Blússandi barnabókasala Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2014 13:00 Það hefur ávallt gefist vel að gefa út bækur fyrir blessuð börnin, og nú sem aldrei fyrr. Á nýjum Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með nýjustu bók sína Kamp Knox. Þetta þarf ekki að koma neinum þeim sem fylgist með gangi sölu bóka fyrir jólin á óvart, þannig hefur þetta verið undanfarin ár. Arnaldur lætur ekki þar við sitja heldur fer beina leið í þriðja sæti listans yfir mest seldu bækur ársins eftir aðeins 16 daga sölu. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. En, það eru ekki glæpasögur sem einkenna listann yfir söluhæstu bækurnar. Þeir eru mættir grimmir til leiks, nú sem í fyrra, barnabókahöfundarnir Vilhelm Anton Jónsson og Gunnar Helgason með bækur sínar, Vísindabók Villa 2 og Gula spjaldið í Gautaborg. Og ógna veldi Arnaldar. Vísir fylgdist grannt með gangi mála í fyrra og þá gaf Villi það út að hann ætlaði sér að hrinda kóngnum af stalli sínum. En, spurt er að leikslokum. „Þetta er fjórða bók Gunnars um Jón Jónsson og fótboltafélaga hans en fyrri bækur hafa allar notið fádæma vinsælda. Það má svo rifja upp að fyrir ári síðan skiptust Arnaldur og Vilhelm á að verma efsta sæti listans fram að jólum svo spennandi verður að fylgjast með þeim félögum á næstu vikum,“ segir Bryndís sem bendir á að óvenju mikil barnabókasala einkennir fyrri helming mánaðarins. Auk Vísindabókar Villa og Gula spjaldsins í Gautaborg má finna þrjár barnabækur til viðbótar á meðal 10 mest seldu bókanna. En listinn er meðfylgjandi og gaman að rýna í hann. Auk barnabóka þá virðist það gefast vel að fjalla um hannyrðir í bók og bjór; Stefán Pálsson sagnfræðingur og nautnaseggur er mættur til leiks með sína bjórbók og ætlar sér ugglaust sinn skerf af kökunni þegar sala bókarinnar er annars vegar.Söluhæstu titlar Bóksölulistans 1.-16. nóvember 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Galdrabók Einars Miakels.. Einar Miakel 5. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 6. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 7. Stóra heklbókin May Corfield 8. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 9. Náðarstund Hannah Kent 10. Bjór - Umhverfis jörðina á 120 tegundum Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Á nýjum Bóksölulista Félags íslenskra bókaútgefenda trónir Arnaldur Indriðason á toppnum með nýjustu bók sína Kamp Knox. Þetta þarf ekki að koma neinum þeim sem fylgist með gangi sölu bóka fyrir jólin á óvart, þannig hefur þetta verið undanfarin ár. Arnaldur lætur ekki þar við sitja heldur fer beina leið í þriðja sæti listans yfir mest seldu bækur ársins eftir aðeins 16 daga sölu. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá Bryndísi Loftsdóttur, framkvæmdastjóra Félags íslenskra bókaútgefenda. En, það eru ekki glæpasögur sem einkenna listann yfir söluhæstu bækurnar. Þeir eru mættir grimmir til leiks, nú sem í fyrra, barnabókahöfundarnir Vilhelm Anton Jónsson og Gunnar Helgason með bækur sínar, Vísindabók Villa 2 og Gula spjaldið í Gautaborg. Og ógna veldi Arnaldar. Vísir fylgdist grannt með gangi mála í fyrra og þá gaf Villi það út að hann ætlaði sér að hrinda kóngnum af stalli sínum. En, spurt er að leikslokum. „Þetta er fjórða bók Gunnars um Jón Jónsson og fótboltafélaga hans en fyrri bækur hafa allar notið fádæma vinsælda. Það má svo rifja upp að fyrir ári síðan skiptust Arnaldur og Vilhelm á að verma efsta sæti listans fram að jólum svo spennandi verður að fylgjast með þeim félögum á næstu vikum,“ segir Bryndís sem bendir á að óvenju mikil barnabókasala einkennir fyrri helming mánaðarins. Auk Vísindabókar Villa og Gula spjaldsins í Gautaborg má finna þrjár barnabækur til viðbótar á meðal 10 mest seldu bókanna. En listinn er meðfylgjandi og gaman að rýna í hann. Auk barnabóka þá virðist það gefast vel að fjalla um hannyrðir í bók og bjór; Stefán Pálsson sagnfræðingur og nautnaseggur er mættur til leiks með sína bjórbók og ætlar sér ugglaust sinn skerf af kökunni þegar sala bókarinnar er annars vegar.Söluhæstu titlar Bóksölulistans 1.-16. nóvember 1. Kamp Knox Arnaldur Indriðason 2. Vísindabók Villa 2 Vilhelm Anton Jónsson 3. Gula spjaldið í Gautaborg Gunnar Helgason 4. Galdrabók Einars Miakels.. Einar Miakel 5. Frozen matreiðslubókin Siggi Hall / Walt Disney 6. Útkall : Örlagaskotið Óttar Sveinsson 7. Stóra heklbókin May Corfield 8. Frozen hárbókin Theodóra Mjöll / Walt Disney 9. Náðarstund Hannah Kent 10. Bjór - Umhverfis jörðina á 120 tegundum Stefán Pálsson / Höskuldur Sæmundsson / Rán Flygenring
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira