Erlent

Deilt um uppstoppaðan Einmana-George

Atli Ísleifsson skrifar
Taliðð er að Einmana-George hafi orðið rúmlega 100 ára þegar hann drapst árið 2012.
Taliðð er að Einmana-George hafi orðið rúmlega 100 ára þegar hann drapst árið 2012. Vísir/AFP

Deila hefur sprottið upp um hvar uppstoppaðar leifar risaskjaldbökunnar Einmana-George skuli vera til sýnis.



Yfirvöld á Galapagoseyjum vilja að George verði aftur skilað til eyjanna en ríkisstjórn Ekvadors vill hins vegar að George verði fundinn staður í höfuðborginni Quito.



George varð þekktur um heim allan eftir að ungverskur vísindamaður fann hann á eynni Pinta árið 1971, en þá var talið að Pinta-skjaldbökurnar væru þegar útdauðar. George drapst árið 2012.



Leopoldo Bucheli, bæjarstjóri á Galapagoseyjum, segir að George hafi verið eitt helsta tákn eyjanna og ætti að vera skilað heim. Segir hann að leifarnar skuli skilað til í þjóðgarðsins í Santa Cruz þar sem George varði síðustu fjörtíu ár lífs síns.



Í yfirlýsingu frá umhverfisráðuneyti Ekvadors segir að bronsstyttu af George verði komið fyrir á Galapagos og nýrri fræðslumiðstöð fyrir gesti. Kemur fram að George sé hluti af ekvadorskum þjóðararfi og nauðsynlegt að George verði til til sýnis í Quito svo að fleiri geti séð hann og þar sem aðstæður væru betri til varðveitingar.



Í frétt BBC segir að George sé nú til sýnis í American Museum og Natural History í New York til 4. janúar á næsta ári.



Áætlað er að Einmana-George hafi verið rúmlega 100 ára gamall þegar hann drapst. Hann var um 75 kíló að þyngd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×