Er vatnið í kringum Ísland salt? Bryndís Kristjánsdóttir skrifar 20. júní 2014 07:00 Þetta er raunveruleg spurning sem rútubílstjóri í ferð með útlendinga fékk nú á dögunum. Spurningin kom frá „leiðsögumanninum“ sem var útlendingur og hafði aldrei komið til Íslands áður! Sem betur fer talaði þessi bílstjóri annað tungumál en bara íslensku og gat því svarað spurningunni. En hvorki hann né „leiðsögumaðurinn“ sögðu ferðamönnunum frá því hvernig hafstraumunum í kringum landið er háttað sem leiðir til þess að Ísland er byggilegt og fiskimiðin jafn gjöful og raun ber vitni. Enda ekki í verkahring bílstjórans að fræða útlenda „leiðsögumenn“ svo þeir geti sagt fólkinu, sem þeir eru að fara með um landið, rétt og vel frá landinu og þjóðinni sem þar býr. Það á eingöngu að vera í verkahring leiðsögumanna sem hlotið hafa viðurkennda fagmenntun á Íslandi. Umræddur rútubílstjóri hafði frá fleiru ótrúlegu að segja úr ferð sinni með útlenda „leiðsögumanninn“ sem aldrei hafði komið hingað áður, til dæmis að hann vildi fá staðfestingu bílstjórans á því að í öllum jöklum byggju útilegumenn með fjölskyldur sínar. Bílstjórinn reyndi auðvitað að malda í móinn en „leiðsögumaðurinn“ sagði ferðafólkinu engu að síður að svona háttaði til á Íslandi.Öryggi og landvernd Þessi dæmi eru bara tvö af ótal slíkum sem við leiðsögumenn heyrum á ferðum okkar með ferðamenn um landið. Hér eru alls konar „leiðsögumenn“, útlendir sem innlendir, á ferð með stóra og smáa hópa ferðamanna og guð má vita hvaða bull þeim er sagt í ferðunum, því oft er ekki einu sinni innlendur bílstjóri með í ferð. Að ekki sé minnst á að ferðamenn, sem þannig háttar til með, virðast ekki fá neina leiðsögn í því hvernig ganga þarf um landið svo vernda megi viðkvæman gróður, fuglar á eggjum séu ekki truflaðir eða að þeir fari sér ekki að voða á hættulegum stöðum – sem eru óteljandi á Íslandi. Í minni síðustu ferð sá ég rennandi blauta konu í Reynisfjöru; væntanlega hafði enginn sagt henni frá hættulegu öldunum þar og ein þeirra því gripið hana. Gott að ekki fór verr í þetta sinn. Í Dyrhólaey sá ég svo ferðamannahóp sem fór beinustu leið yfir varnargirðingu og út á ystu klettabrún. Hópurinn virti þannig að vettugi aðgerðir sem við á Íslandi erum að grípa til til varnar gróðri og fuglum – og til að stuðla að öryggi þeirra sjálfra.Vönduð ferðaþjónusta Einföld leið til að koma í veg fyrir bullið, átroðninginn og slysahættuna er að ferðamenn fái vandaða fræðslu um landið og hópar séu alls ekki á ferð með öðrum en fagmenntuðum leiðsögumönnum. Einhverjir hafa reynt að koma þeim kvitti á kreik að ekki séu til nógu margir slíkir í landinu, sem er fjarri sannleikanum. Hjá Félagi leiðsögumanna er skrá yfir rúmlega 600 fagmenntaða félagsmenn og þeim til viðbótar er stór hópur sem ekki hefur starfað við fagið þar sem ekki var vinnu að fá. Þar sem ferðaþjónustan er nú orðinn sá máttugi stólpi í íslensku samfélagi sem raun ber vitni þá þarf að gæta þess afar vel að hún viðhaldist sem slík og eflist. Það gerist ekki nema með góðri innri uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landinu öllu og þar verða fagmennska og vönduð vinnubrögð að ráða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er raunveruleg spurning sem rútubílstjóri í ferð með útlendinga fékk nú á dögunum. Spurningin kom frá „leiðsögumanninum“ sem var útlendingur og hafði aldrei komið til Íslands áður! Sem betur fer talaði þessi bílstjóri annað tungumál en bara íslensku og gat því svarað spurningunni. En hvorki hann né „leiðsögumaðurinn“ sögðu ferðamönnunum frá því hvernig hafstraumunum í kringum landið er háttað sem leiðir til þess að Ísland er byggilegt og fiskimiðin jafn gjöful og raun ber vitni. Enda ekki í verkahring bílstjórans að fræða útlenda „leiðsögumenn“ svo þeir geti sagt fólkinu, sem þeir eru að fara með um landið, rétt og vel frá landinu og þjóðinni sem þar býr. Það á eingöngu að vera í verkahring leiðsögumanna sem hlotið hafa viðurkennda fagmenntun á Íslandi. Umræddur rútubílstjóri hafði frá fleiru ótrúlegu að segja úr ferð sinni með útlenda „leiðsögumanninn“ sem aldrei hafði komið hingað áður, til dæmis að hann vildi fá staðfestingu bílstjórans á því að í öllum jöklum byggju útilegumenn með fjölskyldur sínar. Bílstjórinn reyndi auðvitað að malda í móinn en „leiðsögumaðurinn“ sagði ferðafólkinu engu að síður að svona háttaði til á Íslandi.Öryggi og landvernd Þessi dæmi eru bara tvö af ótal slíkum sem við leiðsögumenn heyrum á ferðum okkar með ferðamenn um landið. Hér eru alls konar „leiðsögumenn“, útlendir sem innlendir, á ferð með stóra og smáa hópa ferðamanna og guð má vita hvaða bull þeim er sagt í ferðunum, því oft er ekki einu sinni innlendur bílstjóri með í ferð. Að ekki sé minnst á að ferðamenn, sem þannig háttar til með, virðast ekki fá neina leiðsögn í því hvernig ganga þarf um landið svo vernda megi viðkvæman gróður, fuglar á eggjum séu ekki truflaðir eða að þeir fari sér ekki að voða á hættulegum stöðum – sem eru óteljandi á Íslandi. Í minni síðustu ferð sá ég rennandi blauta konu í Reynisfjöru; væntanlega hafði enginn sagt henni frá hættulegu öldunum þar og ein þeirra því gripið hana. Gott að ekki fór verr í þetta sinn. Í Dyrhólaey sá ég svo ferðamannahóp sem fór beinustu leið yfir varnargirðingu og út á ystu klettabrún. Hópurinn virti þannig að vettugi aðgerðir sem við á Íslandi erum að grípa til til varnar gróðri og fuglum – og til að stuðla að öryggi þeirra sjálfra.Vönduð ferðaþjónusta Einföld leið til að koma í veg fyrir bullið, átroðninginn og slysahættuna er að ferðamenn fái vandaða fræðslu um landið og hópar séu alls ekki á ferð með öðrum en fagmenntuðum leiðsögumönnum. Einhverjir hafa reynt að koma þeim kvitti á kreik að ekki séu til nógu margir slíkir í landinu, sem er fjarri sannleikanum. Hjá Félagi leiðsögumanna er skrá yfir rúmlega 600 fagmenntaða félagsmenn og þeim til viðbótar er stór hópur sem ekki hefur starfað við fagið þar sem ekki var vinnu að fá. Þar sem ferðaþjónustan er nú orðinn sá máttugi stólpi í íslensku samfélagi sem raun ber vitni þá þarf að gæta þess afar vel að hún viðhaldist sem slík og eflist. Það gerist ekki nema með góðri innri uppbyggingu ferðaþjónustunnar á landinu öllu og þar verða fagmennska og vönduð vinnubrögð að ráða.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun