Lögreglustjóri hugsanlega brotið lög og gæti þurft að víkja Heimir Már Pétursson skrifar 19. nóvember 2014 19:20 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að víkja úr embætti ákveði ríkissaksóknari að rannsaka afhendingu hennar á trúnaðargögnum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra, eins og hann hljóti að gera að mati hæstaréttarlögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Engin augljós lagastoð sé fyrir því að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn um einstök mál í rannsókn. Nýskipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki orðið við ítrekuðum beiðnum fréttastofunnar um viðtal vegna þessa máls og vísar til yfirlýsingar sem hún sendi fjölmiðlum í gær. En þar kemur fram að þegar hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum sendi hún aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um mál Tony Omos á sama tíma og mál hans voru enn til rannsóknar hjá embætti hennar. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk Guðjónsdóttur í þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu án auglýsingar í lok júlí. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá í gær kemur fram að hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Omos daginn sem fréttir byggðar á leka hans birtust í fjölmiðlum.Sýnist þér eðlilegt að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn með þessum hætti?„Nei það er fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Lögreglustjórinn þarf auðvitað að skýra það út á grundvelli hvaða lagaheimildar hann afhendir þessi gögn til pólitísks aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Og eftir að hafa farið í gegnum lögin og skoðað þetta mál sé ég ekki hvaða lagaheimild það getur verið. Ég held að þetta sé fullkomlega ólögmætt. Án lagastoðar hafi lögreglustjórinn því hugsanlega brotið lög. „Þá verður að telja að lögreglustjórinn hafi eftir atvikum gerst sekur um brot á þagnarskyldu samkvæmt lögreglulögum og almennum hegningarlögum. Það er háalvarlegt mál,“ segir Vilhjálmur. Það geti skipt máli hvort það var aðstoðarmaðurinn eða ráðherrann sjálfur sem óskaði eftir gögnunum. Afhending þeirra virðist hafa farið fram með mjög óformlegum hætti. „Ég er ekki að segja að það sé ekki mögulegt að í einhverjum tilvikum eigi stjórnvald rétt á upplýsingum frá lögreglu um einstök mál. En það er þá gert með formlegum bréfasamskiptum og það liggur þá fyrir hver tilgangurinn er með upplýsingaöfluninni. Það er ekki þannig í þessu tilviki. Því miður,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Það sé almennt ekki eðlilegt að ráðherra eða aðstoðarmenn hans séu að hnýsast í mál sem séu í rannsókn. Fyrir utan að lögreglulög gerir ráð fyrri að Ríkislögreglustjóri fari með vald ráðherra varðandi yfirstjórn og eftirlit með lögreglunni. „Ég tel að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þurfi að víkja ef ríkissaksóknari tekur þetta mál til rannsóknar eins og embættið hlýtur að gera,“ segir Vilhjálmur. Hann segir röð samskipta aðstoðarmannsins fyrrverandi og lögreglustjórans í þessum málum einnig vekja athygli. „Ef það er rétt sem fram hefur komið að lögreglustjórinn hefur haft frumkvæði að því að hringja í aðstoðarmanninn er það auðvitað ennþá alvarlega en hitt,“ segir Vilhjálmur. En það hefur einnig verið nefnt að innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og lekamálið bar sem hæst. „Nú erum við komin í pólitíkina sem ég er ekki endilega sérfræðingur í. En lögin eru þannig að það varðar aukna refsingu ef viðkomandi hefur haft ávinning af broti sínu,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Lekamálið Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hlýtur að víkja úr embætti ákveði ríkissaksóknari að rannsaka afhendingu hennar á trúnaðargögnum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra, eins og hann hljóti að gera að mati hæstaréttarlögmannsins Vilhjálms H. Vilhjálmssonar. Engin augljós lagastoð sé fyrir því að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn um einstök mál í rannsókn. Nýskipaður lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki orðið við ítrekuðum beiðnum fréttastofunnar um viðtal vegna þessa máls og vísar til yfirlýsingar sem hún sendi fjölmiðlum í gær. En þar kemur fram að þegar hún var lögreglustjóri á Suðurnesjum sendi hún aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um mál Tony Omos á sama tíma og mál hans voru enn til rannsóknar hjá embætti hennar. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk Guðjónsdóttur í þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu án auglýsingar í lok júlí. Í yfirlýsingu Sigríðar Bjarkar frá í gær kemur fram að hún afhenti Gísla Frey Valdórssyni greinargerð um Omos daginn sem fréttir byggðar á leka hans birtust í fjölmiðlum.Sýnist þér eðlilegt að lögreglustjóri afhendi aðstoðarmanni ráðherra gögn með þessum hætti?„Nei það er fullkomlega óeðlilegt að mínu mati. Lögreglustjórinn þarf auðvitað að skýra það út á grundvelli hvaða lagaheimildar hann afhendir þessi gögn til pólitísks aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Og eftir að hafa farið í gegnum lögin og skoðað þetta mál sé ég ekki hvaða lagaheimild það getur verið. Ég held að þetta sé fullkomlega ólögmætt. Án lagastoðar hafi lögreglustjórinn því hugsanlega brotið lög. „Þá verður að telja að lögreglustjórinn hafi eftir atvikum gerst sekur um brot á þagnarskyldu samkvæmt lögreglulögum og almennum hegningarlögum. Það er háalvarlegt mál,“ segir Vilhjálmur. Það geti skipt máli hvort það var aðstoðarmaðurinn eða ráðherrann sjálfur sem óskaði eftir gögnunum. Afhending þeirra virðist hafa farið fram með mjög óformlegum hætti. „Ég er ekki að segja að það sé ekki mögulegt að í einhverjum tilvikum eigi stjórnvald rétt á upplýsingum frá lögreglu um einstök mál. En það er þá gert með formlegum bréfasamskiptum og það liggur þá fyrir hver tilgangurinn er með upplýsingaöfluninni. Það er ekki þannig í þessu tilviki. Því miður,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður. Það sé almennt ekki eðlilegt að ráðherra eða aðstoðarmenn hans séu að hnýsast í mál sem séu í rannsókn. Fyrir utan að lögreglulög gerir ráð fyrri að Ríkislögreglustjóri fari með vald ráðherra varðandi yfirstjórn og eftirlit með lögreglunni. „Ég tel að lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þurfi að víkja ef ríkissaksóknari tekur þetta mál til rannsóknar eins og embættið hlýtur að gera,“ segir Vilhjálmur. Hann segir röð samskipta aðstoðarmannsins fyrrverandi og lögreglustjórans í þessum málum einnig vekja athygli. „Ef það er rétt sem fram hefur komið að lögreglustjórinn hefur haft frumkvæði að því að hringja í aðstoðarmanninn er það auðvitað ennþá alvarlega en hitt,“ segir Vilhjálmur. En það hefur einnig verið nefnt að innanríkisráðherra skipaði Sigríði Björk í embætti lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og lekamálið bar sem hæst. „Nú erum við komin í pólitíkina sem ég er ekki endilega sérfræðingur í. En lögin eru þannig að það varðar aukna refsingu ef viðkomandi hefur haft ávinning af broti sínu,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Lekamálið Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira