Fiskeldi orðið stærra en fiskveiðar í heiminum Kristján Már Unnarsson skrifar 24. júní 2014 16:00 Laxar í sjókvíum Fjarðalax á Vestfjörðum. Mynd/Fjarðalax. Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. Aukin fiskneysla og hækkandi fiskverð hafa ýtt verulega undir fiskeldi í heiminum. Þetta kemur fram í grein Financial Times sem byggð er á tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Stofnunin spáir því að neysla eldisfisks verði 10,3 kíló að meðaltali á hvern íbúa jarðar á þessu ári og vaxi um 4,4 prósent frá því í fyrra. Á sama tíma er því spáð að neysla á villtum fiski dragist saman um 1,5 prósent og verði 9,7 kíló að meðaltali á mann í ár. Það er einkum aukin fiskneysla í Bandaríkjunum og Evrópu samfara hægum efnahagsbata sem skýrir vaxandi spurn eftir fiskmeti. Eina leiðin til að fullnægja þessari nýju eftirspurn er fiskeldi, hefur Financial Times eftir sérfræðingi. Ein afleiðing vaxandi fiskeldis er talin verða stöðugra fiskverð í framtíðinni þar sem rannsóknir sýni að verð á eldisfiski sveiflast minna heldur en verð á veiddum fiski. Einstaka greinar fiskeldis eru sagðar eiga fullt í fangi með að mæta vaxandi eftirspurn, svo sem vegna fisksjúkdóma og loftlagsbreytinga, og eru laxeldi og rækjueldi nefnd í því sambandi. Þá muni aukning fiskeldis þrýsta fóðurverði upp, einnig vegna samdráttar í veiðum á ansjósu og öðrum uppsjávartegundum sem nýtast í fiskeldisfóður. Á sama tíma standi villtum fiskistofnun ógn af ofveiði, mengun og loftlagsbreytingum. Fisksjúkdómar eru þó talin alvarlegasta ógn fiskeldis. Þannig hafi rækjueldi í Suðaustur-Asíu orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna sýkinga, einnig laxeldi í Chile og ostrueldi í Frakklandi. Það sé því áskorun fyrir fiskeldið að tileinka sér góða búskaparhætti, að mati sérfræðings Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem bendir á að landbúnaðurinn hafi öldum saman lært að kljást við margskyns sjúkdóma í búfjáreldi. Fiskeldi hafi á hinn bóginn aðeins haft fáar kynslóðir til að takast á við verkefnið. Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Fiskur sem alinn er upp í kvíum og tjörnum er í fyrsta sinn orðinn stærri hluti af máltíðum jarðarbúa heldur en veiddur villtur fiskur. Aukin fiskneysla og hækkandi fiskverð hafa ýtt verulega undir fiskeldi í heiminum. Þetta kemur fram í grein Financial Times sem byggð er á tölum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Stofnunin spáir því að neysla eldisfisks verði 10,3 kíló að meðaltali á hvern íbúa jarðar á þessu ári og vaxi um 4,4 prósent frá því í fyrra. Á sama tíma er því spáð að neysla á villtum fiski dragist saman um 1,5 prósent og verði 9,7 kíló að meðaltali á mann í ár. Það er einkum aukin fiskneysla í Bandaríkjunum og Evrópu samfara hægum efnahagsbata sem skýrir vaxandi spurn eftir fiskmeti. Eina leiðin til að fullnægja þessari nýju eftirspurn er fiskeldi, hefur Financial Times eftir sérfræðingi. Ein afleiðing vaxandi fiskeldis er talin verða stöðugra fiskverð í framtíðinni þar sem rannsóknir sýni að verð á eldisfiski sveiflast minna heldur en verð á veiddum fiski. Einstaka greinar fiskeldis eru sagðar eiga fullt í fangi með að mæta vaxandi eftirspurn, svo sem vegna fisksjúkdóma og loftlagsbreytinga, og eru laxeldi og rækjueldi nefnd í því sambandi. Þá muni aukning fiskeldis þrýsta fóðurverði upp, einnig vegna samdráttar í veiðum á ansjósu og öðrum uppsjávartegundum sem nýtast í fiskeldisfóður. Á sama tíma standi villtum fiskistofnun ógn af ofveiði, mengun og loftlagsbreytingum. Fisksjúkdómar eru þó talin alvarlegasta ógn fiskeldis. Þannig hafi rækjueldi í Suðaustur-Asíu orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna sýkinga, einnig laxeldi í Chile og ostrueldi í Frakklandi. Það sé því áskorun fyrir fiskeldið að tileinka sér góða búskaparhætti, að mati sérfræðings Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem bendir á að landbúnaðurinn hafi öldum saman lært að kljást við margskyns sjúkdóma í búfjáreldi. Fiskeldi hafi á hinn bóginn aðeins haft fáar kynslóðir til að takast á við verkefnið.
Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira