Enski boltinn

Hvorki Gibbs né Oxlade-Chamberlain í leikbann

Gibbs brjálaður eftir að hafa fengið rautt spjald fyrir engar sakir.
Gibbs brjálaður eftir að hafa fengið rautt spjald fyrir engar sakir. vísir/afp
Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur tekið fyrir rauða spjaldið í leik Chelsea og Arsenal þegar Andre Marriner rak vitlausan mann af velli.

Marriner gaf Kieran Gibbs rauða spjaldið fyrir að verja boltann en í raun var það Alex Oxlade-Chamberlain sem varði boltann. Ótrúleg mistök.

Rauða spjaldið hefur verið tekið af Gibbs og aganefndin hefur einnig sleppt Chamberlain þar sem nefndinni fannst brot hans ekki verðskulda rautt spjald.

Hvorugur leikmaður fer því í leikbann sem eru fín tíðindi fyrir Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×