Segir áverkana hafa verið óhapp Sunna Karen Sigurþórssdóttir skrifar 24. september 2014 13:33 Chaplas Menka. Vísir/valli Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að áverkarnir sem hælisleitandi hlaut í fangaklefa hafi verið slys. Hann vill þó hvorki upplýsa um hvers vegna hnífur var dreginn upp í stað tangar né hvers vegna maðurinn var handtekinn.Líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þurfti að flytja erlendan mann, búsettan á Íslandi, á sjúkrahús eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Plastbönd höfðu verið sett á fætur mannsins og þegar verið var að losa fjötrana var hnífur notaður í stað tangar. Maðurinn hlaut í kjölfarið tvo djúpa skurði á fæti.Menkas hlaut djúpa skurði eftir eggvopn sem notað var til að losa plastfjötra sem settir höfðu verið utan um fætur hans.vísir/valliHörður segir að algengast sé að tangir séu notaðar við að losa menn úr fjötrum en í þessu tilfelli hafi lögregla notað hníf við verknaðinn. Hamagangurinn í manninum hafi orðið til þess að hnífurinn féll á fót mannsins með fyrrgreindum afleiðingum. Hann vill þó hvorki upplýsa hvers vegna hann var handtekinn og fjötraður, né hvers vegna hann var lokaður inni. „Það voru sett á hann fótabönd og hann handjárnaður. Þegar átti að losa þau þá var það gert með hníf í stað þess að nota töng. Þá varð þetta óhapp að hann rakst í hann. Þetta var bara óhapp,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Maðurinn, Chaplas Menka, er fæddur í Líberíu í Vestur-Afríku en flúði borgarastríðið þar ungur að árum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2009. Hinn 10. september síðastliðinn afhenti lögregla Menka bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið ólöglega í landinu í um sjö mánuði og við því yrði að bregðast. Menka fór með lögreglu á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann var handtekinn og að lokum fjötraður. Hann segir að sér hafi verið synjað um lögfræðiaðstoð og sakar lögregluna um alvarlegt ofbeldi. Hörður gaf jafnframt ekki skýringar á því hvers vegna manninum var synjað um aðstoð lögfræðings, líkt og lög gera ráð fyrir. Hann segir málið í meginatriðum rétt og að það sé nú í farvegi í samvinnu við Menka sjálfan og lögmann hans.Föt Menkas voru alblóðug eftir áverkana sem hann hlaut.vísir/valli Tengdar fréttir Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að áverkarnir sem hælisleitandi hlaut í fangaklefa hafi verið slys. Hann vill þó hvorki upplýsa um hvers vegna hnífur var dreginn upp í stað tangar né hvers vegna maðurinn var handtekinn.Líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þurfti að flytja erlendan mann, búsettan á Íslandi, á sjúkrahús eftir að lögregluþjónn veitti honum djúpa skurði á fæti með eggvopni inni í fangaklefa. Plastbönd höfðu verið sett á fætur mannsins og þegar verið var að losa fjötrana var hnífur notaður í stað tangar. Maðurinn hlaut í kjölfarið tvo djúpa skurði á fæti.Menkas hlaut djúpa skurði eftir eggvopn sem notað var til að losa plastfjötra sem settir höfðu verið utan um fætur hans.vísir/valliHörður segir að algengast sé að tangir séu notaðar við að losa menn úr fjötrum en í þessu tilfelli hafi lögregla notað hníf við verknaðinn. Hamagangurinn í manninum hafi orðið til þess að hnífurinn féll á fót mannsins með fyrrgreindum afleiðingum. Hann vill þó hvorki upplýsa hvers vegna hann var handtekinn og fjötraður, né hvers vegna hann var lokaður inni. „Það voru sett á hann fótabönd og hann handjárnaður. Þegar átti að losa þau þá var það gert með hníf í stað þess að nota töng. Þá varð þetta óhapp að hann rakst í hann. Þetta var bara óhapp,“ segir Hörður í samtali við Vísi. Maðurinn, Chaplas Menka, er fæddur í Líberíu í Vestur-Afríku en flúði borgarastríðið þar ungur að árum. Hann kom fyrst til Íslands árið 2009. Hinn 10. september síðastliðinn afhenti lögregla Menka bréf frá útlendingastofnun þess efnis að hann hafi dvalið ólöglega í landinu í um sjö mánuði og við því yrði að bregðast. Menka fór með lögreglu á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann var handtekinn og að lokum fjötraður. Hann segir að sér hafi verið synjað um lögfræðiaðstoð og sakar lögregluna um alvarlegt ofbeldi. Hörður gaf jafnframt ekki skýringar á því hvers vegna manninum var synjað um aðstoð lögfræðings, líkt og lög gera ráð fyrir. Hann segir málið í meginatriðum rétt og að það sé nú í farvegi í samvinnu við Menka sjálfan og lögmann hans.Föt Menkas voru alblóðug eftir áverkana sem hann hlaut.vísir/valli
Tengdar fréttir Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Segir lögregluna hafa beitt sig harkalegu ofbeldi Chaplas Menka var fluttur úr fangaklefa með sjúkrabíl á spítala. 23. september 2014 19:45