Draumaborðið kom fljúgandi inn um gluggann
„Ég vissi að maður skyldi vanda óskir sínar,“ segir Sigfríður sem deildi óheppni sinni með vinum og vandamönnum á Facebook í kvöld.
„En (mér) datt aldrei í hug að nákvæmlega svona borð myndi koma fljúgandi inn um gluggann hjá mér á óveðurskvöldi - bókstaflega!“
„Við sátum bara að borða, fjölskyldan, þegar við heyrðum þennan líka hvell,“ sagði Sigríður þegar fréttamaður Vísis heilsaði upp á hana. „Við veltum fyrir okkur í smá stund hvort þetta hefði komið frá okkur og þá var það raunin.“
Lítið borð hafði þá tekist á loft, einhversstaðar í nágrenninu, og hafnað í glugga Sigfríðar. Glugginn var á svefnherbergi en íbúðin er á annari hæð í húsinu. Sigfríður þakkar hjálparsveitarmönnum kærlega fyrir veitta aðstoð. Þeir hafi mætt, hressir og glaðir, og skellt plötu í gatið.
„Ef einhver kannast við borðið hálffleyga þá má hann gjarnan hafa samband. Annars er ég jafnvel að spá í að lagfæra það og eiga það sjálf. Mig hefur lengi langað í svipað borð og nú á ég þannig. Þetta er meira að segja borð með sögu, í raun frægt borð,“ sagði hún skömmu áður fréttamaður kvaddi hana.
Vinir Sigfríðar þakka fyrir að enginn hafi slasast og einn slær á létta strengi og segist hafa heyrt um fljúgandi teppi - en fljúgandi borð, það sé annar handleggur.
Tengdar fréttir

Undirbúningur fyrir storminn: Festi svalahurðina kyrfilega
"Hún tekur á sig mikinn vind, vindáttin mun líklega standa beint á hana í kvöld. Mér fannst því ekki annað hægt en að festa hana algjörlega, til þess að bjóða ekki hættunni heim.“

Þakplötur fuku á bíl á ferð við Álftamýri
Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að rýma bílastæði í grenndinni til þess að forða frekara tjóni. Það er of hvasst á þaki hússins til þess að hægt sé að festa plöturnar niður þar og verður það gert þegar fer að lægja.

Jólatré í miklu basli
Jólatréð við Miklubraut nærri Elliðarárnum er farið að halla verulega og stjarnan er fallinn af toppi Óslóartrésins.

Erlendur ferðamaður aldrei upplifað annað eins
"Ég átti nú frekar von á snjó en þessu,“ sagði einn þriggja ferðamanna sem blaðamaður rakst á í Austurstræti á tíunda tímanum.

Fimmtíu og eins metra vindhviða mældist á Keflavíkurflugvelli
Mestu vindhviður sem mælst hafa á landinu nú seinni part dags eru á Stórhöfða og á Keflavíkurflugvelli. Það versta er enn eftir segir veðurfræðingur.

Pollrólegur pylsusali: "Fólk spyr frekar hvernig ég hafi það en að kvarta sjálft“
Jóhannes Ólafsson pylsuséní var hinn hressasti þegar blaðamaður tók á honum púlsinn á Bæjarins Bestu á tíunda tímanum í kvöld.