Búa í seglskútu við Reykjavíkurhöfn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Natasha, Caribe í fangi föður síns Jay, Luna og Sol í skútunni við höfnina. vísir/vilhelm Það tekur tímann sinn að finna skútuna sem fjölskyldan býr í, einfaldlega því blaðamanni dettur ekki í hug að fimm manna fjölskylda geti búið í svo lítilli skútu og leitar sífellt að stærri bát. Loksins birtast hjónin Natasha og Jay Thompson González uppi á dekki á lítilli grárri skútu og taka á móti blaðamanni og ljósmyndara, glaðleg og bjóða okkur innilega velkomin. Gólfflöturinn í skútunni er í mesta lagi þrjátíu fermetrar en það er huggulegt andrúmsloft og rýmið er ótrúlega vel nýtt. Börnin þrjú kúra sig í einu rúminu, sem nýtist sem sófi á daginn. Eldri stelpurnar eru nýkomnar úr skólanum en sú yngsta er heima hjá foreldrum sínum yfir daginn. Það fyrsta sem blaðamanni dettur í hug að segja er að hrósa fjölskyldunni fyrir ótrúlega skipulagshæfileika. Hver blettur er vel nýttur og allt er í röð og reglu. Eldhúsið er um það bil eins metra borðplata með helluborði og stofan þar sem við setjumst til að spjalla er einnig svefnherbergi hjónanna, og klósettið við rúmgaflinn. Eftir að blaðamanni tekst að reka fætur og höfuð margsinnis í ásamt því að velta einum stól um koll vaknar spurningin hvernig Natasha fer að því að ganga hér um með vaxandi kúlu, en hún á von á sér um miðjan mars. „Hér er nóg pláss. Maður getur gert allt sem þarf að gera og fær góða líkamrækt í leiðinni,“ segir Natasha, en til að dæla sjó í vaskinn og klósettið er beitt handafli. Jay gerði upp skútuna og hannaði upp á nýtt með fjölskylduþarfir í huga á tveimur árum, á meðan fjölskyldan hafði fast aðsetur í Bandaríkjunum. Í stofunni/hjónaherberginu. Við endann er klósettið og geymslan þar sem seglin eru geymd.vísir/vilhelmFylgja sjávartakti Jay fékk mikinn áhuga á skútum fyrir um níu árum og ákvað að festa kaup á einni slíkri og breyta lífi sínu. Þá var hann bara einn. „Ég sigldi til Kosta Ríka og kynntist Natöshu þar. Hún var einstæð móðir með stelpurnar tvær, mjög ungar. Það má segja að hún hafi bara hoppað um borð,“ segir hann hlæjandi. Jay ættleiddi stúlkurnar tvær og hefur fjölskyldan ferðast á seglskútunni síðastliðin sex ár um Suður- og Mið-Ameríku. Þau ætluðu næst að fara til meginlands Evrópu en skiptu skyndilega um skoðun. „Við eignuðumst íslenskan vin og hann sagði okkur frá Íslandi. Þá ákváðum við að koma hingað og kynnast landi og þjóð,“ segir Jay og kom fjölskyldan til landsins fyrir rúmum mánuði. Það er ekkert rafmagn í bátnum en þau nota sólarrafhlöður. Það þýðir að það er ekkert sjónvarp og engin nettenging í skútunni. Stelpurnar eiga þó ferða-dvd-spilara og kannast alveg við teiknimyndina Frozen eins og önnur börn á þeirra aldri. „Annars eru þær ótrúlega duglegar við að teikna og dunda sér,“ segir Jay. „Við lifum eins og sjórinn. Ef það er gott í sjóinn þá erum við orkumikil, gerum mikið og erum úti við. Ef það er vont veður þá sofum við mikið. Sjórinn stjórnar lífsmynstrinu, það er að segja þegar við erum að sigla.“Caribe, tveggja og hálfs árs, Sol, níu ára, og Luna, átta ára kúra sig saman.vísir/vilhelmFæðir í skútunni og pabbinn tekur á móti Fjölskyldan nýtir sér nærumhverfið vel. Þau fara á Borgarbókasafnið til að komast á netið og ná sér í bækur. Stúlkurnar fara á leikvöll sem er nálægt og á hverjum degi fara þau í Bónus til að versla í matinn, enda ekkert geymslupláss og því keypt fyrir hvern dag. Eldri stelpurnar, Sol og Luna sem eru átta og níu ára, byrjuðu nýlega í Austurbæjarskóla og líkar vel. „Það er hálftíma gangur í Austurbæjarskóla og þær labba sjálfar þangað. Þær njóta frelsisins á Íslandi og finnst gaman að ganga í gegnum miðbæinn og skoða umhverfið,“ segir Natasha. „Við löbbum mikið og þær eru vanar að ganga ótrúlegar vegalengdir.“ Börnin eru vön þessum lífsstíl og í raun muna þær ekki eftir neinu öðru. „Þær voru svo ungar þegar við fluttum í skútuna en þær eru ánægðar með þetta líf. Þegar við erum lengi í landi á sama stað fara þær að suða um að fara að sigla,“ segir Jay. Hann reynir að vinna eins mikið og hann getur þegar þau hafa vetursetu lengi á sama stað og þegar stelpunum finnst vera komið nóg af fjarveru vilja þær fara aftur í ferðalag til að fá pabba í skútuna. Yngsta barnið, Caribe, sem er tveggja og hálfs árs, fæddist í skútunni þegar þau höfðu vetursetu á eyjunni Martiník. Fjórða barnið er væntanlegt um miðjan mars. „Þetta barn mun fæðast á Íslandi, við fáum lítinn Íslending,“ segir Natasha hlæjandi. „Ég ætla að fæða barnið í skútunni og Jay mun taka á móti því, eins og Caribe. Sol og Luna voru líka viðstaddar. Við settum litla laug hérna á gólfið og svo fæddist Caribe umkringd okkur öllum.“Sol sýndi okkur svefnaðstöðuna. Þarna má sjá koju, hún sefur í efri kojunni og getur híft hana upp á annarri hliðinni ef það er vont í sjóinn, svo hún detti ekki úr henni.vísir/vilhelmKynnast lífi og dauða Í fyrra missti Natasha fóstur þegar hún var gengin fimm mánuði. Hún þurfti að fara á spítala til að fæða það en fékk að fara með það heim til að grafa það með fjölskyldunni á sjávarbotni. „Stelpurnar tóku alveg jafn mikinn þátt í því og fæðingu Caribe. Þær fá að kynnast lífi og dauða á náttúrulegan hátt. Það finnst mér mun eðlilegra en þegar foreldrar fela allt sem er sársaukafullt eða óþægilegt fyrir börnunum sínum.“ Natasha og Jay segja ástæðuna fyrir skútulífinu vera einmitt tengda því að þau vilji sýna börnunum heiminn og hvernig hann lítur raunverulega út. „Ég trúi að börn læri mest í gegnum reynslu og að prófa hlutina sjálf,“ segir Natasha. „Við ferðumst á milli landa, kynnumst fólki og tungumálum. Stelpurnar finna á eigin skinni hvað menningin getur verið margslungin og ólík á milli landa en einnig að innst inni erum við öll eins. Jay segir aðlögunarhæfni stúlknanna vera aðdáunarverða. „Þær ganga bara upp að fólki og byrja að tala við það. Ef þær sjá krakka þá fara þau til þeirra og spyrja hvort þau vilji leika. Það er ekki til feimni í þeim og þær nýta hvert tækifæri til að kynnast fólki.“ Fjölskyldan eyðir mörgum stundum saman og í afar þröngu rými. Þar af leiðandi eru þau ótrúlega samrýnd. „Við vinnum saman. Stelpurnar þurfa að axla mikla ábyrgð og þurfa stundum að passa litlu systur eða elda matinn á meðan við Natasha erum kannski að basla við seglin á siglingu,“ segir Jay. „Ætli við séum ekki eins og fjölskyldur í gamla daga. Við búum í litlu plássi, hjálpumst að við dagleg verkefni, eyðum miklum tíma saman og erum þar af leiðandi afar samrýnd. Börnin kynnast einnig lífi og dauða af eigin raun og okkur finnst þetta mjög náttúruleg leið til að ala upp börnin okkar.“ „Já, við höfum ekki tækifæri til að loka okkur af,“ segir Natasha. „Þar af leiðandi eru börnin inni í okkar samræðum og taka þátt í þeim. Það eru engin leyndarmál eða fullorðinsheimur og barnaheimur. Þetta er bara okkar heimur.“ Fjölskyldan nær að lifa á vinnu Jay, sem hann fær stöku mánuði á ári, með því að vera afar sparsöm. „Við borðum mjög mikið af fiski,“ segir Jay. „Og stelpurnar eru ótrúlega góðir veiðimenn. Hér í Reykjavík erum við í góðum málum enda nóg af góðum og ferskum fiski.“ „Svo finnst okkur skyr ofboðslega gott,“ segir Natasha. „Og lambakjötið er ódýrt og mjög gott. Við eyðum ekki miklum peningum enda býður lífsstíll okkar ekki upp á það. Við borgum ekki leigu eða af íbúð. Við eigum ekki bíl og við stundum ekki skemmtanalíf. Í raun eyðum við bara í mat og við finnum út í hverju landi hvaða matur er ódýr og högum mataræðinu eftir því. Við höfum mikla aðlögunarhæfni.“Ekkert kalt á Íslandi Fjölskyldan stefnir á að vera á Íslandi fram á sumar. Þá ætla þau að ferðast í kringum landið, fara svo til meginlands Evrópu og hafa vetursetu í Frakklandi. Eftir það ætla þau að sigla til Miðjarðarhafsins. En ætla þau alltaf að búa í skútu? „Nei, þegar stelpurnar komast á unglingsaldur verðum við að finna okkur fastan samastað svo þær geti átt eðileg unglingsár og eignast vini. Sol er níu ára svo við höfum svona fjögur ár í viðbót,“ segir Natasha. Sol grípur fram í og segist ekki vilja fara í gagnfræðaskóla. „Ég vil bara sigla, já, eða fara í skóla á Íslandi. Mér finnst Ísland frábært.“ En finnst ykkur ekkert kalt hér á Íslandi? „Nei, alls ekki,“ svarar öll fjölskyldan í kór. „Við erum ekki einu sinni byrjuð að kynda,“ segir Jay. „Við höfum engar áhyggjur af vetrinum og við hlökkum til að vakna í myrkri og sofna í myrkri. Enda finnst okkur voða gott að sofa fram eftir, þetta verður svo huggulegt.“ Nú þegar Natasha hefur loksins vanist þessum nýja lífsstíl hefur hún ákveðið að gefa sér tíma til að blogga um líf þeirra í skútunni. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með þessari fallegu fjölskyldu og ævintýrum þeirra geta fylgst með skrifum hennar. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Það tekur tímann sinn að finna skútuna sem fjölskyldan býr í, einfaldlega því blaðamanni dettur ekki í hug að fimm manna fjölskylda geti búið í svo lítilli skútu og leitar sífellt að stærri bát. Loksins birtast hjónin Natasha og Jay Thompson González uppi á dekki á lítilli grárri skútu og taka á móti blaðamanni og ljósmyndara, glaðleg og bjóða okkur innilega velkomin. Gólfflöturinn í skútunni er í mesta lagi þrjátíu fermetrar en það er huggulegt andrúmsloft og rýmið er ótrúlega vel nýtt. Börnin þrjú kúra sig í einu rúminu, sem nýtist sem sófi á daginn. Eldri stelpurnar eru nýkomnar úr skólanum en sú yngsta er heima hjá foreldrum sínum yfir daginn. Það fyrsta sem blaðamanni dettur í hug að segja er að hrósa fjölskyldunni fyrir ótrúlega skipulagshæfileika. Hver blettur er vel nýttur og allt er í röð og reglu. Eldhúsið er um það bil eins metra borðplata með helluborði og stofan þar sem við setjumst til að spjalla er einnig svefnherbergi hjónanna, og klósettið við rúmgaflinn. Eftir að blaðamanni tekst að reka fætur og höfuð margsinnis í ásamt því að velta einum stól um koll vaknar spurningin hvernig Natasha fer að því að ganga hér um með vaxandi kúlu, en hún á von á sér um miðjan mars. „Hér er nóg pláss. Maður getur gert allt sem þarf að gera og fær góða líkamrækt í leiðinni,“ segir Natasha, en til að dæla sjó í vaskinn og klósettið er beitt handafli. Jay gerði upp skútuna og hannaði upp á nýtt með fjölskylduþarfir í huga á tveimur árum, á meðan fjölskyldan hafði fast aðsetur í Bandaríkjunum. Í stofunni/hjónaherberginu. Við endann er klósettið og geymslan þar sem seglin eru geymd.vísir/vilhelmFylgja sjávartakti Jay fékk mikinn áhuga á skútum fyrir um níu árum og ákvað að festa kaup á einni slíkri og breyta lífi sínu. Þá var hann bara einn. „Ég sigldi til Kosta Ríka og kynntist Natöshu þar. Hún var einstæð móðir með stelpurnar tvær, mjög ungar. Það má segja að hún hafi bara hoppað um borð,“ segir hann hlæjandi. Jay ættleiddi stúlkurnar tvær og hefur fjölskyldan ferðast á seglskútunni síðastliðin sex ár um Suður- og Mið-Ameríku. Þau ætluðu næst að fara til meginlands Evrópu en skiptu skyndilega um skoðun. „Við eignuðumst íslenskan vin og hann sagði okkur frá Íslandi. Þá ákváðum við að koma hingað og kynnast landi og þjóð,“ segir Jay og kom fjölskyldan til landsins fyrir rúmum mánuði. Það er ekkert rafmagn í bátnum en þau nota sólarrafhlöður. Það þýðir að það er ekkert sjónvarp og engin nettenging í skútunni. Stelpurnar eiga þó ferða-dvd-spilara og kannast alveg við teiknimyndina Frozen eins og önnur börn á þeirra aldri. „Annars eru þær ótrúlega duglegar við að teikna og dunda sér,“ segir Jay. „Við lifum eins og sjórinn. Ef það er gott í sjóinn þá erum við orkumikil, gerum mikið og erum úti við. Ef það er vont veður þá sofum við mikið. Sjórinn stjórnar lífsmynstrinu, það er að segja þegar við erum að sigla.“Caribe, tveggja og hálfs árs, Sol, níu ára, og Luna, átta ára kúra sig saman.vísir/vilhelmFæðir í skútunni og pabbinn tekur á móti Fjölskyldan nýtir sér nærumhverfið vel. Þau fara á Borgarbókasafnið til að komast á netið og ná sér í bækur. Stúlkurnar fara á leikvöll sem er nálægt og á hverjum degi fara þau í Bónus til að versla í matinn, enda ekkert geymslupláss og því keypt fyrir hvern dag. Eldri stelpurnar, Sol og Luna sem eru átta og níu ára, byrjuðu nýlega í Austurbæjarskóla og líkar vel. „Það er hálftíma gangur í Austurbæjarskóla og þær labba sjálfar þangað. Þær njóta frelsisins á Íslandi og finnst gaman að ganga í gegnum miðbæinn og skoða umhverfið,“ segir Natasha. „Við löbbum mikið og þær eru vanar að ganga ótrúlegar vegalengdir.“ Börnin eru vön þessum lífsstíl og í raun muna þær ekki eftir neinu öðru. „Þær voru svo ungar þegar við fluttum í skútuna en þær eru ánægðar með þetta líf. Þegar við erum lengi í landi á sama stað fara þær að suða um að fara að sigla,“ segir Jay. Hann reynir að vinna eins mikið og hann getur þegar þau hafa vetursetu lengi á sama stað og þegar stelpunum finnst vera komið nóg af fjarveru vilja þær fara aftur í ferðalag til að fá pabba í skútuna. Yngsta barnið, Caribe, sem er tveggja og hálfs árs, fæddist í skútunni þegar þau höfðu vetursetu á eyjunni Martiník. Fjórða barnið er væntanlegt um miðjan mars. „Þetta barn mun fæðast á Íslandi, við fáum lítinn Íslending,“ segir Natasha hlæjandi. „Ég ætla að fæða barnið í skútunni og Jay mun taka á móti því, eins og Caribe. Sol og Luna voru líka viðstaddar. Við settum litla laug hérna á gólfið og svo fæddist Caribe umkringd okkur öllum.“Sol sýndi okkur svefnaðstöðuna. Þarna má sjá koju, hún sefur í efri kojunni og getur híft hana upp á annarri hliðinni ef það er vont í sjóinn, svo hún detti ekki úr henni.vísir/vilhelmKynnast lífi og dauða Í fyrra missti Natasha fóstur þegar hún var gengin fimm mánuði. Hún þurfti að fara á spítala til að fæða það en fékk að fara með það heim til að grafa það með fjölskyldunni á sjávarbotni. „Stelpurnar tóku alveg jafn mikinn þátt í því og fæðingu Caribe. Þær fá að kynnast lífi og dauða á náttúrulegan hátt. Það finnst mér mun eðlilegra en þegar foreldrar fela allt sem er sársaukafullt eða óþægilegt fyrir börnunum sínum.“ Natasha og Jay segja ástæðuna fyrir skútulífinu vera einmitt tengda því að þau vilji sýna börnunum heiminn og hvernig hann lítur raunverulega út. „Ég trúi að börn læri mest í gegnum reynslu og að prófa hlutina sjálf,“ segir Natasha. „Við ferðumst á milli landa, kynnumst fólki og tungumálum. Stelpurnar finna á eigin skinni hvað menningin getur verið margslungin og ólík á milli landa en einnig að innst inni erum við öll eins. Jay segir aðlögunarhæfni stúlknanna vera aðdáunarverða. „Þær ganga bara upp að fólki og byrja að tala við það. Ef þær sjá krakka þá fara þau til þeirra og spyrja hvort þau vilji leika. Það er ekki til feimni í þeim og þær nýta hvert tækifæri til að kynnast fólki.“ Fjölskyldan eyðir mörgum stundum saman og í afar þröngu rými. Þar af leiðandi eru þau ótrúlega samrýnd. „Við vinnum saman. Stelpurnar þurfa að axla mikla ábyrgð og þurfa stundum að passa litlu systur eða elda matinn á meðan við Natasha erum kannski að basla við seglin á siglingu,“ segir Jay. „Ætli við séum ekki eins og fjölskyldur í gamla daga. Við búum í litlu plássi, hjálpumst að við dagleg verkefni, eyðum miklum tíma saman og erum þar af leiðandi afar samrýnd. Börnin kynnast einnig lífi og dauða af eigin raun og okkur finnst þetta mjög náttúruleg leið til að ala upp börnin okkar.“ „Já, við höfum ekki tækifæri til að loka okkur af,“ segir Natasha. „Þar af leiðandi eru börnin inni í okkar samræðum og taka þátt í þeim. Það eru engin leyndarmál eða fullorðinsheimur og barnaheimur. Þetta er bara okkar heimur.“ Fjölskyldan nær að lifa á vinnu Jay, sem hann fær stöku mánuði á ári, með því að vera afar sparsöm. „Við borðum mjög mikið af fiski,“ segir Jay. „Og stelpurnar eru ótrúlega góðir veiðimenn. Hér í Reykjavík erum við í góðum málum enda nóg af góðum og ferskum fiski.“ „Svo finnst okkur skyr ofboðslega gott,“ segir Natasha. „Og lambakjötið er ódýrt og mjög gott. Við eyðum ekki miklum peningum enda býður lífsstíll okkar ekki upp á það. Við borgum ekki leigu eða af íbúð. Við eigum ekki bíl og við stundum ekki skemmtanalíf. Í raun eyðum við bara í mat og við finnum út í hverju landi hvaða matur er ódýr og högum mataræðinu eftir því. Við höfum mikla aðlögunarhæfni.“Ekkert kalt á Íslandi Fjölskyldan stefnir á að vera á Íslandi fram á sumar. Þá ætla þau að ferðast í kringum landið, fara svo til meginlands Evrópu og hafa vetursetu í Frakklandi. Eftir það ætla þau að sigla til Miðjarðarhafsins. En ætla þau alltaf að búa í skútu? „Nei, þegar stelpurnar komast á unglingsaldur verðum við að finna okkur fastan samastað svo þær geti átt eðileg unglingsár og eignast vini. Sol er níu ára svo við höfum svona fjögur ár í viðbót,“ segir Natasha. Sol grípur fram í og segist ekki vilja fara í gagnfræðaskóla. „Ég vil bara sigla, já, eða fara í skóla á Íslandi. Mér finnst Ísland frábært.“ En finnst ykkur ekkert kalt hér á Íslandi? „Nei, alls ekki,“ svarar öll fjölskyldan í kór. „Við erum ekki einu sinni byrjuð að kynda,“ segir Jay. „Við höfum engar áhyggjur af vetrinum og við hlökkum til að vakna í myrkri og sofna í myrkri. Enda finnst okkur voða gott að sofa fram eftir, þetta verður svo huggulegt.“ Nú þegar Natasha hefur loksins vanist þessum nýja lífsstíl hefur hún ákveðið að gefa sér tíma til að blogga um líf þeirra í skútunni. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með þessari fallegu fjölskyldu og ævintýrum þeirra geta fylgst með skrifum hennar.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira