Sjálfsmorðssveitin er stjörnum prýdd 4. desember 2014 16:30 Jared Leto er á meðal leikara í Suicide Squad. Vísir/Getty Jared Leto, Will Smith, Tom Hardy, Margot Robbie, Jai Courtney og fyrirsætan Cara Delevingne leika í nýrri mynd Warner Bros., Suicide Squad. Hún er byggð á myndasögu DC og fjallar um hóp ofurhetjuillmenna sem stjórnvöld veita tækifæri til að bæta ráð sitt. Vandamálið er að tækifærið mun líklega verða til þess að þau munu öll deyja. Orðrómur um leikarana í myndinni hefur lengi verið í gangi en frumsýning er fyrirhuguð 5. ágúst 2016. Leikstjóri verður David Ayer sem hefur leikstýrt Fury og End of Watch. „Við hlökkum til að sjá þetta frábæra leikaralið undir leiðsögn Davids Ayer, sýna hvað það þýðir að vera illmenni og hvað það þýðir að vera hetja,“ sagði Greg Silverman, forseti Warner Bros. Að sögn innanbúðarmanna er Jesse Eisenberg í viðræðum um að leika Lex Luthor í myndinni, að því er Variety greindi frá. Hann mun leika sama hlutverk í Batman versus Superman: Dawn of Justice. Suicide Squad verður fyrsta mynd Jareds Leto síðan hann vann Óskarinn fyrir hlutverk sitt í Dallas Buyers Club. Smith og Robbie (úr The Wolf of Wall Street) sjást næst í myndinni Focus, en Hardy er aftur á móti þessa dagana að leika í The Revenant á móti Leonardo DiCaprio. Hún er væntanleg í bíó eftir ár. Enska fyrirsætan Delevingne sést næst á hvíta tjaldinu í myndinni Pan sem fjallar um ævintýri Péturs Pan. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Jared Leto, Will Smith, Tom Hardy, Margot Robbie, Jai Courtney og fyrirsætan Cara Delevingne leika í nýrri mynd Warner Bros., Suicide Squad. Hún er byggð á myndasögu DC og fjallar um hóp ofurhetjuillmenna sem stjórnvöld veita tækifæri til að bæta ráð sitt. Vandamálið er að tækifærið mun líklega verða til þess að þau munu öll deyja. Orðrómur um leikarana í myndinni hefur lengi verið í gangi en frumsýning er fyrirhuguð 5. ágúst 2016. Leikstjóri verður David Ayer sem hefur leikstýrt Fury og End of Watch. „Við hlökkum til að sjá þetta frábæra leikaralið undir leiðsögn Davids Ayer, sýna hvað það þýðir að vera illmenni og hvað það þýðir að vera hetja,“ sagði Greg Silverman, forseti Warner Bros. Að sögn innanbúðarmanna er Jesse Eisenberg í viðræðum um að leika Lex Luthor í myndinni, að því er Variety greindi frá. Hann mun leika sama hlutverk í Batman versus Superman: Dawn of Justice. Suicide Squad verður fyrsta mynd Jareds Leto síðan hann vann Óskarinn fyrir hlutverk sitt í Dallas Buyers Club. Smith og Robbie (úr The Wolf of Wall Street) sjást næst í myndinni Focus, en Hardy er aftur á móti þessa dagana að leika í The Revenant á móti Leonardo DiCaprio. Hún er væntanleg í bíó eftir ár. Enska fyrirsætan Delevingne sést næst á hvíta tjaldinu í myndinni Pan sem fjallar um ævintýri Péturs Pan.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein