Innlent

Á 149 kílómetra hraða við Smáralind

Samúel Karl Ólason skrifar
Ökumaður bílsins gaf öndunarsýni sem sýndi áfengisneyslu en var hún undir refsimörkum.
Ökumaður bílsins gaf öndunarsýni sem sýndi áfengisneyslu en var hún undir refsimörkum. Vísir/Anton
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt bíl á 149 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni við Smáralind í nótt. Ökumaður bílsins gaf öndunarsýni sem sýndi áfengisneyslu en var hún undir refsimörkum. Lögreglan stöðvaði þó aksturinn og tók lykla bílsins í sína vörslu.

Ungur maður var handtekinn í heimahúsi í Austurborginni í nótt vegna líkamsárásar. Sá sem fyrir árásinni varð ætlaði að leita sjálfur til Slysadeildar en árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Í Hafnarfirði voru fjórir ökumenn stöðvaðir í nótt. Þrír þeirra voru grunaðir um ölvunarakstur og þar af tveir voru tveir ekki með ökuréttindi. Einn var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og farþegi í bílnum var grunaður um vörslu fíkniefna.

Þar að auki voru þrír bílar stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu vegna ölvunar eða fíkniefnaaksturs. Einnig hafði lögreglan afskipti af tveimur mönnum sem grunaðir voru um vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×