Telja slys við Grundartanga bara tímaspursmál Svavar Hávarðsson skrifar 20. júní 2014 07:00 Rúmlega 900 manns vinna á Grundartanga í 13 fyrirtækjum. Fréttablaðið/GVA Forsvarsmenn fyrirtækja á Grundartanga telja vegtengingu við Hringveginn ofan við iðnaðarsvæðið vera hreina slysagildru. Faxaflóahafnir hefja sérstaka athugun á umferðarmálum í dag. Þörfin fyrir vegabætur eykst stórum með fyrirhuguðum framkvæmdum og reksturs sólarkísilverksmiðju Silicor Materials. „Flestallir sem ég ræddi við segja það aðeins tímaspursmál hvenær verður slys á gatnamótunum,“ segir Björn S. Lárusson verkefnisstjóri um megin niðurstöður úttektar sem hann vann fyrir Faxaflóahafnir um starfsemina á Grundartanga. Björn bendir á í úttektinni að um 20% umferðar um hringveginn frá Hvalfjarðargöngum að Hvalfjarðarvegi fer að Grundartanga, enda starfi þar rúmlega 900 manns í 13 fyrirtækjum, en til viðbótar komi önnur umferð tengd iðnaðarstarfseminni. Þá sýni talningar Vegagerðarinnar að um afleggjarann, Grundartangaveg, fara tæplega 800 bílar að meðaltali á dag miðað við tölur frá 2012. Meðalumferð um Hringveginn á svæðinu nálgast 4.000 bíla að meðaltali á sólarhring, en er margföld á álagstímum. Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, segir ljóst að vegtengingin sé ekki fullnægjandi og fyrirtækið hefji athugun á umferðarmálum á Grundartanga í dag. Vegtengingin er þar til skoðunar. Ræða eigi við Vegagerðina í framhaldinu. Jón segir málið brýnt, ekki síst vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu. Fjölgunin sem henni fylgir sé mikil, en forsvarsmenn Silicor Materials geri ráð fyrir 400 starfsmönnum í verksmiðju auk afleiddra starfa og þjónustu, sem aftur eykur umferðina um svæðið. Þá séu ónefndir starfsmenn og aukin umferð á framkvæmdatíma fyrirhugaðrar verksmiðju en forsvarsmenn Silicor vilja hefjast handa í haust.Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir áhyggjuraddir af vegtengingunni við iðnaðarsvæðið hafa heyrst strax eftir að álver Norðuráls var tekið í notkun 1998. Hins vegar séu vegbætur þarna ekki á áætlunum næstu misserin, þó afreinar og betri lýsing við vegamótin hafi verið til skoðunar. „Horft er fyrst og síðast á allra hættulegustu staðina í vegakerfinu sem byggir á ákveðinni aðferðafræði. Þarna hafa sem betur fer ekki orðið mikið af óhöppum en staðurinn felur það í sér að það gæti breyst. Okkur er það alveg ljóst að þetta er nokkuð sem þarf að horfa mjög á - hvort ekki er hægt að bæta þarna umferðaröryggi,“ segir Hreinn. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækja á Grundartanga telja vegtengingu við Hringveginn ofan við iðnaðarsvæðið vera hreina slysagildru. Faxaflóahafnir hefja sérstaka athugun á umferðarmálum í dag. Þörfin fyrir vegabætur eykst stórum með fyrirhuguðum framkvæmdum og reksturs sólarkísilverksmiðju Silicor Materials. „Flestallir sem ég ræddi við segja það aðeins tímaspursmál hvenær verður slys á gatnamótunum,“ segir Björn S. Lárusson verkefnisstjóri um megin niðurstöður úttektar sem hann vann fyrir Faxaflóahafnir um starfsemina á Grundartanga. Björn bendir á í úttektinni að um 20% umferðar um hringveginn frá Hvalfjarðargöngum að Hvalfjarðarvegi fer að Grundartanga, enda starfi þar rúmlega 900 manns í 13 fyrirtækjum, en til viðbótar komi önnur umferð tengd iðnaðarstarfseminni. Þá sýni talningar Vegagerðarinnar að um afleggjarann, Grundartangaveg, fara tæplega 800 bílar að meðaltali á dag miðað við tölur frá 2012. Meðalumferð um Hringveginn á svæðinu nálgast 4.000 bíla að meðaltali á sólarhring, en er margföld á álagstímum. Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, segir ljóst að vegtengingin sé ekki fullnægjandi og fyrirtækið hefji athugun á umferðarmálum á Grundartanga í dag. Vegtengingin er þar til skoðunar. Ræða eigi við Vegagerðina í framhaldinu. Jón segir málið brýnt, ekki síst vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu. Fjölgunin sem henni fylgir sé mikil, en forsvarsmenn Silicor Materials geri ráð fyrir 400 starfsmönnum í verksmiðju auk afleiddra starfa og þjónustu, sem aftur eykur umferðina um svæðið. Þá séu ónefndir starfsmenn og aukin umferð á framkvæmdatíma fyrirhugaðrar verksmiðju en forsvarsmenn Silicor vilja hefjast handa í haust.Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir áhyggjuraddir af vegtengingunni við iðnaðarsvæðið hafa heyrst strax eftir að álver Norðuráls var tekið í notkun 1998. Hins vegar séu vegbætur þarna ekki á áætlunum næstu misserin, þó afreinar og betri lýsing við vegamótin hafi verið til skoðunar. „Horft er fyrst og síðast á allra hættulegustu staðina í vegakerfinu sem byggir á ákveðinni aðferðafræði. Þarna hafa sem betur fer ekki orðið mikið af óhöppum en staðurinn felur það í sér að það gæti breyst. Okkur er það alveg ljóst að þetta er nokkuð sem þarf að horfa mjög á - hvort ekki er hægt að bæta þarna umferðaröryggi,“ segir Hreinn.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira