Samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu mætti Hanna Birna Kristjánsdóttir ekki á ríkisráðsfundinn sem nú fer fram á Bessastöðum. Á fundinum tekur Ólöf Nordal formlega við embætti innanríkisráðherra en skipun hennar var kynnt í morgun.
Bjarni Benediktsson greindi frá því í samtali við fjölmiðla að loknum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun að daginn sem Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína hefði hann haft samband við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis. Einar afþakkaði hins vegar ráðherrastöðuna. Það var svo um kvöldmatarleytið í gær sem Bjarni tilkynnti Ólöfu ákvörðun sína.
„Ég er mjög þakklát,“ segir Ólöf í samtali við Vísi. Hún mun gegna öllum þeim skyldum sem Hanna Birna gegndi eftir síðustu kosningar og Ögmundur Jónasson á undan henni. Það er, öllum þeim verkefnum sem áður heyrðu undir dómsmálaráðuneytið og samgönguráðuneytið.
Uppfært klukkan 14:20
Samkvæmt upplýsingum Vísis frá Hönnu Birnu var hún ekki boðuð á ríkisráðsfundinn og mætti því ekki.
Uppfært klukkan 15:20
Sigurður Már Jónsson, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir í samtali við Vísi að Hanna Birna hafi fengið sama boð og allir ráðherrar á ríkisráðsfundinn í dag.
Mætti ekki á ríkisráðsfund

Tengdar fréttir

Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra
Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær.

„Að sjálfsögðu verður maður fyrir vonbrigðum“
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist vera í pólitík til þess að hafa áhrif. Skipun Ólafar Nordal í embætti innanríkisráðherra hafi komið þingflokknum mjög á óvart.

Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær
Bjarni Benediktsson ræddi síðast í gær við Einar K. Guðfinnsson um skipan í ráðherraembætti. Um kvöldmatarleytið tilkynnti hann svo Ólöfu Nordal að hann hefði tekið endanlega ákvörðun.