Hlutabréf American Apparel hækka eftir brottvikningu forstjóra Randver Kári Randversson skrifar 20. júní 2014 14:41 Fyrir utan verslun American Apparel í New York. Vísir/AFP Hlutabréf í bandaríska fatafyrirtækinu American Apparel hækkuðu í verði í gær. Frá þessu er greint á vef New York Post. Dov Charney hafði fyrr um daginn verið vikið úr starfi forstjóra fyrirtækisins vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni við starfsmenn. Charney var jafnan umdeildur einkum vegna markaðsherferða fyrirtækisins sem sýndu oft fáklæddar fyrirsætur og þóttu mjög ögrandi. Fyrirtækið komst einnig í vandræði vegna stefnu Charneys um að hafa allar vörur American Apparel framleiddar í Bandaríkjunum, öfugt við aðra bandaríska fataframleiðendur, sem flestir hafa fært framleiðslu sína úr landi. Árið 2009 kom það svo á daginn að aðal verksmiðja fyrirtækisins, sem staðsett er í Los Angeles var mönnuð ólöglegum innflytjendum og þurfti fyrirtækið að segja upp 1500 starfsmönnum verksmiðjunnar af þeim sökum. Í kjölfarið stöðvaðist framleiðsla fyrirtækisins, með tilheyrandi vöruskorti og tekjutapi. Mikið tap hefur verið á rekstri American Apparel undanfarin ár. Árið 2013 varð tap upp á 106 milljónir dollara og 37 milljónir árið áður. Hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs virðist hafa tekið tíðindunum af brottvikningu Charneys vel, en hlutabréf í American Apparel hækkuðu í gær um 22%. Tengdar fréttir Forstjóri American Apparel rekinn vegna kynferðislegrar áreitni Málaferli vegna meintrar kynferðislegrar áreitni Dov Charneys hafa staðið frá árinu 2011. 19. júní 2014 16:09 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hlutabréf í bandaríska fatafyrirtækinu American Apparel hækkuðu í verði í gær. Frá þessu er greint á vef New York Post. Dov Charney hafði fyrr um daginn verið vikið úr starfi forstjóra fyrirtækisins vegna ásakana á hendur honum um kynferðislega áreitni við starfsmenn. Charney var jafnan umdeildur einkum vegna markaðsherferða fyrirtækisins sem sýndu oft fáklæddar fyrirsætur og þóttu mjög ögrandi. Fyrirtækið komst einnig í vandræði vegna stefnu Charneys um að hafa allar vörur American Apparel framleiddar í Bandaríkjunum, öfugt við aðra bandaríska fataframleiðendur, sem flestir hafa fært framleiðslu sína úr landi. Árið 2009 kom það svo á daginn að aðal verksmiðja fyrirtækisins, sem staðsett er í Los Angeles var mönnuð ólöglegum innflytjendum og þurfti fyrirtækið að segja upp 1500 starfsmönnum verksmiðjunnar af þeim sökum. Í kjölfarið stöðvaðist framleiðsla fyrirtækisins, með tilheyrandi vöruskorti og tekjutapi. Mikið tap hefur verið á rekstri American Apparel undanfarin ár. Árið 2013 varð tap upp á 106 milljónir dollara og 37 milljónir árið áður. Hlutabréfamarkaðurinn vestanhafs virðist hafa tekið tíðindunum af brottvikningu Charneys vel, en hlutabréf í American Apparel hækkuðu í gær um 22%.
Tengdar fréttir Forstjóri American Apparel rekinn vegna kynferðislegrar áreitni Málaferli vegna meintrar kynferðislegrar áreitni Dov Charneys hafa staðið frá árinu 2011. 19. júní 2014 16:09 Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Forstjóri American Apparel rekinn vegna kynferðislegrar áreitni Málaferli vegna meintrar kynferðislegrar áreitni Dov Charneys hafa staðið frá árinu 2011. 19. júní 2014 16:09