Hefði aldrei tekið starfið að sér ef hún treysti sér ekki í það Heimir Már Pétursson, Jón Hákon Halldórsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 4. desember 2014 14:22 Ólöf er hér á ríkisráðsfundinum á Bessastöðum í dag. Vísir/GVA Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum ríkisráðsfundi í dag þar sem hún tók við embætti innanríkisráðherra. Aðspurð hvort hún hafi þurft að hugsa sig um segir Ólöf svo hafa verið. „Já, ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði.“Hvað réð mestu um að þú ákvaðst að taka þetta að þér? „Það var sambland af nokkrum hlutum. Ég hugsaði auðvitað um fjölskylduna og mína persónulegu hagi og það verkefni sem framundan er. Sannleikurinn er auðvitað bara sá að þegar maður er beðinn um að taka að sér slíkt verkefni eins og þetta er þá fannst mér ég alls ekki getað skorast undan því að gera það.“Sjá einnig: Ragnheiður varð fyrir vonbrigðumNú hefur þú verið að glíma við veikindi. Ertu nógu stálslegin til þess að taka þetta að þér? „Já, ég hefði aldrei nokkurn tímann látið mér detta í hug að taka þetta að mér ef ég treysti mér ekki til þess. Þetta er starf af þeim toga að maður verður að gefa sig allan í það og það mun ég gera.“ Ólöf vill ekki segja til um hvort það verði breytingar með komu hennar í innanríkisráðuneytið. Hún segist nú þurfa að kynnast starfsfólki ráðuneytisins og átta sig á þeim verkefnum sem þar eru framundan.Hvað finnst þér svona mest spennandi við að fara í þetta ráðuneyti? „Það er svo ótal margt. Það eru auðvitað dómsmálin sem hafa nú lengi átt hug minn. Samgöngumálin, ég steig nú mín fyrstu skref á vinnumarkaðnum í samgönguráðuneytinu þannig að ég þekki ýmislegt þar líka. Sveitarstjórnarmálin, og það er í rauninni hvert einasta verkefni í ráðuneytinu er mikilvægt.“ Þá segist Ólöf jafnframt líta svo á að að sé eðlilegt skref að sameina dómsmálaráðuneytið aftur innanríkisráðuneytinu, þrátt fyrir að sjálfstæðismenn hafi gagnrýnt sameiningu á sínum tíma. Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25 „Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22 Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01 Vildi frekar vera forseti Alþingis en ráðherra Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. 4. desember 2014 13:28 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Ólöf Nordal segir að það hafi komið sér mjög á óvart þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, bað hana um að taka að sér embætti innanríkisráðherra. Þetta sagði hún í samtali við blaðamenn að loknum ríkisráðsfundi í dag þar sem hún tók við embætti innanríkisráðherra. Aðspurð hvort hún hafi þurft að hugsa sig um segir Ólöf svo hafa verið. „Já, ég þurfti að gera það. Ég hugleiddi þetta mjög vel á þeim tíma sem ég hafði.“Hvað réð mestu um að þú ákvaðst að taka þetta að þér? „Það var sambland af nokkrum hlutum. Ég hugsaði auðvitað um fjölskylduna og mína persónulegu hagi og það verkefni sem framundan er. Sannleikurinn er auðvitað bara sá að þegar maður er beðinn um að taka að sér slíkt verkefni eins og þetta er þá fannst mér ég alls ekki getað skorast undan því að gera það.“Sjá einnig: Ragnheiður varð fyrir vonbrigðumNú hefur þú verið að glíma við veikindi. Ertu nógu stálslegin til þess að taka þetta að þér? „Já, ég hefði aldrei nokkurn tímann látið mér detta í hug að taka þetta að mér ef ég treysti mér ekki til þess. Þetta er starf af þeim toga að maður verður að gefa sig allan í það og það mun ég gera.“ Ólöf vill ekki segja til um hvort það verði breytingar með komu hennar í innanríkisráðuneytið. Hún segist nú þurfa að kynnast starfsfólki ráðuneytisins og átta sig á þeim verkefnum sem þar eru framundan.Hvað finnst þér svona mest spennandi við að fara í þetta ráðuneyti? „Það er svo ótal margt. Það eru auðvitað dómsmálin sem hafa nú lengi átt hug minn. Samgöngumálin, ég steig nú mín fyrstu skref á vinnumarkaðnum í samgönguráðuneytinu þannig að ég þekki ýmislegt þar líka. Sveitarstjórnarmálin, og það er í rauninni hvert einasta verkefni í ráðuneytinu er mikilvægt.“ Þá segist Ólöf jafnframt líta svo á að að sé eðlilegt skref að sameina dómsmálaráðuneytið aftur innanríkisráðuneytinu, þrátt fyrir að sjálfstæðismenn hafi gagnrýnt sameiningu á sínum tíma.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26 Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12 Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25 „Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22 Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01 Vildi frekar vera forseti Alþingis en ráðherra Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. 4. desember 2014 13:28 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18
Pétur Blöndal er vonsvikinn „Mér líst vel á nýjan ráðherra en átti ekki von á þessu,“ segir Pétur Blöndal. 4. desember 2014 13:26
Mætti ekki á ríkisráðsfund Hanna Birna Kristjánsdóttir mætti ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. 4. desember 2014 13:12
Ólöf Nordal mætt á ríkisráðsfund Ólöf verður næsti innanríkisráðherra í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. 4. desember 2014 13:25
„Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart. 4. desember 2014 13:22
Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun. 4. desember 2014 11:01
Vildi frekar vera forseti Alþingis en ráðherra Formaður Sjálfstæðisflokksins bauð Einar K. Guðfinnssyni að verða ráðherra sama dag og lá fyrir að Hanna Birna Kristjánsdóttir ætlaði að segja af sér. Hann afþakkaði. 4. desember 2014 13:28