Túrmerik andlitsmaski
Túrmerik er talið hafa bólgueyðandi áhrif og þessi maski er tilvalinn fyrir þreytta húð.
1 matskeið túrmerikduft
1 matskeið lífrænt hunang
½ teskeið vatn
Blandið hráefnunum saman þangað til að þetta verður að þykku mauki. Berið á andlit með fingrunum og bíðið í 10 mínútur. Hreinsið af með volgu vatni og bómull. Varist að maskinn berist í augu og gætið einnig að því að túrmerik getur skilið eftir bletti á fötum.

Næringarríkur andlitsmaski fyrir allar húðtegundir og þá sérstaklega þurra húð. Húðin verður mjúk og geislandi á eftir.
1 lárpera, afhýdd og steinhreinsuð
1 matskeið af góðri lífrænni ólífuolíu
1 matskeið af lífrænni jojoba olíu
Blandið hráefnunum saman í skál eða blandara þangað til að áferðin er orðin jöfn og mjúk.
Nuddið inn í húðina og bíðið í 15 mínútur. Einnig er hægt að nota þennan í hárið. Gott er að fara í sturtu á eftir og þrífa af andliti og úr hári.