Ekkert öryggi í „lokuðum grúppum“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. nóvember 2014 19:47 Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. Vísir/GVA/GVA Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. Hæstaréttarlögmaður segir það ekki skipta máli fyrir refsinæmi ummæla hvort að þau eru látin falla á lokuðu svæði eða ekki. Hæstiréttur staðfesti í vikunni sýknudóm í meiðyrðamáli sem Egill Einarsson höfðaði á hendur Inga Kristjáni Sigurmarssyni fyrir ærumeiðandi aðdróttun. Málið snerist um mynd sem Ingi birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hluti málsvarnar Inga var á þá leið að hann hafi sannarlega sett myndina inn á Instagram en það sem sem slíkt hafi ekki falið í sér raunverulega birtingu samkvæmt almennum hegningarlögum, þar sem takmarkaður fjöldi manna hafði aðgang að henni. Með öðrum orðum: Ingi stjórnaði því hver sá myndina af Agli. Þetta þekkja flestir sem nota samfélagsmiðla. Með stillingu skilmála um friðhelgi teljum við okkur vera nokkuð örugg, segjum mögulega eitthvað misjafnt, til dæmis í lokuðum hópum, sem við annars hefðum ekki gert. Það hlýtur að vera í lagi, eða hvað? Nýfallin dómur Hæstaréttar, sem er athyglisverður í þessu ljósi, segir nei, eða orðrétt: „Ekki verður á það fallist, enda telst það birting samkvæmt hefðbundinni skýringu á hugtakinu að eitthvað sé gert aðgengilegt á rafrænan hátt fyrir jafn stóran hóp og að framan greinir, án tillits til þess hvort í hlut eiga vinir og kunningjar þess sem það gerir.“ Stóra spurningin er því þessi: Er munur á því að fullyrða að einhver sé nauðgarasvín eða annað í lokaðri grúppu og að básúna um það á opinberu vettvangi? Svarið er nei. „Það er enginn munur á því,“ segir Gunnar Ingi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. „Að minnsta kosti hvað varðar hvort ummælin geti talist refsiverð eða ekki. Hinsvegar hvort að þau eru látin falla opinberlega eða ekki, það hefur bara áhrif á þyngd refsingar eða mögulega fjarhæð miskabóta.“ Á síðustu árum hafa dómstólar tekið fjölmörg mál til umfjöllunar þar sem ærumeiðandi ummæli og samfélagsmiðlar koma til kasta. „Það hefur verið reynt á þetta í lokuðum hópum á Facebook, MySpace og nú Instagram og í öllum tilvikum held ég að dómstólar hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli sem eru látin falla á þessum miðlum séu látin falla opinberlega og menn verða að gæta að því.“ Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. Hæstaréttarlögmaður segir það ekki skipta máli fyrir refsinæmi ummæla hvort að þau eru látin falla á lokuðu svæði eða ekki. Hæstiréttur staðfesti í vikunni sýknudóm í meiðyrðamáli sem Egill Einarsson höfðaði á hendur Inga Kristjáni Sigurmarssyni fyrir ærumeiðandi aðdróttun. Málið snerist um mynd sem Ingi birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hluti málsvarnar Inga var á þá leið að hann hafi sannarlega sett myndina inn á Instagram en það sem sem slíkt hafi ekki falið í sér raunverulega birtingu samkvæmt almennum hegningarlögum, þar sem takmarkaður fjöldi manna hafði aðgang að henni. Með öðrum orðum: Ingi stjórnaði því hver sá myndina af Agli. Þetta þekkja flestir sem nota samfélagsmiðla. Með stillingu skilmála um friðhelgi teljum við okkur vera nokkuð örugg, segjum mögulega eitthvað misjafnt, til dæmis í lokuðum hópum, sem við annars hefðum ekki gert. Það hlýtur að vera í lagi, eða hvað? Nýfallin dómur Hæstaréttar, sem er athyglisverður í þessu ljósi, segir nei, eða orðrétt: „Ekki verður á það fallist, enda telst það birting samkvæmt hefðbundinni skýringu á hugtakinu að eitthvað sé gert aðgengilegt á rafrænan hátt fyrir jafn stóran hóp og að framan greinir, án tillits til þess hvort í hlut eiga vinir og kunningjar þess sem það gerir.“ Stóra spurningin er því þessi: Er munur á því að fullyrða að einhver sé nauðgarasvín eða annað í lokaðri grúppu og að básúna um það á opinberu vettvangi? Svarið er nei. „Það er enginn munur á því,“ segir Gunnar Ingi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. „Að minnsta kosti hvað varðar hvort ummælin geti talist refsiverð eða ekki. Hinsvegar hvort að þau eru látin falla opinberlega eða ekki, það hefur bara áhrif á þyngd refsingar eða mögulega fjarhæð miskabóta.“ Á síðustu árum hafa dómstólar tekið fjölmörg mál til umfjöllunar þar sem ærumeiðandi ummæli og samfélagsmiðlar koma til kasta. „Það hefur verið reynt á þetta í lokuðum hópum á Facebook, MySpace og nú Instagram og í öllum tilvikum held ég að dómstólar hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli sem eru látin falla á þessum miðlum séu látin falla opinberlega og menn verða að gæta að því.“
Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Sjá meira
„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36