Fimmtíu milljónir manna á flótta Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. júní 2014 10:30 Flóttamannabúðir í Kúrdahéruðum Íraks, skammt frá borginni Arbil. Fjöldi fólks hefur forðað sér eftir að herskáir íslamistar hófu stórsókn og hafa á skömmum tíma náð stórum hluta landsins á sitt vald.nordicphotos/AFP Alls voru 51,2 milljónir manna á flótta á heimsvísu um síðustu áramót. Þetta er í fyrsta sinn frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar sem fjöldi flóttamanna fer yfir 50 milljónir. Frá þessu er skýrt í skýrslu sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Í skýrslunni kemur fram að flóttamönnum hafi fjölgað um sex milljónir frá ársbyrjun til ársloka 2013. Mestan þátt í þessari fjölgun á borgarastyrjöldin í Sýrlandi, en alls hafa 2,5 milljónir Sýrlendinga hrakist úr landi vegna átakanna og 6,5 milljónir að auki eru á flótta innan landamæranna. Alls eru því níu milljónir Sýrlendinga, eða meira en þriðjungur þjóðarinnar, á flótta vegna borgarastyrjaldarinnar. Töluverður fjöldi fólks hefur einnig hrakist að heiman í Afríkuríkjum á síðasta ári. Einkum munar þar um ástandið í Mið-Afríkulýðveldinu og svo undir lok ársins í Suður-Súdan.Þrír meginhópar flóttamanna Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þrjá meginhópa flóttamanna. Hinir eiginlegu flóttamenn, sem svo eru skilgreindir í skýrslum, eru 16,7 milljónir. Þeir hafa allir hrakist úr landi. Til viðbótar þeim kemur fólk sem er á flótta innan eigin landamæra, en þetta er fjölmennasti hópurinn. Alls voru 33,3 milljónir manna á vergangi í eigin landi í lok síðasta árs. Oft eiga hjálparstofnanir erfiðast með að koma þessum hópi til aðstoðar, því hann er að stórum hluta fastur innan átakasvæða. Þriðji hópurinn er svo hælisleitendur, en þeir voru 1,1 milljón í lok ársins.Flóttafólk á Filippseyjum Kona á sjötugsaldri gefur barnabarni sínu mat í flóttamannabúðum á Filippseyjum. Fjölskyldan hraktist að heiman eftir að átök brutust út í Maguindanao-héraði. Hún segir að einu sinni á dag sé matarskammti úthlutað.Mynd/UNHCRVandinn orðinn illviðráðanlegur Samtals eru þetta 51,2 milljónir manna. Fjöldinn er orðinn það mikill að Flóttamannastofnunin á orðið í mestu erfiðleikum með að ráða við vandann. Verulega reynir þar á styrktaraðila stofnunarinnar. Stór hluti byrðarinnar hefur lent á þeim löndum sem eru í næsta nágrenni við helstu átakasvæði heims. Geta þeirra til að hýsa flóttafólk er oft harla takmörkuð. Fjölmennustu hópar flóttamanna eru Afganar, Sýrlendingar og Sómalar, en samtals eru þeir um helmingur allra flóttamanna í heiminum. Þau lönd sem hafa tekið við flestum flóttamönnum undanfarið eru Pakistan, Íran og Líbanon.Í flóttamannabúðum í Búrkína Fasó Þessi kona frá Malí hefur fundið skjól í flóttamannabúðunum Sag-Nionogo í Búrkína Fasó. Þar eru þúsundir manna sem hröktust að heiman vegna ofbeldismanna í norðanverðu Malí.Mynd/UNHCR Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Alls voru 51,2 milljónir manna á flótta á heimsvísu um síðustu áramót. Þetta er í fyrsta sinn frá árum seinni heimsstyrjaldarinnar sem fjöldi flóttamanna fer yfir 50 milljónir. Frá þessu er skýrt í skýrslu sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Í skýrslunni kemur fram að flóttamönnum hafi fjölgað um sex milljónir frá ársbyrjun til ársloka 2013. Mestan þátt í þessari fjölgun á borgarastyrjöldin í Sýrlandi, en alls hafa 2,5 milljónir Sýrlendinga hrakist úr landi vegna átakanna og 6,5 milljónir að auki eru á flótta innan landamæranna. Alls eru því níu milljónir Sýrlendinga, eða meira en þriðjungur þjóðarinnar, á flótta vegna borgarastyrjaldarinnar. Töluverður fjöldi fólks hefur einnig hrakist að heiman í Afríkuríkjum á síðasta ári. Einkum munar þar um ástandið í Mið-Afríkulýðveldinu og svo undir lok ársins í Suður-Súdan.Þrír meginhópar flóttamanna Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þrjá meginhópa flóttamanna. Hinir eiginlegu flóttamenn, sem svo eru skilgreindir í skýrslum, eru 16,7 milljónir. Þeir hafa allir hrakist úr landi. Til viðbótar þeim kemur fólk sem er á flótta innan eigin landamæra, en þetta er fjölmennasti hópurinn. Alls voru 33,3 milljónir manna á vergangi í eigin landi í lok síðasta árs. Oft eiga hjálparstofnanir erfiðast með að koma þessum hópi til aðstoðar, því hann er að stórum hluta fastur innan átakasvæða. Þriðji hópurinn er svo hælisleitendur, en þeir voru 1,1 milljón í lok ársins.Flóttafólk á Filippseyjum Kona á sjötugsaldri gefur barnabarni sínu mat í flóttamannabúðum á Filippseyjum. Fjölskyldan hraktist að heiman eftir að átök brutust út í Maguindanao-héraði. Hún segir að einu sinni á dag sé matarskammti úthlutað.Mynd/UNHCRVandinn orðinn illviðráðanlegur Samtals eru þetta 51,2 milljónir manna. Fjöldinn er orðinn það mikill að Flóttamannastofnunin á orðið í mestu erfiðleikum með að ráða við vandann. Verulega reynir þar á styrktaraðila stofnunarinnar. Stór hluti byrðarinnar hefur lent á þeim löndum sem eru í næsta nágrenni við helstu átakasvæði heims. Geta þeirra til að hýsa flóttafólk er oft harla takmörkuð. Fjölmennustu hópar flóttamanna eru Afganar, Sýrlendingar og Sómalar, en samtals eru þeir um helmingur allra flóttamanna í heiminum. Þau lönd sem hafa tekið við flestum flóttamönnum undanfarið eru Pakistan, Íran og Líbanon.Í flóttamannabúðum í Búrkína Fasó Þessi kona frá Malí hefur fundið skjól í flóttamannabúðunum Sag-Nionogo í Búrkína Fasó. Þar eru þúsundir manna sem hröktust að heiman vegna ofbeldismanna í norðanverðu Malí.Mynd/UNHCR
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira