgun að Harpa Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Eflingu, hefði ekki fengið að sitja starfsmannafund hjá ræstingarfyrirtækinu Hreint. Ellefu starfsmenn fyrirtækisins gengu af fundi við það tilefni. Harpa segir um einsdæmi að ræða að fá ekki að vera viðstödd slíkan fund. Hún hafi engar skýringar fengið á því hvers vegna hún fékk ekki að sitja fundinn. Harpa segir í samtali við fréttastofu að starfsfólkinu sé sýnt algjört virðingarleysi og að dæmi séu um að fólk fái greitt undir lágmarkslaunum. Mánaðarlaun þeirra sem starfi við ræstingar séu undir 250 þúsund krónum en ýmislegt sé ábótavant í ráðningarsamningum. Til að mynda að starfshlutfall eigi að vera sveigjanlegt. „Fólk á að koma og vinna yfirvinnu ef þeim sýnist svo,“ segir Harpa.Ari Þórðarson.Túlkurinn ræstingarstjóri hjá Hreint Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreins, segir í samtali við Vísi að það hafi komið á óvart að sjá fulltrúa Eflingar á fundinum. Um hafi verið að ræða framhaldsfund. Vikuna á undan hafi starfsfólkið gert athugasemdir við hluti sem þeim fannst í ólagi. Ari segir fyrirtækið, sem eigi yfir þrjátíu ára sögu að baki, ekki hafa neitt að fela. Þau hafi hins vegar viljað ræða við starfsmenn sína og leysa þeirra umkvörtunarefni án viðveru fulltrúar Eflingar. Þau hafi boðið upp á túlk starfsfólki til aðstoðar. Aðspurður hvort um hlutlausan túlk hafi verið að ræða bendir Ari á að túlkurinn starfi sem ræstingarstjóri hjá fyrirtækinu. Hann segir að færa megirök fyrir því að túlkurinn kynni af þeim sökum að vera vinhallur. Framkvæmdastjórinn segir að málið hefði horft öðruvísi við hefði verið greint frá komu fulltrúa Eflingar á fundinn fyrir fram. „Slík aðkoma hefði að sjálfsögðu verið velkomin. Við hefðum getað skýrt fyrir starfsmanni hvað væri í gangi. Við höfum ekkert að fela í þessu enda engin ástæða til,“ segir Ari. Hann segist vita til þess að Efling hafi ákveðna þætti hjá fyrirtækinu til skoðunar en viti ekki nákvæmlega að hverju sú skoðun snúi.Harpa Ólafsdóttir.Óskuðu eftir bólusetningu Aðspurður hvort umkvörtunarefni starfsfólksins hafi fyrst og fremst snúið að of miklu álagi og lágra launa segist hann ekki hafa upplifað það. Starfsfólk hafi lagt áherslu á að fá bólusetningu vegna þess að það starfaði á spítalanum. „Stóra atriðið var að vissar aðstæður kynnu að vera þeim hættulegar. Þau lögðu áherslu á að við myndum sinna þessu hluta,“ segir Ari. Um sé að ræða aðstæður sem starfsfólkið telji hættulegar þótt spítalinn sé á öndverðum meiði. Brugðist hafi verið við því þegar forsvarsmenn Hreins hafi áttað sig á því hve miklu máli þetta skipti starfsmenn sína. Þá nefnir Ari að einnig hafi borist ábendingar um að launaseðlar hafi ekki verið nógu skýrir og upplýsandi. Þá hafi verið gerð athugasemd við viðbótarverkefni sem fólk taki að sér. Fólki hafi fundist sú greiðsla of lág og það sé til skoðunar ásamt öðru sem fólk telur vera í ólagi.Ingólfur Þórisson.Engar vísbendingar um brot á kjarasamningum Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landspítalans, segist í samtali við Vísi hafa rætt málin við Ara í morgun. Hann hafi tjáð sér að fyrirtækið færi í einu og öllu eftir kjarasamningum. Um það snúist deilan að því er hann telji. Hvað Landspítalann snerti sé Hreint einn af mörgum birgjum sem spítalinn skipti við. Útboðið fari fram í gegnum Ríkiskaup. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði og fara að lögum og reglum sem gildi í okkar samfélagi. „Kjarasamningar eru innan þess,“ segir Ingólfur. Engar vísbendingar hafi enn borist um að brotið sé á kjarasamningum. „Ef við fengjum slíkar vísbendingar myndum við skoða það.“220 manns starfa hjá Hreint Hreint hefur séð um ræstingar á spítalanum undanfarið ár. Tólf starfsmenn sjá um þrif á um 26 þúsund fermetra svæði. Ingólfur minnir á að fyrirtækið sé um 30 ára gamalt og ekki eins og það hafi skotið upp kollinum við þetta útboð. Fyrirtæki fái ákveðinn tíma og svo séu verkefnin boðin út á nýjan leik.Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm„Þessi umræða kom okkur á óvart. Við vitum ekki meira um þetta en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum og spjalli mínu við Ara.“ Spítalinn sé undir pressu á öllum sviðum og öll innkaup boðin út. Reynt sé að ná sem mestri hagkvæmni en þó innan þess ramma sem lögin marka. Um 220 starfsmenn vinna við ræstingar hjá Hreint. Aðspurður hversu hátt hlutfall erlends starfsfólks sé segist Ari ekki vera með þær tölur á reiðum höndum. Þróunin sé hins vegar þannig almennt í ræstingum að innlendu fólki fækki og erlendu fjölgi. Það sé meira áberandi í höfuðborginni en úti á landi.Uppfært klukkan 17:33Harpa ræddi málið í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Viðtalið má heyra í spilaranum efst í fréttinni.
Tengdar fréttir Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48 Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37 Ekki ljóst hvað mun sparast á uppsögnum Framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðins segir uppsagnir ræstitækna hluta af því að gera reksturinn hagkvæmari. Búið sé að undirbúa útboð á ræstingunum sem verði nú unnar á dagvöktum. Forsætisráðherra segist ekkert hafa vitað. 6. nóvember 2014 07:00 Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46 „Ótrúlegt atvik og vanvirða við fólkið“ Pólskt ræstingarfólk óskaði eftir að fulltrúi Eflingar sætu fund með fyrirtækinu Hreint. Hagfræðingi Eflingar var vísað af fundinum. 19. nóvember 2014 09:54 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Ræstingakonurnar voru að fá 260 þúsund krónur á mánuði Nú fá þær að hlaupa hraðar fyrir lágmarkslaun og minni réttindi en 214 þúsund krónur eru lágmarkslaun fyrir fullt starf. 5. nóvember 2014 12:48
Ríkið ræður ræstingarfólk með lægri laun og minni réttindi Stjórnarráðið hefur sagt upp átján ræstingarkonum. Lokahnykkurinn á uppsögnum ræstingarfólks í Eflingu hjá ríkinu. Flestar konurnar enda á atvinnuleysisskrá. 5. nóvember 2014 12:37
Ekki ljóst hvað mun sparast á uppsögnum Framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Stjórnarráðins segir uppsagnir ræstitækna hluta af því að gera reksturinn hagkvæmari. Búið sé að undirbúa útboð á ræstingunum sem verði nú unnar á dagvöktum. Forsætisráðherra segist ekkert hafa vitað. 6. nóvember 2014 07:00
Ríkið segir upp átján konum Konurnar eru allar íslenskar og eru á sextugs- og sjötugsaldri. Þær störfuðu við ræstingar og var starfshlutfall þeirra um 60-70 prósent. 4. nóvember 2014 16:46
„Ótrúlegt atvik og vanvirða við fólkið“ Pólskt ræstingarfólk óskaði eftir að fulltrúi Eflingar sætu fund með fyrirtækinu Hreint. Hagfræðingi Eflingar var vísað af fundinum. 19. nóvember 2014 09:54