Telja slys við Grundartanga bara tímaspursmál Svavar Hávarðsson skrifar 20. júní 2014 07:00 Rúmlega 900 manns vinna á Grundartanga í 13 fyrirtækjum. Fréttablaðið/GVA Forsvarsmenn fyrirtækja á Grundartanga telja vegtengingu við Hringveginn ofan við iðnaðarsvæðið vera hreina slysagildru. Faxaflóahafnir hefja sérstaka athugun á umferðarmálum í dag. Þörfin fyrir vegabætur eykst stórum með fyrirhuguðum framkvæmdum og reksturs sólarkísilverksmiðju Silicor Materials. „Flestallir sem ég ræddi við segja það aðeins tímaspursmál hvenær verður slys á gatnamótunum,“ segir Björn S. Lárusson verkefnisstjóri um megin niðurstöður úttektar sem hann vann fyrir Faxaflóahafnir um starfsemina á Grundartanga. Björn bendir á í úttektinni að um 20% umferðar um hringveginn frá Hvalfjarðargöngum að Hvalfjarðarvegi fer að Grundartanga, enda starfi þar rúmlega 900 manns í 13 fyrirtækjum, en til viðbótar komi önnur umferð tengd iðnaðarstarfseminni. Þá sýni talningar Vegagerðarinnar að um afleggjarann, Grundartangaveg, fara tæplega 800 bílar að meðaltali á dag miðað við tölur frá 2012. Meðalumferð um Hringveginn á svæðinu nálgast 4.000 bíla að meðaltali á sólarhring, en er margföld á álagstímum. Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, segir ljóst að vegtengingin sé ekki fullnægjandi og fyrirtækið hefji athugun á umferðarmálum á Grundartanga í dag. Vegtengingin er þar til skoðunar. Ræða eigi við Vegagerðina í framhaldinu. Jón segir málið brýnt, ekki síst vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu. Fjölgunin sem henni fylgir sé mikil, en forsvarsmenn Silicor Materials geri ráð fyrir 400 starfsmönnum í verksmiðju auk afleiddra starfa og þjónustu, sem aftur eykur umferðina um svæðið. Þá séu ónefndir starfsmenn og aukin umferð á framkvæmdatíma fyrirhugaðrar verksmiðju en forsvarsmenn Silicor vilja hefjast handa í haust.Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir áhyggjuraddir af vegtengingunni við iðnaðarsvæðið hafa heyrst strax eftir að álver Norðuráls var tekið í notkun 1998. Hins vegar séu vegbætur þarna ekki á áætlunum næstu misserin, þó afreinar og betri lýsing við vegamótin hafi verið til skoðunar. „Horft er fyrst og síðast á allra hættulegustu staðina í vegakerfinu sem byggir á ákveðinni aðferðafræði. Þarna hafa sem betur fer ekki orðið mikið af óhöppum en staðurinn felur það í sér að það gæti breyst. Okkur er það alveg ljóst að þetta er nokkuð sem þarf að horfa mjög á - hvort ekki er hægt að bæta þarna umferðaröryggi,“ segir Hreinn. Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækja á Grundartanga telja vegtengingu við Hringveginn ofan við iðnaðarsvæðið vera hreina slysagildru. Faxaflóahafnir hefja sérstaka athugun á umferðarmálum í dag. Þörfin fyrir vegabætur eykst stórum með fyrirhuguðum framkvæmdum og reksturs sólarkísilverksmiðju Silicor Materials. „Flestallir sem ég ræddi við segja það aðeins tímaspursmál hvenær verður slys á gatnamótunum,“ segir Björn S. Lárusson verkefnisstjóri um megin niðurstöður úttektar sem hann vann fyrir Faxaflóahafnir um starfsemina á Grundartanga. Björn bendir á í úttektinni að um 20% umferðar um hringveginn frá Hvalfjarðargöngum að Hvalfjarðarvegi fer að Grundartanga, enda starfi þar rúmlega 900 manns í 13 fyrirtækjum, en til viðbótar komi önnur umferð tengd iðnaðarstarfseminni. Þá sýni talningar Vegagerðarinnar að um afleggjarann, Grundartangaveg, fara tæplega 800 bílar að meðaltali á dag miðað við tölur frá 2012. Meðalumferð um Hringveginn á svæðinu nálgast 4.000 bíla að meðaltali á sólarhring, en er margföld á álagstímum. Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, segir ljóst að vegtengingin sé ekki fullnægjandi og fyrirtækið hefji athugun á umferðarmálum á Grundartanga í dag. Vegtengingin er þar til skoðunar. Ræða eigi við Vegagerðina í framhaldinu. Jón segir málið brýnt, ekki síst vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svæðinu. Fjölgunin sem henni fylgir sé mikil, en forsvarsmenn Silicor Materials geri ráð fyrir 400 starfsmönnum í verksmiðju auk afleiddra starfa og þjónustu, sem aftur eykur umferðina um svæðið. Þá séu ónefndir starfsmenn og aukin umferð á framkvæmdatíma fyrirhugaðrar verksmiðju en forsvarsmenn Silicor vilja hefjast handa í haust.Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, segir áhyggjuraddir af vegtengingunni við iðnaðarsvæðið hafa heyrst strax eftir að álver Norðuráls var tekið í notkun 1998. Hins vegar séu vegbætur þarna ekki á áætlunum næstu misserin, þó afreinar og betri lýsing við vegamótin hafi verið til skoðunar. „Horft er fyrst og síðast á allra hættulegustu staðina í vegakerfinu sem byggir á ákveðinni aðferðafræði. Þarna hafa sem betur fer ekki orðið mikið af óhöppum en staðurinn felur það í sér að það gæti breyst. Okkur er það alveg ljóst að þetta er nokkuð sem þarf að horfa mjög á - hvort ekki er hægt að bæta þarna umferðaröryggi,“ segir Hreinn.
Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira