Bjartri framtíð gert að stöðva uppsetningu merkinga á Akureyri 12. maí 2014 14:43 Hálfkláraðar merkingar Bjartrar framtíðar á Glerárgötu á Akureyri. MYND / Auðunn Níelsson Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, Pétur Bolli Jóhannesson, stöðvaði uppsetningu auglýsingaskilta Bjartrar framtíðar í gluggum við Glerárgötu á Akureyri í lok síðustu viku. Bar skipulagsstjóri fyrir sig skiltareglugerð og telur hann að uppsetning auglýsinganna brjóti í bága við þá reglugerð sem er í gildi í bænum. Björt framtíð er í óðaönn að gera kosningaskrifstofu sína klára á Glerárgötu á Akureyri og ætlar sér að vera með alls kyns starfssemi í húsinu fram að kosningum. Á fimmtudaginn síðasta var verið að setja upp auglýsingar á húsinu þegar skipulagsstjóri kom að og stöðvaði uppsetningu merkinganna, samkvæmt heimildum Vísis. Preben Pétursson, einn af stofnendum BF á Akureyri telur skrýtið að Bjartri framtíð hafi verið gert skylt að stöðva uppsetningu merkinga einum flokka. „Okkur finnst við ekki hafa farið út fyrir þann ramma sem settur er. Ég held svo sem að skipulagsstjóri sé bara að vinna sína vinnu, hann óskar eftir því að fá að vita hvað við erum að fara að auglýsa“. Önnur framboð í bænum eru fyrir margt löngu búin að setja upp merkingar í gluggum sinna kosningaskrifstofa. Þau framboð voru ekki stöðvuð við uppsetningu og ekkert sett út á merkingar þeirra meðan á þeim framkvæmdum stóð.Horft hefur verið framhjá þessari reglugerð hin síðari ár þegar kosningabarátta er annars vegar samkvæmt heimildum Vísis. Vitað er að þetta er tímabundin aðgerð stjórnmálaflokka og hreyfinga til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga. Nú er hins vegar nýtt hljóð í strokknum og þurftu framboðin í lok síðustu viku að senda myndir af merkingum sínum og þar til bær gögn til skipulagsdeildar til að fá samþykki merkinga sinna. Fundur verður haldinn í skipulagsdeild Akureyrarbæjar þar sem farið verður yfir merkingar framboðanna. Þar munu pólitískir fulltrúar taka afstöðu um merkingar framboða í bænum. Ekki náðist í Pétur Bolla Jóhannesson, skipulagsstjóra Akureyrarbæjar, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar, Pétur Bolli Jóhannesson, stöðvaði uppsetningu auglýsingaskilta Bjartrar framtíðar í gluggum við Glerárgötu á Akureyri í lok síðustu viku. Bar skipulagsstjóri fyrir sig skiltareglugerð og telur hann að uppsetning auglýsinganna brjóti í bága við þá reglugerð sem er í gildi í bænum. Björt framtíð er í óðaönn að gera kosningaskrifstofu sína klára á Glerárgötu á Akureyri og ætlar sér að vera með alls kyns starfssemi í húsinu fram að kosningum. Á fimmtudaginn síðasta var verið að setja upp auglýsingar á húsinu þegar skipulagsstjóri kom að og stöðvaði uppsetningu merkinganna, samkvæmt heimildum Vísis. Preben Pétursson, einn af stofnendum BF á Akureyri telur skrýtið að Bjartri framtíð hafi verið gert skylt að stöðva uppsetningu merkinga einum flokka. „Okkur finnst við ekki hafa farið út fyrir þann ramma sem settur er. Ég held svo sem að skipulagsstjóri sé bara að vinna sína vinnu, hann óskar eftir því að fá að vita hvað við erum að fara að auglýsa“. Önnur framboð í bænum eru fyrir margt löngu búin að setja upp merkingar í gluggum sinna kosningaskrifstofa. Þau framboð voru ekki stöðvuð við uppsetningu og ekkert sett út á merkingar þeirra meðan á þeim framkvæmdum stóð.Horft hefur verið framhjá þessari reglugerð hin síðari ár þegar kosningabarátta er annars vegar samkvæmt heimildum Vísis. Vitað er að þetta er tímabundin aðgerð stjórnmálaflokka og hreyfinga til að vekja athygli á sér í aðdraganda kosninga. Nú er hins vegar nýtt hljóð í strokknum og þurftu framboðin í lok síðustu viku að senda myndir af merkingum sínum og þar til bær gögn til skipulagsdeildar til að fá samþykki merkinga sinna. Fundur verður haldinn í skipulagsdeild Akureyrarbæjar þar sem farið verður yfir merkingar framboðanna. Þar munu pólitískir fulltrúar taka afstöðu um merkingar framboða í bænum. Ekki náðist í Pétur Bolla Jóhannesson, skipulagsstjóra Akureyrarbæjar, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira