Mikil röskun á innanlands- og millilandaflugi Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2014 19:59 Mikil röskun varð á bæði innanlands og millilandaflugi í dag vegna veðursins. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þetta hafa haft áhrif á um fimmtán hundruð farþega. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn varð að lenda á Akureyri nú síðdegis. Komum átta flugvéla til Keflavíkur í kvöld hefur verið aflýst vegna óveðursins. Það eru flugvélar Icelandair frá Norðurlöndunum og Lundúnum og flugvél easyJet frá Edinborg ásamt flugvélum WOW Air frá Lundúnum og Berlín. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn sem lenda átti klukkan 14:40 í Keflavík varð frá að snúa og lenti á Akureyrarflugvelli um klukkan 16:40. Þá var brottförum tveggja flugvéla WOW Air, einnrar frá easyJet og fjögurra frá Icellandair aflýst frá Keflavíkurflugvelli í dag. Afar sjaldgæft er að millilandaflugi sé aflýst í svona miklum mæli vegna veðurs. „Já, þetta er ekki algengt eins og þú segir. En við urðum að fella niður flug til fjögurra staða í dag og það hefur orðið röskun til annarra staða líka. Þannig að þetta eru svona um það bil fimmtán hundruð manns sem þetta hefur áhrif á. Sem eru þá strandaðir annað hvort hér eða í útlöndum,“ segir Guðjón. Hann vonast hins vegar til að röskunin á ferðaáætlunum fólks verði ekki langvarandi vegna veðurofsans og áætlanir verði í lagi á morgun. „Við setjum upp aukaflug til Oslóar og Stokkhólms á morgun til að létta á þessu. En þetta veldur vandræðum eins og ég segi um fimmtán hundruð manns,“ segir Guðjón. Þá varð mikil röskun á innanlandsflugi í dag þótt Flugfélag Íslands og Ernir hafi náð að fljúga til nokkurra staða framan af degi. En öllu flugi Flugfélags Íslands eftir hádegi var aflýst. Veður Tengdar fréttir Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40 Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14 Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34 Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02 Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Mikil röskun varð á bæði innanlands og millilandaflugi í dag vegna veðursins. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir þetta hafa haft áhrif á um fimmtán hundruð farþega. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn varð að lenda á Akureyri nú síðdegis. Komum átta flugvéla til Keflavíkur í kvöld hefur verið aflýst vegna óveðursins. Það eru flugvélar Icelandair frá Norðurlöndunum og Lundúnum og flugvél easyJet frá Edinborg ásamt flugvélum WOW Air frá Lundúnum og Berlín. Flugvél WOW Air frá Kaupmannahöfn sem lenda átti klukkan 14:40 í Keflavík varð frá að snúa og lenti á Akureyrarflugvelli um klukkan 16:40. Þá var brottförum tveggja flugvéla WOW Air, einnrar frá easyJet og fjögurra frá Icellandair aflýst frá Keflavíkurflugvelli í dag. Afar sjaldgæft er að millilandaflugi sé aflýst í svona miklum mæli vegna veðurs. „Já, þetta er ekki algengt eins og þú segir. En við urðum að fella niður flug til fjögurra staða í dag og það hefur orðið röskun til annarra staða líka. Þannig að þetta eru svona um það bil fimmtán hundruð manns sem þetta hefur áhrif á. Sem eru þá strandaðir annað hvort hér eða í útlöndum,“ segir Guðjón. Hann vonast hins vegar til að röskunin á ferðaáætlunum fólks verði ekki langvarandi vegna veðurofsans og áætlanir verði í lagi á morgun. „Við setjum upp aukaflug til Oslóar og Stokkhólms á morgun til að létta á þessu. En þetta veldur vandræðum eins og ég segi um fimmtán hundruð manns,“ segir Guðjón. Þá varð mikil röskun á innanlandsflugi í dag þótt Flugfélag Íslands og Ernir hafi náð að fljúga til nokkurra staða framan af degi. En öllu flugi Flugfélags Íslands eftir hádegi var aflýst.
Veður Tengdar fréttir Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40 Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14 Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34 Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02 Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Innanlandsflugi aflýst Búið er að aflýsa öllu innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands það sem eftir er af degi vegna veðurs. 30. nóvember 2014 11:40
Byrjað að hvessa á suðvesturhorninu Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir suðaustanáttin sé vaxandi og víða sé farið að rigna. 30. nóvember 2014 10:14
Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Bæði Icelandair og WOW hafa þurft að aflýsa ferðum sökum veðurs. 30. nóvember 2014 16:34
Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað. 30. nóvember 2014 15:02
Snýst í suðvestan átt innan skamms Dregið hefur úr vindhraða sunnanlands hann mun aukast á nýjan leik um og upp úr klukkan sjö. 30. nóvember 2014 17:51