Snapchat gagnrýnt fyrir upplýsingaöflun Samúel Karl Ólafsson skrifar 23. nóvember 2014 10:00 Sæta gagnrýni Evan Spiegel er einn stofnenda og framkvæmdastjóri Snapchat. Vísir/AFP Öryggissérfræðingar hafa lengi gagnrýnt myndskilaboðaforritið Snapchat fyrir viðhorfið sem þar ríkir til öryggis persónuupplýsinga og segja það gefa notendum skakka mynd af öryggi forritsins. Hakkarar hafa komist yfir gögn frá Snapchat og fyrirtækið hefur nú bannað notendum að nýta forrit sem vistar skilaboð úr Snapchat. Snapchat leit dagsins ljós í september 2011, en eftir erfiða byrjun hefur notendum fjölgað gífurlega hratt. Í lok ágúst síðastliðsins fór notendafjöldi forritsins yfir hundrað milljónir. Ungt fólk hefur sérstaklega snúið sér að forritinu í miklum mæli og þá yfirgefið Facebook í leiðinni. Unglingar virðast hafa áttað sig á því að það sem sett er á samfélagsmiðla, gott eða slæmt, er þar að eilífu. Snapchat býður upp á nýjan möguleika; að senda myndir og myndbönd, sem eyðast sjálfkrafa. Þó eru uppi ásakanir um að myndirnar eyðist í raun og veru ekki. Hakkarar nýttu sér leiðir sem höfðu verið opnaðar af öðrum forritum sem tengdust Snapchat til að stela þúsundum mynda sem sendar höfðu verið með forritinu, og birtu þær í október. Nú á dögunum bannaði fyrirtækið notendum að nota slík forrit og sagði að þeim notendum sem gera það yrði ekki leyft að nota Snapchat. Þá stálu hakkarar um 4,6 milljónum notendanafna og símanúmerum úr vefþjónum Snapchat í byrjun ársins og birtu á netinu. Fyrr á árinu komst Snapchat að samkomulagi við stofnunina Federal Trade Commision í Bandaríkjunum. Stofnunin hafði kært fyrirtækið vegna þess að upplýsingum væri safnað um notendur Snapchat sem bryti í bága við stefnu fyrirtækisins. Sögðu þau vandann vera að auðvelt væri að vista efni sem sent er með Snapchat. Fyrirtækið þurfti hvorki að viðurkenna sök né greiða sekt, en óháðir aðilar munu vakta skilmála forritsins sem varða vernd persónuupplýsinga í tuttugu ár. Vegna samkomulagsins endurskoðaði fyrirtækið stefnu sína og breytti henni í kjölfarið. Við breytingarnar kom í ljós að fyrirtækið safnar gífurlegum upplýsingum um notendur Snapchat. Meðal annars safnar fyrirtækið upplýsingum úr símaskrám notenda og gögnum um netnotkun þeirra. Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Öryggissérfræðingar hafa lengi gagnrýnt myndskilaboðaforritið Snapchat fyrir viðhorfið sem þar ríkir til öryggis persónuupplýsinga og segja það gefa notendum skakka mynd af öryggi forritsins. Hakkarar hafa komist yfir gögn frá Snapchat og fyrirtækið hefur nú bannað notendum að nýta forrit sem vistar skilaboð úr Snapchat. Snapchat leit dagsins ljós í september 2011, en eftir erfiða byrjun hefur notendum fjölgað gífurlega hratt. Í lok ágúst síðastliðsins fór notendafjöldi forritsins yfir hundrað milljónir. Ungt fólk hefur sérstaklega snúið sér að forritinu í miklum mæli og þá yfirgefið Facebook í leiðinni. Unglingar virðast hafa áttað sig á því að það sem sett er á samfélagsmiðla, gott eða slæmt, er þar að eilífu. Snapchat býður upp á nýjan möguleika; að senda myndir og myndbönd, sem eyðast sjálfkrafa. Þó eru uppi ásakanir um að myndirnar eyðist í raun og veru ekki. Hakkarar nýttu sér leiðir sem höfðu verið opnaðar af öðrum forritum sem tengdust Snapchat til að stela þúsundum mynda sem sendar höfðu verið með forritinu, og birtu þær í október. Nú á dögunum bannaði fyrirtækið notendum að nota slík forrit og sagði að þeim notendum sem gera það yrði ekki leyft að nota Snapchat. Þá stálu hakkarar um 4,6 milljónum notendanafna og símanúmerum úr vefþjónum Snapchat í byrjun ársins og birtu á netinu. Fyrr á árinu komst Snapchat að samkomulagi við stofnunina Federal Trade Commision í Bandaríkjunum. Stofnunin hafði kært fyrirtækið vegna þess að upplýsingum væri safnað um notendur Snapchat sem bryti í bága við stefnu fyrirtækisins. Sögðu þau vandann vera að auðvelt væri að vista efni sem sent er með Snapchat. Fyrirtækið þurfti hvorki að viðurkenna sök né greiða sekt, en óháðir aðilar munu vakta skilmála forritsins sem varða vernd persónuupplýsinga í tuttugu ár. Vegna samkomulagsins endurskoðaði fyrirtækið stefnu sína og breytti henni í kjölfarið. Við breytingarnar kom í ljós að fyrirtækið safnar gífurlegum upplýsingum um notendur Snapchat. Meðal annars safnar fyrirtækið upplýsingum úr símaskrám notenda og gögnum um netnotkun þeirra.
Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira