Innlent

Kokkalandsliðið býður upp á þorsk og lambamjöðm

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hópurinn sem keppir í dag fyrir hönd kokkalandsliðsins í heitum réttum.
Hópurinn sem keppir í dag fyrir hönd kokkalandsliðsins í heitum réttum.
Heimsmeistarakeppnin í matreiðslu er hafin í Lúxemborg. Í dag er keppt í heitum réttum og hefur sex manna hópur úr íslenska kokkalandsliðinu 6 klukkutíma til að matreiða þriggja rétta máltíð fyrir dómar og 110 gesti. Undirbúningur fyrir keppnina hefur staðið yfir í 18 mánuði.

Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota íslenskt hráefni í matargerðina. Hráefnið var flutt sérstaklega til Lúxemborg.

Á matseðli landsliðsins í dag eru meðal annars hægeldaður íslenskur þorskur og pönnusteiktur humar í forrétt og grilluð lambamjöðm í aðalrétt.

Heimsmeistarakeppnin, Culinary World Cup, er haldin á fjögurra ára fresti. Þar mætast eitt þúsund af færustu kokkum heimsins sem keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Keppnin hófst í gær og stendur í 5 daga verða. Um 105 lið frá 5 heimsálfum á taka þátt.

Í kokkalandsliðinu eru: Hafliði Halldórsson faglegur framkvæmdastjóri liðsins, Þráinn Freyr Vigfússon fyrirliði Lava Bláa lónið, Viktor Örn Andrésson liðsstjóri Lava Bláa lónið, Fannar Vernharðsson VOX, Bjarni Siguróli Jakobsson Slippbarinn, Ylfa Helgadóttir Kopar, Hafsteinn Ólafsson Apótekið, Axel Clausen Fiskmarkaðurinn, Garðar Kári Garðarsson Strikið, Daníel Cochran Kolabrautin, Ari Þór Gunnarsson Fiskfélagið, Hrafnkell Sigríðarson Bunk Bar og María Shramko sykurskreytingarmeistari.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×