Körfubolti

Vlade Divac hefur engu gleymt

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Vlade fagnar með Jack Nicholson félaga sínum.
Vlade fagnar með Jack Nicholson félaga sínum. vísir/getty
Serbneski miðherjinn Vlade Divac sem gerði garðinn frægan á árum áður með Los Angeles Lakers, Charlotte Hornets og Sacramento Kings í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum vann 90.000 dali til góðgerðamála á dögunum.

Stuðningsmaður Los Angeles Lakers var kallaður út á völl til að reyna sig við skot frá miðju og vildi svo til að stuðningsmaðurinn var enginn annar en Vlade Divac.

Divac sem var þekktastur fyrir vinnu sína undir og í kringum körfuna þó hann hafi verið afbrags skotmaður. Divac gerði sér lítið fyrir og setti skotið af miðju beint niður og vann 90.000 dali til góðgerðamála að eigin vali.

Divac  ákvað að skipta peningunum á milli síns eigin góðgerðafélags og góðgerðafélags fyrir ungmenni sem Lakers heldur utan um.

Körfuna dýrmætu má sjá hér að neðan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×