Með götudans í blóðinu Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. maí 2014 09:30 Natasha Monay Royal lærði sín fyrstu götudansspor á götunum í New York. Vísir/Daníel „Það voru ekki til neinir skólar eða kennarar þegar ég var að byrja, allir sem voru að dansa voru í raun bara að kenna hver öðrum,“ segir götudansarinn Natasha Monay Royal en hún hefur verið að dansa síðan hún var tíu ára gömul. „Við flökkuðum á milli hverfanna í New York að dansa við hipphopp og búa til okkar eigin spor og kenna þau síðan,“ segir Natasha sem bætir því við að hún hafi lært mikið af stóra bróður sínum sem dansaði götudans ásamt svonefndu „crewi“. „Hann varð oft mjög pirraður að litla systir hans væri að elta hann og fylgjast með,“ segir Natasha og hlær. „Þeir æfðu sig alltaf í tómu húsi sem var verið að byggja, settu bara pappakassa á gólfið og dönsuðu á því,“ segir dansarinn sem ákvað einn daginn að hlaupa inn á æfinguna og sýna þeim hvað hún gat. „Ég var svo ung þá, þeim brá því þeir höfðu ekki hugmynd um að ég hafði verið að æfa,“ segir dansarinn en í kjölfarið var henni hleypt inn í „crewið“. Natasha hefur búið á Íslandi í tæp fimmtán ár en hún segir að þetta hafi allt byrjað þegar hún var stödd í partíi í Kolaportinu í kringum 1998. „Þeir tæmdu Kolaportið því það var einhver stór hipphoppplötusnúður að spila um kvöldið. Síðan fannst mér tónlistin svo góð að ég einhvern veginn missti mig í dansinum,“ segir Natasha og hlær en stuttu eftir að hún hóf að rifja upp gamla takta frá götunum í New York þá tók hún eftir því að allir aðrir voru hættir að dansa og voru bara að horfa á hana. „Þau héldu örugglega að ég væri einhver brjálæðingur, ég var farin að snúa mér á hausnum og allt,“ segir götudansarinn en eftir atvikið kom maður til hennar og bauð henni starf sem danskennari við dansskólann sinn. „Það var algjörlega engin menning í götudansinum áður en ég byrjaði að kenna hérna. Mér fannst það mjög skrítið fyrst en ég byrjaði með átta nemendur og síðan stækkaði hópurinn alltaf jafnt og þétt. Þetta voru mest krakkar, ég kenndi Brynju Péturs frá því að hún var mjög ung, hún var mjög áhugasöm um götudans. Ég er farin að lenda mjög oft í því þegar ég er á gangi niðri í bæ að ég er stoppuð af einhverjum stelpum eða strákum sem segja mér að ég hafi kennt þeim götudans einhvern tíma,“ segir hún og viðurkennir að sér þyki mjög vænt um það. „Það er mjög mikilvægt fyrir mér að fólk sem hefur áhuga á að læra götudans læri hann af alvöru. Það eru svo margir dansskólar að auglýsa að þeir kenni götudans en það er síðan ekkert eins og hann á að vera,“ segir Natasha sem kennir í Kramhúsinu. „Ísland hefur gríðarlega marga góða hipphopp og house-plötusnúða, en Íslendingar verða að læra að dansa við tónlistina, ekki bara að standa og hlusta!“ Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
„Það voru ekki til neinir skólar eða kennarar þegar ég var að byrja, allir sem voru að dansa voru í raun bara að kenna hver öðrum,“ segir götudansarinn Natasha Monay Royal en hún hefur verið að dansa síðan hún var tíu ára gömul. „Við flökkuðum á milli hverfanna í New York að dansa við hipphopp og búa til okkar eigin spor og kenna þau síðan,“ segir Natasha sem bætir því við að hún hafi lært mikið af stóra bróður sínum sem dansaði götudans ásamt svonefndu „crewi“. „Hann varð oft mjög pirraður að litla systir hans væri að elta hann og fylgjast með,“ segir Natasha og hlær. „Þeir æfðu sig alltaf í tómu húsi sem var verið að byggja, settu bara pappakassa á gólfið og dönsuðu á því,“ segir dansarinn sem ákvað einn daginn að hlaupa inn á æfinguna og sýna þeim hvað hún gat. „Ég var svo ung þá, þeim brá því þeir höfðu ekki hugmynd um að ég hafði verið að æfa,“ segir dansarinn en í kjölfarið var henni hleypt inn í „crewið“. Natasha hefur búið á Íslandi í tæp fimmtán ár en hún segir að þetta hafi allt byrjað þegar hún var stödd í partíi í Kolaportinu í kringum 1998. „Þeir tæmdu Kolaportið því það var einhver stór hipphoppplötusnúður að spila um kvöldið. Síðan fannst mér tónlistin svo góð að ég einhvern veginn missti mig í dansinum,“ segir Natasha og hlær en stuttu eftir að hún hóf að rifja upp gamla takta frá götunum í New York þá tók hún eftir því að allir aðrir voru hættir að dansa og voru bara að horfa á hana. „Þau héldu örugglega að ég væri einhver brjálæðingur, ég var farin að snúa mér á hausnum og allt,“ segir götudansarinn en eftir atvikið kom maður til hennar og bauð henni starf sem danskennari við dansskólann sinn. „Það var algjörlega engin menning í götudansinum áður en ég byrjaði að kenna hérna. Mér fannst það mjög skrítið fyrst en ég byrjaði með átta nemendur og síðan stækkaði hópurinn alltaf jafnt og þétt. Þetta voru mest krakkar, ég kenndi Brynju Péturs frá því að hún var mjög ung, hún var mjög áhugasöm um götudans. Ég er farin að lenda mjög oft í því þegar ég er á gangi niðri í bæ að ég er stoppuð af einhverjum stelpum eða strákum sem segja mér að ég hafi kennt þeim götudans einhvern tíma,“ segir hún og viðurkennir að sér þyki mjög vænt um það. „Það er mjög mikilvægt fyrir mér að fólk sem hefur áhuga á að læra götudans læri hann af alvöru. Það eru svo margir dansskólar að auglýsa að þeir kenni götudans en það er síðan ekkert eins og hann á að vera,“ segir Natasha sem kennir í Kramhúsinu. „Ísland hefur gríðarlega marga góða hipphopp og house-plötusnúða, en Íslendingar verða að læra að dansa við tónlistina, ekki bara að standa og hlusta!“
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp