Einar Tönsberg semur fyrir lundafjölskyldu á Írlandi 20. júní 2014 16:30 Einar Tönsberg MYND/Björn Árnason Íslenski tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg semur tónlistina í nýrri írskri teiknimyndaþáttaröð, Puffin Rock. Þetta kemur fram í viðtali við tónlistarmanninn í Iceland Magazine í dag. Sögumaður verður írski leikarinn Chris O'Dowd, en serían fjallar um lundafjölskyldu sem búa á lítilli eyju skammt frá Írlandi. Einar segist í viðtalinu vera sá eini af þeim sem koma að seríunni sem hafi nokkru sinni séð lunda. Aðalsöguhetjan er lundinn Oona, sem lendir í allskyns ævintýrum á eyjunni í fylgd litla bróður síns, Baba. Serían er meðframleidd af Óskars-tilnefnda teiknimyndastúdíóinu Cartoon Saloon, Penguin Publishing og Dog Ears. Þættirnir verða alls 39 talsins, sjö mínútur hver og Penguin mun framleiða bækur og annan varning sem tengjast þáttunum. Einar hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2010 fyrir lag sitt Dreamin' með hljómsveitinni Feldberg. Hann á einnig sólóferil að baki, þar sem hann gengur undir nafninu Eberg. Einar hefur áður samið tónlist fyrir íslenskar þáttaraðir á borð við Hæ Gosa og Pressu. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum. Puffin-Rock-trailer from Dog Ears on Vimeo. Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Íslenski tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg semur tónlistina í nýrri írskri teiknimyndaþáttaröð, Puffin Rock. Þetta kemur fram í viðtali við tónlistarmanninn í Iceland Magazine í dag. Sögumaður verður írski leikarinn Chris O'Dowd, en serían fjallar um lundafjölskyldu sem búa á lítilli eyju skammt frá Írlandi. Einar segist í viðtalinu vera sá eini af þeim sem koma að seríunni sem hafi nokkru sinni séð lunda. Aðalsöguhetjan er lundinn Oona, sem lendir í allskyns ævintýrum á eyjunni í fylgd litla bróður síns, Baba. Serían er meðframleidd af Óskars-tilnefnda teiknimyndastúdíóinu Cartoon Saloon, Penguin Publishing og Dog Ears. Þættirnir verða alls 39 talsins, sjö mínútur hver og Penguin mun framleiða bækur og annan varning sem tengjast þáttunum. Einar hlaut Íslensku Tónlistarverðlaunin árið 2010 fyrir lag sitt Dreamin' með hljómsveitinni Feldberg. Hann á einnig sólóferil að baki, þar sem hann gengur undir nafninu Eberg. Einar hefur áður samið tónlist fyrir íslenskar þáttaraðir á borð við Hæ Gosa og Pressu. Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum. Puffin-Rock-trailer from Dog Ears on Vimeo.
Mest lesið Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira