Birtu laun Rogen og Franco fyrir The Interview Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2014 13:55 James Franco og Seth Rogen. Vísir/AFP Hakkarar sem taldir eru vera tengdir Norður-Kóreu birtu í dag laun leikaranna Seth Rogen og James Franco fyrir myndina The Interview. Upplýsingarnar voru hluti skjala sem tekin voru í tölvuárás á höfuðstöðvar kvikmyndadeildar Sony í Kaliforníu. Seth Rogen fær 8,4 milljónir dala í laun, sem samsvarar rétt rúmum milljarði króna. James Franco fær 6,5 milljónir dala, eða rúmar 800 milljónir króna. Kvikmyndin The Interview segir sögu tveggja fréttamanna sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þeir dragast svo inn í áætlun CIA sem gengur út að ráða Kim Jong-un af lífi. Á vef Business Insider er rifjað upp hve harkalega yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust við þegar söguþráður myndarinnar var gerður opinber. Meðal annars sögðu þeir myndina vera stríðsyfirlýsingu og hryðjuverk. Þá hótuðu þeir miskunnarlausum viðbrögðum. Þá segir frá því að öryggissérfræðingar hafi fundið kóða í kerfi Sony sem sé alveg eins og kóði sem fannst eftir árás á banka og sjónvarpsstöðvar í Suður-Kóreu. Tölvuárásir á fleiri fyrirtæki í Bandaríkjunum, eins og Home Depot, sem raktar hafa verið til Norður-Kóreu. Seth Rogen hefur þó komið myndinni til varnar á Twitter. „Persónulega er mér alveg sama þó myndin komi fram við Kim, þar sem hann er illur. Það er þó ekki ætlunin. Norður-Kóra hefur framleitt heilu tonnin af áróðursmyndum sem sýna eyðileggingu Bandaríkjanna,“ hefur Business Insider eftir Seth Rogen. Í árásinni á tölvukerfi Sony var kvikmyndum lekið sem jafnvel höfðu ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum, auk mikilla gagna. Þar á meðal far skjal sem innihélt lykilorð, laun og margt fleira. Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hakkarar sem taldir eru vera tengdir Norður-Kóreu birtu í dag laun leikaranna Seth Rogen og James Franco fyrir myndina The Interview. Upplýsingarnar voru hluti skjala sem tekin voru í tölvuárás á höfuðstöðvar kvikmyndadeildar Sony í Kaliforníu. Seth Rogen fær 8,4 milljónir dala í laun, sem samsvarar rétt rúmum milljarði króna. James Franco fær 6,5 milljónir dala, eða rúmar 800 milljónir króna. Kvikmyndin The Interview segir sögu tveggja fréttamanna sem ætla að taka viðtal við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Þeir dragast svo inn í áætlun CIA sem gengur út að ráða Kim Jong-un af lífi. Á vef Business Insider er rifjað upp hve harkalega yfirvöld í Norður-Kóreu brugðust við þegar söguþráður myndarinnar var gerður opinber. Meðal annars sögðu þeir myndina vera stríðsyfirlýsingu og hryðjuverk. Þá hótuðu þeir miskunnarlausum viðbrögðum. Þá segir frá því að öryggissérfræðingar hafi fundið kóða í kerfi Sony sem sé alveg eins og kóði sem fannst eftir árás á banka og sjónvarpsstöðvar í Suður-Kóreu. Tölvuárásir á fleiri fyrirtæki í Bandaríkjunum, eins og Home Depot, sem raktar hafa verið til Norður-Kóreu. Seth Rogen hefur þó komið myndinni til varnar á Twitter. „Persónulega er mér alveg sama þó myndin komi fram við Kim, þar sem hann er illur. Það er þó ekki ætlunin. Norður-Kóra hefur framleitt heilu tonnin af áróðursmyndum sem sýna eyðileggingu Bandaríkjanna,“ hefur Business Insider eftir Seth Rogen. Í árásinni á tölvukerfi Sony var kvikmyndum lekið sem jafnvel höfðu ekki verið sýndar í kvikmyndahúsum, auk mikilla gagna. Þar á meðal far skjal sem innihélt lykilorð, laun og margt fleira.
Bíó og sjónvarp Sony-hakkið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein