Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 77-80 | Enn einn sigur Snæfells á Haukum Ingvi Þór Sæmundsson Í DB Schenker-höllinni skrifar 19. nóvember 2014 14:02 Snæfell gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann þriggja stiga sigur, 77-80, á Haukum eftir framlengdan leik í kvöld, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Haukakonur naga sig eflaust fast í handarbökin að hafa ekki innbyrt sigurinn, en Hafnarfjarðarliðið var fimm stigum yfir, 69-64, þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. Þriggja stiga karfa hjá Hildi Sigurðardóttur og tvö vítaskot hjá Gunnhildi Gunnarsdóttir komu leiknum í framlengingu þar sem Snæfellskonur reyndust sterkari. Hann var ólíkur sóknarleikurinn sem liðin spiluðu í kvöld. Haukar treystu mikið á skot fyrir utan þriggja stiga línuna, en liðið tók fleiri þriggja en tveggja stiga skot í fyrri hálfleik. Og þetta herbragð heppnaðist með ágætum framan af leik, en Haukar settu niður átta þrista í fyrri hálfleik. Sólrún Inga Gísladóttir fann sig hvað best og setti niður fjóra þrista í jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleiknum. Snæfellskonur leituðu hins vegar aðallega inn í teiginn og sóttu af krafti á körfuna. Til marks um það tók liðið 16 vítaskot í fyrri hálfleik, en Haukar aðeins tvö. Gestirnir höfðu sömuleiðis mikla yfirburði í frákastabaráttunni, 27-16. Haukakonur voru yfir í upphafi leiks, en um miðjan fyrsta leikhluta tóku gestirnir við sér. Snæfell jafnaði metin og lauk fyrsta leikhluta á 8-3 spretti. Staðan að honum loknum var 19-21, gestunum í vil. Haukar skoruðu fimm fyrstu stig 2. leikhluta og voru yfir framan af honum. En aftur áttu Snæfellskonur góðan endasprett og breyttu stöðunni úr 35-33 í 35-41. LeLe Hardy sá hins vegar til þess að munurinn var aðeins þrjú stig í leikhléi með því að skora síðustu stig hálfleiksins með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Hardy hélt áfram þar sem frá var horfið í síðustu leikjum, en hún skoraði alls 39 stig, tók 13 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Hún fiskaði hins vegar „aðeins“ sjö villur í leiknum sem vekur nokkra furðu í ljósi þess hversu oft hún var í hringiðu átakana. Enda var Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, langt frá því að vera sáttur með dómarana þegar blaðamaður hitti hann að máli eftir leikinn. Þriðji leikhluti var lítið fyrir augað, en liðin skoruðu ekki síðustu fjórar og hálfu mínútu hans. Þriggja stiga skotin hjá Haukum hættu að detta og Kristen McCarthy, sem skoraði 18 stig fyrir Snæfell, í fyrri hálfleik skoraði aðeins tvö stig í þriðja leikhluta. Staðan að honum loknum var 49-49 og jafnræðið hélt áfram í fjórða leikhluta. Haukar virtust hins vegar með pálmann í höndunum undir lokin eins og áður var lýst. Lítið bar á milli liðanna í framlengingunni, en sennilega var það framlag Maríu Björnsdóttur sem réði úrslitum. Snæfellskonan skoraði fjögur stig í framlengingunni, auk þess sem hún tók mikilvæg fráköst. Það var svo McCarthy sem kláraði leikinn á vítalínunni, en Hardy þó nálægt því að jafna metin með lokaskoti leiksins. Lokatölur 77-80, Snæfelli í vil.Haukar-Snæfell 77-80 (19-21, 19-20, 11-8, 20-20, 8-11)Haukar: LeLe Hardy 39/13 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 12, Guðrún Ósk Ámundadóttir 6/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 6/8 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/3 varin skot, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Þóra Kristín Jónsdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 29/16 fráköst/8 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 18/9 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/13 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9, María Björnsdóttir 8/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1/5 fráköst.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Halldór Geir Jensson Ívar: Ótrúlegt að LeLe skyldi bara fiska sjö villur Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var sem eðlilegt er svekktur með niðurstöðuna í leik hans liðs og Snæfells í Domino's deildinni í kvöld. Haukakonur voru fimm stigum yfir þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. Snæfelli tókst hins vegar að jafna leikinn og koma honum í framlengingu þar sem gestirnir reyndust sterkari. „Hildur (Sigurðardóttir) setti niður svaka þrist og við erum svo með boltann á okkar sóknarhelmingi. Og það gekk allt upp sem við settum upp, LeLe fékk boltann og við ætluðum að láta brjóta á okkur. „En svo missum við boltann og brjótum í kjölfarið af okkur. Við vorum með unninn leik í höndunum, en hentum sigrinum frá okkur, annan leikinn í röð gegn Snæfelli,“ sagði Ívar sem var ekki sáttur með dómara leiksins, þá Sigmund Má Herbertsson og Halldór Geir Jensson, og taldi dómgæsluna halla á sitt lið. „Þetta var mjög harður leikur og bæði lið spiluðu harða vörn. Sóknirnar voru því ekki upp á sitt besta. Það vantaði framlag frá fleirum í sóknarleiknum, sérstaklega í lok fjórða leikhluta og í framlengingunni. „En ég sagði við dómarana í hálfleik að ég væri hissa á muninum á fjölda vítaskota og villna hjá liðunum, í leik þar sem þau spiluðu bæði hart. Að við skulum fá fleiri villur og þær 20 fleiri víti, ég skil ekki þennan mun í jöfnum leik. „Þær fengu miklu fleiri víti og komust inn í leikinn á því. Ég skil ekki hvernig er bara hægt að dæma á annað liðið. „Og við erum með LeLe Hardy sem sækir og sækir og sækir og ég held að hún hafi fengið sex víti í leiknum, og svo einhverja bónusa undir lokin. Hún fiskar bara sjö villur, sem er í raun ótrúlegt. „Mér fannst munurinn liggja að vissu leyti þarna. Ég var ekkert ósáttur með stelpurnar, mér fannst þær leggja sig fram. Þetta var harður leikur tveggja sterkra liða og því niður lágum við í valnum í dag,“ sagði Ívar að lokum.Ingi Þór: Við Hanna Birna erum í fríi Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kátur eftir nauman sigur Íslandsmeistaranna á Haukum í Schenker-höllinni í kvöld. „Við erum mjög ánægðar með sjálfa okkur að hafa klárað þennan leik og ekki spilað betur. „Haukarnir eru með gott lið og sýndu það í kvöld, hittu frábærlega í fyrri hálfleik og settu niður átta þrista. En við náðum að halda því niðri í seinni hálfleik. „Það var vinnusemin sem hélt okkur inni í leiknum. Vinnusemin í fráköstunum var alveg til fyrirmyndar og svo settum við vítaskotin niður undir lokin,“ sagði Ingi. Snæfell átti í miklum vandræðum í sókninni undir lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða og skoraði ekki í sjö mínútur. Hvað fannst Inga fara úrskeiðis á þeim kafla í leiknum? „Við vorum að reyna allt of mikið upp á eigin spýtur og það var auðveldara að dekka okkur. Við erum ekki einn-á-einn lið. „Við erum lið og þurfum að gera þetta saman eins og við gerðum undir lokin,“ sagði Ingi sem fékk ansi broslega tæknivillu í leik karlaliðs Snæfells og KR í síðustu viku fyrir að segja við dómara leiksins: „Ég er ekki Hanna Birna“. En lét hann brandarana eiga sig í kvöld? „Nei, nei. Nú erum við Hanna Birna, vinkona mín, í fríi,“ sagði Ingi léttur að lokum.Leiklýsing: Haukar - SnæfellLeik lokið | 77-80 | Lokaskot Hardy geigar! Snæfell vinnur Hauka enn einu sinni.45. mín | 77-80 | Guðrún Ósk setur aðeins annað af tveimur vítaskotum niður, Haukar brjóta í kjölfarið á McCarthy sem setur bæði vítin sín niður. Heimakonur hafa eina sekúndu til að koma skoti á körfuna.45. mín | 76-78 | Auður Íris Ólafsdóttir jafnar metin, en María Björnsdóttir svarar með tveimur vítaskotum. Hún er komin með fjögur stig í framlengingunni. Hardy og Hildur eru báðar komnar með fjórar villur, en Dagbjört hefur lokið leik. Hún fékk sína fimmtu villu nú rétt í þessu.43. mín | 72-74 | Hildur setti niður ótrúlegt skot í hraðaupphlaupi áður en Hardy og Berglind skoruðu sitt hvort stigið af vítalínunni.41. mín | 71-71 | Sylvía Rún skorar fyrstu stig framlengingarinnar, en McCarthy jafnar með tveimur vítaskotum.Venjulegum leiktíma lokið | 69-69 | Lokaskot Hardy, sem var merkilega frítt, geigar og Snæfellskonur ná heldur ekki að skora. Við erum á leið í framlengingu.40. mín | 69-69 | Gunnhildur stelur boltanum og í kjölfarið brýtur Dagbjört á henni. Hún setur bæði vítin niður og jafnar leikinn. 40. mín | 69-67 | Guðrún Ósk skorar eftir magnaða sendingu frá Hardy. Hildur tekur boltann upp og neglir niður snöggum þristi. Tveggja stiga munur, 23 sekúndur eftir.40. mín | 67-64 | McCarthy tekur sterkt sóknarfrákast og skilar boltanum ofan í. Þriggja stiga munur. 37 sekúndur eftir.39. mín | 67-62 | Hardy setur niður tvö vítaskot og kemur Haukum fimm stigum yfir.38. mín | 63-61 | Guðrún Ósk Ámundadóttir setur niður þrist og skorar sín fyrstu stig í leiknum. Hún valdi ágætis tíma fyrir það.36. mín | 59-57 | Fjögur stig í röð frá Haukum. Lesist LeLe Hardy. Hún er komin með 33 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar.34. mín | 55-57 | Eftir mikla stigaþurrð er Snæfell búið að skora átta stig á skömmum tíma.32. mín | 51-49 | Haukafólk er ekki sátt með dómara leiksins eftir að Hildur virtist brjóta á Hardy í hraðaupphlaupi, en ekkert var dæmt. McCarthy er aðeins komin með tvö stig í seinni hálfleik og Snæfell er ekki búið að skora í sjö mínútur.Þriðja leikhluta lokið | 49-49 | Liðin skoruðu ekki síðustu fjóra og hálfa mínútu þriðja leikhluta! Það fór bara ekkert niður. Þriggja stiga nýting Hauka versnaði til muna í leikhlutanum, en liðið skoraði aðeins eina þriggja stiga körfu í honum.29. mín | 49-49 | Liðunum gengur ekkert að skora þessa stundina, sama hvað þau reyna. Snæfell er enn yfir í fráköstunum, 35-27.27. mín | 49-49 | LeLe Hardy er mögnuð. Hún er komin með níu stig í þriðja leikhluta, af þeim 11 sem Haukar hafa skorað. McCarthy fær smá hvíld þessa stundina.25. mín | 45-49 | Hildur eykur muninn í fjögur stig með góðu skoti. Hún er komin með 11 stig og fimm fráköst. Hardy er lang stigahæst heimakvenna með 25 stig.22. mín | 40-45 | McCarthy kemur gestunum fimm stigum yfir, en Hardy svarar með þristi - sínum þriðja. Sigmundur Már Herbertsson, annar dómari leiksins, aðvarar þjálfara liðanna fyrir tuð.Seinni hálfleikur hafinn | 38-43 | Berglind skorar fyrstu stig seinni hálfleiks.Fyrri hálfleik lokið | 38-41 | Jafn leikur hér í Schenker-höllinni. Snæfell skoraði átta stig í röð áður en Hardy skoraði lokakörfu hálfleiksins þegar hún setti niður áttunda þrist heimakvenna í fyrri hálfleik. Snæfell er komið með tvö. Hardy er atkvæðamest hjá Haukum með 18 stig, fjögur fráköst og fjórar stoðsendingar. Sólrún kemur næst með 12 stig. McCarthy er með 13 stig og sex fráköst fyrir Snæfell.19. mín | 35-35 | Hardy rífur niður sóknarfrákast og skorar, en Gunnhildur svarar með sinni annarri körfu í leiknum.17. mín | 31-31 | Allt jafnt sem stendur. Snæfell er að vinna frákastabaráttuna 23-12.15. mín | 29-27 | Haukakonur eru að hitta mjög vel (47%) fyrir utan þriggja stiga línuna, þó engin betur en Sólrún sem er búin að setja fjóra þrista niður.12. mín | 24-21 | Haukar byrja annan leikhluta á 5-0 spretti. Hardy og McCarthy eru utan vallar þessa stundina.Fyrsta leikhluta lokið | 19-21 | Snæfellskonur enduðu fyrsta leikhlutann betur, en Sólrún Inga sá til þess að munurinn er aðeins tvö stig með ævintýralegum flautuþrist, spjaldið og ofan í. Hún er komin með sex stig hjá Haukum, en Hardy er stigahæst með sjö. McCarthy er stigahæst Snæfellskvenna með níu stig, auk þess sem hún hefur tekið sex fráköst.8. mín | 13-13 | Berglind Gunnarsdóttir jafnar leikinn eftir sendingu frá Gunnhildi, systur sinni, sem lék með Haukum í fyrra.6. mín | 11-8 | McCarthy minnkar muninn í þrjú stig af vítalínunni. Hún er komin með sjö af átta stigum Snæfells. Hardy skoraði áðan fyrstu stig Haukakvenna inni í teig, en fyrstu níu stigin komu úr þriggja stiga skotum.4. mín | 6-4 | Hardy setur niður þrist og kemur sér á blað.1. mín | 3-2 | Dagbjört Samúelsdóttir skorar þriggja stiga körfu fyrir Hauka, en McCarthy svarar með stökkskoti.Fyrir leik: Það eru í kringum 30 áhorfendur hér í Schenker-höllinni. Og engin leikmannakynning heldur.Fyrir leik: Ingi Þór Steinþórsson þjálfar bæði karla- og kvennalið Snæfells. Hann fékk ansi skrautlega tæknivillu í karlaliðsins gegn KR í Stykkishólmi á dögunum, eins og lesa má um hér. Það er spurning hvort Ingi láti brandarana eiga sig í kvöld eða hvort þeir falli betur í kramið hjá dómurunum sem dæma hér í kvöld.Fyrir leik: Landa Hardy, Kristen McCarthy, er stigahæst í liði Snæfells á tímabilinu, með 22,9 stig að meðaltali í leik. Hún hefur einnig tekið 12,1 frákast og gefið 3,4 stoðsendingar. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, kemur næst í stigaskorun, með 16,4 stig að meðaltali í leik, auk 7,4 frákasta og 5,3 stoðsendinga.Fyrir leik: Ofurkonan LeLe Hardy er í aðalhlutverki í liði Hauka, en þessi 26 ára gamla Bandaríkjakona er með magnaða tölfræði á tímabilinu. Hún er stigahæst allra í Domino's deildinni, með 29,3 stig að meðaltali í leik. Hardy er sömuleiðis frákastahæst, með 20,7 fráköst að meðaltali í leik. Hún hefur einnig gefið flestar stoðsendingar í liði Hauka (4,7), stolið flestum boltum (5,1) og varið flest skot (1,1). Þá fiskar Hardy að meðaltali 7,9 villur á mótherja sína í leik.Fyrir leik: Haukastúlkum þyrstir eflaust í sigur gegn Snæfelli eftir úrslit í síðustu viðureignum liðanna. Snæfell tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í vor eftir þrjá sigra á Haukum í úrslitaviðureigninni, Snæfellskonur unnu Hauka sömuleiðis í Meistarakeppni KKÍ í haust og unnu einnig leik liðanna í fyrstu umferð Domino's deildarinnar 8. október sl. Það er eini tapleikur Hauka í deildinni til þessa.Fyrir leik: Liðin eru jöfn í 2.-3. sæti deildarinnar, með 12 stig, eftir sex sigurleiki og eitt tap. Keflavík situr í toppsæti deildarinnar, einnig með 12 stig.Fyrir leik: Góða kvöldið. Hér verður fylgst með leik Hauka og Snæfells í 8. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta.Berglind Gunnarsdóttir er hér sloppin í gegn. Vísir/Stefán Dominos-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Snæfell gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn og vann þriggja stiga sigur, 77-80, á Haukum eftir framlengdan leik í kvöld, en fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Haukakonur naga sig eflaust fast í handarbökin að hafa ekki innbyrt sigurinn, en Hafnarfjarðarliðið var fimm stigum yfir, 69-64, þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. Þriggja stiga karfa hjá Hildi Sigurðardóttur og tvö vítaskot hjá Gunnhildi Gunnarsdóttir komu leiknum í framlengingu þar sem Snæfellskonur reyndust sterkari. Hann var ólíkur sóknarleikurinn sem liðin spiluðu í kvöld. Haukar treystu mikið á skot fyrir utan þriggja stiga línuna, en liðið tók fleiri þriggja en tveggja stiga skot í fyrri hálfleik. Og þetta herbragð heppnaðist með ágætum framan af leik, en Haukar settu niður átta þrista í fyrri hálfleik. Sólrún Inga Gísladóttir fann sig hvað best og setti niður fjóra þrista í jafnmörgum tilraunum í fyrri hálfleiknum. Snæfellskonur leituðu hins vegar aðallega inn í teiginn og sóttu af krafti á körfuna. Til marks um það tók liðið 16 vítaskot í fyrri hálfleik, en Haukar aðeins tvö. Gestirnir höfðu sömuleiðis mikla yfirburði í frákastabaráttunni, 27-16. Haukakonur voru yfir í upphafi leiks, en um miðjan fyrsta leikhluta tóku gestirnir við sér. Snæfell jafnaði metin og lauk fyrsta leikhluta á 8-3 spretti. Staðan að honum loknum var 19-21, gestunum í vil. Haukar skoruðu fimm fyrstu stig 2. leikhluta og voru yfir framan af honum. En aftur áttu Snæfellskonur góðan endasprett og breyttu stöðunni úr 35-33 í 35-41. LeLe Hardy sá hins vegar til þess að munurinn var aðeins þrjú stig í leikhléi með því að skora síðustu stig hálfleiksins með skoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Hardy hélt áfram þar sem frá var horfið í síðustu leikjum, en hún skoraði alls 39 stig, tók 13 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Hún fiskaði hins vegar „aðeins“ sjö villur í leiknum sem vekur nokkra furðu í ljósi þess hversu oft hún var í hringiðu átakana. Enda var Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, langt frá því að vera sáttur með dómarana þegar blaðamaður hitti hann að máli eftir leikinn. Þriðji leikhluti var lítið fyrir augað, en liðin skoruðu ekki síðustu fjórar og hálfu mínútu hans. Þriggja stiga skotin hjá Haukum hættu að detta og Kristen McCarthy, sem skoraði 18 stig fyrir Snæfell, í fyrri hálfleik skoraði aðeins tvö stig í þriðja leikhluta. Staðan að honum loknum var 49-49 og jafnræðið hélt áfram í fjórða leikhluta. Haukar virtust hins vegar með pálmann í höndunum undir lokin eins og áður var lýst. Lítið bar á milli liðanna í framlengingunni, en sennilega var það framlag Maríu Björnsdóttur sem réði úrslitum. Snæfellskonan skoraði fjögur stig í framlengingunni, auk þess sem hún tók mikilvæg fráköst. Það var svo McCarthy sem kláraði leikinn á vítalínunni, en Hardy þó nálægt því að jafna metin með lokaskoti leiksins. Lokatölur 77-80, Snæfelli í vil.Haukar-Snæfell 77-80 (19-21, 19-20, 11-8, 20-20, 8-11)Haukar: LeLe Hardy 39/13 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Sólrún Inga Gísladóttir 12, Guðrún Ósk Ámundadóttir 6/6 fráköst, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 6/8 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 5/6 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/3 varin skot, Dagbjört Samúelsdóttir 3, Þóra Kristín Jónsdóttir 2.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 29/16 fráköst/8 stolnir, Hildur Sigurðardóttir 18/9 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/13 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 9, María Björnsdóttir 8/10 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, Rebekka Rán Karlsdóttir 2, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 1/5 fráköst.Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Halldór Geir Jensson Ívar: Ótrúlegt að LeLe skyldi bara fiska sjö villur Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var sem eðlilegt er svekktur með niðurstöðuna í leik hans liðs og Snæfells í Domino's deildinni í kvöld. Haukakonur voru fimm stigum yfir þegar hálf mínúta var eftir af leiknum. Snæfelli tókst hins vegar að jafna leikinn og koma honum í framlengingu þar sem gestirnir reyndust sterkari. „Hildur (Sigurðardóttir) setti niður svaka þrist og við erum svo með boltann á okkar sóknarhelmingi. Og það gekk allt upp sem við settum upp, LeLe fékk boltann og við ætluðum að láta brjóta á okkur. „En svo missum við boltann og brjótum í kjölfarið af okkur. Við vorum með unninn leik í höndunum, en hentum sigrinum frá okkur, annan leikinn í röð gegn Snæfelli,“ sagði Ívar sem var ekki sáttur með dómara leiksins, þá Sigmund Má Herbertsson og Halldór Geir Jensson, og taldi dómgæsluna halla á sitt lið. „Þetta var mjög harður leikur og bæði lið spiluðu harða vörn. Sóknirnar voru því ekki upp á sitt besta. Það vantaði framlag frá fleirum í sóknarleiknum, sérstaklega í lok fjórða leikhluta og í framlengingunni. „En ég sagði við dómarana í hálfleik að ég væri hissa á muninum á fjölda vítaskota og villna hjá liðunum, í leik þar sem þau spiluðu bæði hart. Að við skulum fá fleiri villur og þær 20 fleiri víti, ég skil ekki þennan mun í jöfnum leik. „Þær fengu miklu fleiri víti og komust inn í leikinn á því. Ég skil ekki hvernig er bara hægt að dæma á annað liðið. „Og við erum með LeLe Hardy sem sækir og sækir og sækir og ég held að hún hafi fengið sex víti í leiknum, og svo einhverja bónusa undir lokin. Hún fiskar bara sjö villur, sem er í raun ótrúlegt. „Mér fannst munurinn liggja að vissu leyti þarna. Ég var ekkert ósáttur með stelpurnar, mér fannst þær leggja sig fram. Þetta var harður leikur tveggja sterkra liða og því niður lágum við í valnum í dag,“ sagði Ívar að lokum.Ingi Þór: Við Hanna Birna erum í fríi Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kátur eftir nauman sigur Íslandsmeistaranna á Haukum í Schenker-höllinni í kvöld. „Við erum mjög ánægðar með sjálfa okkur að hafa klárað þennan leik og ekki spilað betur. „Haukarnir eru með gott lið og sýndu það í kvöld, hittu frábærlega í fyrri hálfleik og settu niður átta þrista. En við náðum að halda því niðri í seinni hálfleik. „Það var vinnusemin sem hélt okkur inni í leiknum. Vinnusemin í fráköstunum var alveg til fyrirmyndar og svo settum við vítaskotin niður undir lokin,“ sagði Ingi. Snæfell átti í miklum vandræðum í sókninni undir lok þriðja leikhluta og í byrjun þess fjórða og skoraði ekki í sjö mínútur. Hvað fannst Inga fara úrskeiðis á þeim kafla í leiknum? „Við vorum að reyna allt of mikið upp á eigin spýtur og það var auðveldara að dekka okkur. Við erum ekki einn-á-einn lið. „Við erum lið og þurfum að gera þetta saman eins og við gerðum undir lokin,“ sagði Ingi sem fékk ansi broslega tæknivillu í leik karlaliðs Snæfells og KR í síðustu viku fyrir að segja við dómara leiksins: „Ég er ekki Hanna Birna“. En lét hann brandarana eiga sig í kvöld? „Nei, nei. Nú erum við Hanna Birna, vinkona mín, í fríi,“ sagði Ingi léttur að lokum.Leiklýsing: Haukar - SnæfellLeik lokið | 77-80 | Lokaskot Hardy geigar! Snæfell vinnur Hauka enn einu sinni.45. mín | 77-80 | Guðrún Ósk setur aðeins annað af tveimur vítaskotum niður, Haukar brjóta í kjölfarið á McCarthy sem setur bæði vítin sín niður. Heimakonur hafa eina sekúndu til að koma skoti á körfuna.45. mín | 76-78 | Auður Íris Ólafsdóttir jafnar metin, en María Björnsdóttir svarar með tveimur vítaskotum. Hún er komin með fjögur stig í framlengingunni. Hardy og Hildur eru báðar komnar með fjórar villur, en Dagbjört hefur lokið leik. Hún fékk sína fimmtu villu nú rétt í þessu.43. mín | 72-74 | Hildur setti niður ótrúlegt skot í hraðaupphlaupi áður en Hardy og Berglind skoruðu sitt hvort stigið af vítalínunni.41. mín | 71-71 | Sylvía Rún skorar fyrstu stig framlengingarinnar, en McCarthy jafnar með tveimur vítaskotum.Venjulegum leiktíma lokið | 69-69 | Lokaskot Hardy, sem var merkilega frítt, geigar og Snæfellskonur ná heldur ekki að skora. Við erum á leið í framlengingu.40. mín | 69-69 | Gunnhildur stelur boltanum og í kjölfarið brýtur Dagbjört á henni. Hún setur bæði vítin niður og jafnar leikinn. 40. mín | 69-67 | Guðrún Ósk skorar eftir magnaða sendingu frá Hardy. Hildur tekur boltann upp og neglir niður snöggum þristi. Tveggja stiga munur, 23 sekúndur eftir.40. mín | 67-64 | McCarthy tekur sterkt sóknarfrákast og skilar boltanum ofan í. Þriggja stiga munur. 37 sekúndur eftir.39. mín | 67-62 | Hardy setur niður tvö vítaskot og kemur Haukum fimm stigum yfir.38. mín | 63-61 | Guðrún Ósk Ámundadóttir setur niður þrist og skorar sín fyrstu stig í leiknum. Hún valdi ágætis tíma fyrir það.36. mín | 59-57 | Fjögur stig í röð frá Haukum. Lesist LeLe Hardy. Hún er komin með 33 stig, 10 fráköst og fimm stoðsendingar.34. mín | 55-57 | Eftir mikla stigaþurrð er Snæfell búið að skora átta stig á skömmum tíma.32. mín | 51-49 | Haukafólk er ekki sátt með dómara leiksins eftir að Hildur virtist brjóta á Hardy í hraðaupphlaupi, en ekkert var dæmt. McCarthy er aðeins komin með tvö stig í seinni hálfleik og Snæfell er ekki búið að skora í sjö mínútur.Þriðja leikhluta lokið | 49-49 | Liðin skoruðu ekki síðustu fjóra og hálfa mínútu þriðja leikhluta! Það fór bara ekkert niður. Þriggja stiga nýting Hauka versnaði til muna í leikhlutanum, en liðið skoraði aðeins eina þriggja stiga körfu í honum.29. mín | 49-49 | Liðunum gengur ekkert að skora þessa stundina, sama hvað þau reyna. Snæfell er enn yfir í fráköstunum, 35-27.27. mín | 49-49 | LeLe Hardy er mögnuð. Hún er komin með níu stig í þriðja leikhluta, af þeim 11 sem Haukar hafa skorað. McCarthy fær smá hvíld þessa stundina.25. mín | 45-49 | Hildur eykur muninn í fjögur stig með góðu skoti. Hún er komin með 11 stig og fimm fráköst. Hardy er lang stigahæst heimakvenna með 25 stig.22. mín | 40-45 | McCarthy kemur gestunum fimm stigum yfir, en Hardy svarar með þristi - sínum þriðja. Sigmundur Már Herbertsson, annar dómari leiksins, aðvarar þjálfara liðanna fyrir tuð.Seinni hálfleikur hafinn | 38-43 | Berglind skorar fyrstu stig seinni hálfleiks.Fyrri hálfleik lokið | 38-41 | Jafn leikur hér í Schenker-höllinni. Snæfell skoraði átta stig í röð áður en Hardy skoraði lokakörfu hálfleiksins þegar hún setti niður áttunda þrist heimakvenna í fyrri hálfleik. Snæfell er komið með tvö. Hardy er atkvæðamest hjá Haukum með 18 stig, fjögur fráköst og fjórar stoðsendingar. Sólrún kemur næst með 12 stig. McCarthy er með 13 stig og sex fráköst fyrir Snæfell.19. mín | 35-35 | Hardy rífur niður sóknarfrákast og skorar, en Gunnhildur svarar með sinni annarri körfu í leiknum.17. mín | 31-31 | Allt jafnt sem stendur. Snæfell er að vinna frákastabaráttuna 23-12.15. mín | 29-27 | Haukakonur eru að hitta mjög vel (47%) fyrir utan þriggja stiga línuna, þó engin betur en Sólrún sem er búin að setja fjóra þrista niður.12. mín | 24-21 | Haukar byrja annan leikhluta á 5-0 spretti. Hardy og McCarthy eru utan vallar þessa stundina.Fyrsta leikhluta lokið | 19-21 | Snæfellskonur enduðu fyrsta leikhlutann betur, en Sólrún Inga sá til þess að munurinn er aðeins tvö stig með ævintýralegum flautuþrist, spjaldið og ofan í. Hún er komin með sex stig hjá Haukum, en Hardy er stigahæst með sjö. McCarthy er stigahæst Snæfellskvenna með níu stig, auk þess sem hún hefur tekið sex fráköst.8. mín | 13-13 | Berglind Gunnarsdóttir jafnar leikinn eftir sendingu frá Gunnhildi, systur sinni, sem lék með Haukum í fyrra.6. mín | 11-8 | McCarthy minnkar muninn í þrjú stig af vítalínunni. Hún er komin með sjö af átta stigum Snæfells. Hardy skoraði áðan fyrstu stig Haukakvenna inni í teig, en fyrstu níu stigin komu úr þriggja stiga skotum.4. mín | 6-4 | Hardy setur niður þrist og kemur sér á blað.1. mín | 3-2 | Dagbjört Samúelsdóttir skorar þriggja stiga körfu fyrir Hauka, en McCarthy svarar með stökkskoti.Fyrir leik: Það eru í kringum 30 áhorfendur hér í Schenker-höllinni. Og engin leikmannakynning heldur.Fyrir leik: Ingi Þór Steinþórsson þjálfar bæði karla- og kvennalið Snæfells. Hann fékk ansi skrautlega tæknivillu í karlaliðsins gegn KR í Stykkishólmi á dögunum, eins og lesa má um hér. Það er spurning hvort Ingi láti brandarana eiga sig í kvöld eða hvort þeir falli betur í kramið hjá dómurunum sem dæma hér í kvöld.Fyrir leik: Landa Hardy, Kristen McCarthy, er stigahæst í liði Snæfells á tímabilinu, með 22,9 stig að meðaltali í leik. Hún hefur einnig tekið 12,1 frákast og gefið 3,4 stoðsendingar. Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði Snæfells, kemur næst í stigaskorun, með 16,4 stig að meðaltali í leik, auk 7,4 frákasta og 5,3 stoðsendinga.Fyrir leik: Ofurkonan LeLe Hardy er í aðalhlutverki í liði Hauka, en þessi 26 ára gamla Bandaríkjakona er með magnaða tölfræði á tímabilinu. Hún er stigahæst allra í Domino's deildinni, með 29,3 stig að meðaltali í leik. Hardy er sömuleiðis frákastahæst, með 20,7 fráköst að meðaltali í leik. Hún hefur einnig gefið flestar stoðsendingar í liði Hauka (4,7), stolið flestum boltum (5,1) og varið flest skot (1,1). Þá fiskar Hardy að meðaltali 7,9 villur á mótherja sína í leik.Fyrir leik: Haukastúlkum þyrstir eflaust í sigur gegn Snæfelli eftir úrslit í síðustu viðureignum liðanna. Snæfell tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í vor eftir þrjá sigra á Haukum í úrslitaviðureigninni, Snæfellskonur unnu Hauka sömuleiðis í Meistarakeppni KKÍ í haust og unnu einnig leik liðanna í fyrstu umferð Domino's deildarinnar 8. október sl. Það er eini tapleikur Hauka í deildinni til þessa.Fyrir leik: Liðin eru jöfn í 2.-3. sæti deildarinnar, með 12 stig, eftir sex sigurleiki og eitt tap. Keflavík situr í toppsæti deildarinnar, einnig með 12 stig.Fyrir leik: Góða kvöldið. Hér verður fylgst með leik Hauka og Snæfells í 8. umferð Domino's deildar kvenna í körfubolta.Berglind Gunnarsdóttir er hér sloppin í gegn. Vísir/Stefán
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum