Ef vindhraði væri mældur í km/klst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. nóvember 2014 22:14 Eigandi þessa hjólhýsis ók af stað í of miklum vindi. vísir/anton Vindur er aftur kominn á fleygiferð eftir að lægt hafði um kaffileytið. Þeir björgunarsveitarmenn sem ekki eru í útkalli eru flestir í viðbragðsstöðu en þónokkuð hefur verið um útköll í allan dag. Mesti vindhraði á landinu samkvæmt heimasíðu Veðurstofunnar hafa mælst á Stórhöfða í Vestmannaeyjum en þar mældist tæpir fjörutíu metrar á sekúndu. „Metrar á sekúndu er mælieingin beint upp úr alþjóðlega SI-kerfinu. Sú mælieingin varð fyrir valinu á vindinn þar sem hún er langnákvæmust,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hér á árum áður var vindur mældur í vindstigum og náði sá skali frá núll upp í tólf. Eitt vindstig kallast andvari, fimm kallast kaldi, tíu rok og tólf eru fárviðri. „Vindstigin gömlu þóttu ekki nógu nákvæm. Oft á tíðum var spáð til að mynda að vindur yrði sjö til átta vindstig en það er þá á bilinu þrettán til tuttugu metrar á sekúndu.“ Nú á dögum erum við vanari því að heyra talað um vindhraða í metrum á sekúndu. Fæst tengjum við það þó við neitt annað en vind. Til gamans höfum við á Vísi umreiknað fáeina vindhraðatölur úr metrum á sekúndu yfir í kílómetra á klukkustund. Mesti vindhraði í Surtsey í dag hefur til að mynda verið 29 m/s en það samsvarar um 105 km/klst. Áðurnefnd vindhviða á Stórhöfða var á 140 km/klst. Í morgun var ökumaður til að mynda tekinn á svipuðum hraða við Smáralind. „Fólk heldur oft að það tengi mjög vel við mælieininguna kílómetra á klukkustund en í oft áttar það sig ekkert á hraðanum fyrr en það lendir í óhappi. Í raun áttar það sig ekkert frekar á því heldur en metrum á sekúndu,“ segir Elín að lokum. Í kjölfar þessa er rétt að minna fólk á að vera ekki á ferli að óþörfu og koma í veg fyrir að lausamunir takist á loft utandyra. Veður Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Vindur er aftur kominn á fleygiferð eftir að lægt hafði um kaffileytið. Þeir björgunarsveitarmenn sem ekki eru í útkalli eru flestir í viðbragðsstöðu en þónokkuð hefur verið um útköll í allan dag. Mesti vindhraði á landinu samkvæmt heimasíðu Veðurstofunnar hafa mælst á Stórhöfða í Vestmannaeyjum en þar mældist tæpir fjörutíu metrar á sekúndu. „Metrar á sekúndu er mælieingin beint upp úr alþjóðlega SI-kerfinu. Sú mælieingin varð fyrir valinu á vindinn þar sem hún er langnákvæmust,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hér á árum áður var vindur mældur í vindstigum og náði sá skali frá núll upp í tólf. Eitt vindstig kallast andvari, fimm kallast kaldi, tíu rok og tólf eru fárviðri. „Vindstigin gömlu þóttu ekki nógu nákvæm. Oft á tíðum var spáð til að mynda að vindur yrði sjö til átta vindstig en það er þá á bilinu þrettán til tuttugu metrar á sekúndu.“ Nú á dögum erum við vanari því að heyra talað um vindhraða í metrum á sekúndu. Fæst tengjum við það þó við neitt annað en vind. Til gamans höfum við á Vísi umreiknað fáeina vindhraðatölur úr metrum á sekúndu yfir í kílómetra á klukkustund. Mesti vindhraði í Surtsey í dag hefur til að mynda verið 29 m/s en það samsvarar um 105 km/klst. Áðurnefnd vindhviða á Stórhöfða var á 140 km/klst. Í morgun var ökumaður til að mynda tekinn á svipuðum hraða við Smáralind. „Fólk heldur oft að það tengi mjög vel við mælieininguna kílómetra á klukkustund en í oft áttar það sig ekkert á hraðanum fyrr en það lendir í óhappi. Í raun áttar það sig ekkert frekar á því heldur en metrum á sekúndu,“ segir Elín að lokum. Í kjölfar þessa er rétt að minna fólk á að vera ekki á ferli að óþörfu og koma í veg fyrir að lausamunir takist á loft utandyra.
Veður Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira