Uppsett en óreglulegt Vera Einarsdóttir skrifar 4. desember 2014 16:00 Greiðslan á að vera óregluleg. Hana ættu allir að geta gert. MYND/STEFÁN Um hátíðarnar getur verið gaman að setja hárið upp. Það vill svo til að frjálslegar greiðslur eru í tísku og því um að gera að spreyta sig. Bryndís Rán Magnúsdóttir festi nýverið kaup á hárgreiðslustofunni Rauðhettu & úlfinum á Skólavörðustíg 8 ásamt Margréti Eddu Einarsdóttur. Hún féllst á að gefa hugmynd að einfaldri jólagreiðslu sem allir ættu að geta leikið eftir. Hún segir greiðslur núorðið frekar frjálslegar og að þær eigi frekar að vera óreglulegar en stífar. Hanakamburinn á meðfylgjandi myndum er í þeim anda. Hvað varðar hártískuna að öðru leyti segir hún mjög sítt hár á undanhaldi og að margar konur láti klippa hárið rétt neðan við axlir. Þegar kemur að litum segir hún tvenns konar mjög ólíka strauma ríkjandi. Annars vegar eru það náttúrulegir litir og fíngerðar strípur og hins vegar kaldir hvítir tónar með bleiku og jafnvel sægrænu ívafi.1. Byrjið á því að blása hárið upp úr góðri froðu. Bryndís notaði volume mousse frá label.m. Því næst krullaði hún hárið með Rod 3 krullujárni frá HH Simonsen. Hún segir jafnframt gott að setja þurrsjampó í rótina til að fá frekari lyftingu. 2. Skiptið hárinu næst í þrennt. Neðri hlutarnir tveir eru teknir hvor fyrir sig í tagl í hnakkanum. Staðsetning þeirra ákvarðar hvernig kamburinn liggur á höfðinu. Hægt er að hafa bæði töglin fyrir miðju eða út til hliðanna. Setjið líka teygju í efsta hlutann, aðeins til hliðar við miðju.3. Túberið krullurnar í hvoru aftara taglinu fyrir sig létt með fingrunum. Leggið þær óreglulega niður og festið með litlum spennum.4. Fléttið toppinn. Dragið hárið til í fléttunni svo hún líti út fyrir að vera stærri. Leggið fléttuna í hring og felið endann með lítilli spennu.5. Eftir að hárið hefur verið lagt niður með spennum er um að gera að draga til í greiðslunni og hafa hana sem óreglulegasta.6. Að lokum er hárið spreyja. Bryndís notaði Hold & gloss frá label.m. Fyrirsæta: Máney Eva Einarsdóttir. Förðun: Eva Rún Einarsdóttir. Kjóll: Suit, Skólavörðustíg. Jólafréttir Mest lesið Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Allir eiga sinn jólasokk Jól Gyðingakökur Jól Rúsínukökur Jólin Kjöt í stað jólakorta Jól
Um hátíðarnar getur verið gaman að setja hárið upp. Það vill svo til að frjálslegar greiðslur eru í tísku og því um að gera að spreyta sig. Bryndís Rán Magnúsdóttir festi nýverið kaup á hárgreiðslustofunni Rauðhettu & úlfinum á Skólavörðustíg 8 ásamt Margréti Eddu Einarsdóttur. Hún féllst á að gefa hugmynd að einfaldri jólagreiðslu sem allir ættu að geta leikið eftir. Hún segir greiðslur núorðið frekar frjálslegar og að þær eigi frekar að vera óreglulegar en stífar. Hanakamburinn á meðfylgjandi myndum er í þeim anda. Hvað varðar hártískuna að öðru leyti segir hún mjög sítt hár á undanhaldi og að margar konur láti klippa hárið rétt neðan við axlir. Þegar kemur að litum segir hún tvenns konar mjög ólíka strauma ríkjandi. Annars vegar eru það náttúrulegir litir og fíngerðar strípur og hins vegar kaldir hvítir tónar með bleiku og jafnvel sægrænu ívafi.1. Byrjið á því að blása hárið upp úr góðri froðu. Bryndís notaði volume mousse frá label.m. Því næst krullaði hún hárið með Rod 3 krullujárni frá HH Simonsen. Hún segir jafnframt gott að setja þurrsjampó í rótina til að fá frekari lyftingu. 2. Skiptið hárinu næst í þrennt. Neðri hlutarnir tveir eru teknir hvor fyrir sig í tagl í hnakkanum. Staðsetning þeirra ákvarðar hvernig kamburinn liggur á höfðinu. Hægt er að hafa bæði töglin fyrir miðju eða út til hliðanna. Setjið líka teygju í efsta hlutann, aðeins til hliðar við miðju.3. Túberið krullurnar í hvoru aftara taglinu fyrir sig létt með fingrunum. Leggið þær óreglulega niður og festið með litlum spennum.4. Fléttið toppinn. Dragið hárið til í fléttunni svo hún líti út fyrir að vera stærri. Leggið fléttuna í hring og felið endann með lítilli spennu.5. Eftir að hárið hefur verið lagt niður með spennum er um að gera að draga til í greiðslunni og hafa hana sem óreglulegasta.6. Að lokum er hárið spreyja. Bryndís notaði Hold & gloss frá label.m. Fyrirsæta: Máney Eva Einarsdóttir. Förðun: Eva Rún Einarsdóttir. Kjóll: Suit, Skólavörðustíg.
Jólafréttir Mest lesið Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Allir eiga sinn jólasokk Jól Gyðingakökur Jól Rúsínukökur Jólin Kjöt í stað jólakorta Jól