Endanleg ákvörðun um nýjan ráðherra tekin í gær Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. desember 2014 11:01 Bjarni Benediktsson tók endanlega ákvörðun um ráðherraskipan í gærkvöldi. Hér ræðir hann við fréttamenn að loknum þingflokksfundi í morgun. Vísir/ GVA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók endanlega ákvörðun um skipan nýs innanríkisráðherra um kvöldmatarleytið í gær. Hann tjáði blaðamönnum þetta að loknum þingflokksfundi í morgun. Hann vill ekki segja hvenær hann bað Ólöfu Nordal fyrst um að taka að sér embættið. „Ég ætla að geyma það sem trúnaðarmál milli mín og hennar. En eins og gefur að skilja þá þurfti ég að biðja hana um að íhuga þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Það var ekki fyrr en eftir kvöldmat í gærkvöldi að ég setti mig í samband við hana og sagði henni að ég væri kominn að endanlegri niðurstöðu,“ sagði Bjarni við blaðamenn. Bjarni segist hafa rætt við Einar K. Guðfinnsson, forseta þingsins, um að taka embættið að sér. „Það er rétt að sama dag og Hanna Birna tjáði mér að hún myndi óska lausnar úr embætti, þá setti ég mig í samband við Einar Kristinn og bað hann um að íhuga það hvort hann vildi koma og leysa hana af hólmi. Við höfum í millitíðinni átt nokkur samtöl, síðast í gær, og niðurstaðan er sú að hann óskar ekki eftir því að það verði gerðar breytingar á hans stöðu,“ sagði Bjarni. Hann hafi þá ekkert verið að þrýsta frekar á um það og því hafi hann gert þessa tillögu. Aðspurður hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé sáttur við að fá utanþingsmanneskju í starfið sagðist Bjarni hafa sest niður með þingmönnum og rætt málin undanfarna daga. „Og ég hef orðið þess áskynja í þeim samtölum sem ég hef átt að þingmenn gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið óvenjulegar aðstæður sem við stöndum frammi fyrir. Það sem hefur verið mér efst í huga í þessu og ég óskaði eftir skilningi þingflokksins á því er að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að fá manneskju sem getur leyst verkefnin vel af hendi, landi og þjóð til heilla. Einhverri sem við getum öll treyst. Einhverri sem sjálfstæðismenn og landsmenn allir geta treyst til verksins. Og ég tel að með því að leggja Ólöfu Nordal til að þá séum við að uppfylla öll þessi skilyrði. Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, tók endanlega ákvörðun um skipan nýs innanríkisráðherra um kvöldmatarleytið í gær. Hann tjáði blaðamönnum þetta að loknum þingflokksfundi í morgun. Hann vill ekki segja hvenær hann bað Ólöfu Nordal fyrst um að taka að sér embættið. „Ég ætla að geyma það sem trúnaðarmál milli mín og hennar. En eins og gefur að skilja þá þurfti ég að biðja hana um að íhuga þetta fyrir nokkrum dögum síðan. Það var ekki fyrr en eftir kvöldmat í gærkvöldi að ég setti mig í samband við hana og sagði henni að ég væri kominn að endanlegri niðurstöðu,“ sagði Bjarni við blaðamenn. Bjarni segist hafa rætt við Einar K. Guðfinnsson, forseta þingsins, um að taka embættið að sér. „Það er rétt að sama dag og Hanna Birna tjáði mér að hún myndi óska lausnar úr embætti, þá setti ég mig í samband við Einar Kristinn og bað hann um að íhuga það hvort hann vildi koma og leysa hana af hólmi. Við höfum í millitíðinni átt nokkur samtöl, síðast í gær, og niðurstaðan er sú að hann óskar ekki eftir því að það verði gerðar breytingar á hans stöðu,“ sagði Bjarni. Hann hafi þá ekkert verið að þrýsta frekar á um það og því hafi hann gert þessa tillögu. Aðspurður hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sé sáttur við að fá utanþingsmanneskju í starfið sagðist Bjarni hafa sest niður með þingmönnum og rætt málin undanfarna daga. „Og ég hef orðið þess áskynja í þeim samtölum sem ég hef átt að þingmenn gera sér grein fyrir því að þetta eru svolítið óvenjulegar aðstæður sem við stöndum frammi fyrir. Það sem hefur verið mér efst í huga í þessu og ég óskaði eftir skilningi þingflokksins á því er að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að fá manneskju sem getur leyst verkefnin vel af hendi, landi og þjóð til heilla. Einhverri sem við getum öll treyst. Einhverri sem sjálfstæðismenn og landsmenn allir geta treyst til verksins. Og ég tel að með því að leggja Ólöfu Nordal til að þá séum við að uppfylla öll þessi skilyrði.
Tengdar fréttir Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Sjá meira
Ólöf Nordal verður innanríkisráðherra Bjarni Benediktsson tilkynnti Ólöfu Nordal ákvörðun sína um kvöldmatarleytið í gær. 4. desember 2014 10:18