Útflutningur á lambakjöti til Rússlands sexfaldaðist Haraldur Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2014 07:00 Erlendur Garðarsson segir utanríkisráðuneytið og sendiráð Íslands í Moskvu hafa veitt mikla aðstoð við að koma kjötinu í sölu í Rússlandi. Vísir/Pjetur Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur flutt út rúm 60 tonn af lambakjöti til Rússlands á síðustu þremur mánuðum. Útflutningurinn hefur sexfaldast á einu ári en sala á lambakjöti til Bandaríkjanna dregist saman um 15 prósent. Þetta segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki. „Það fóru tvær prufusendingar til Rússlands í haust sem innihéldu tvö og hálft tonn af ferskum lambalundum, lambakórónum og öðrum svona betri bitum. Kjötið fór til verslanakeðjunnar Azbuka Vkusa sem má líkja við verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum. Viðtökurnar voru góðar sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta haust,“ segir Ágúst. Fyrirtækið hefur einnig flutt út um 60 tonn af frosnu lambakjöti sem er geymt í frystigeymslum IceCorpo í Sankti Pétursborg. KS á helmingshlut í IceCorpo en fyrirtækið var stofnað í vor og sér um sölu- og dreifingu á kjötinu í landinu. „Það kjöt er komið í dreifingu til veitingahúsa og ég mun fara til Rússlands í næstu viku með fyrrverandi landsliðskokki til að kynna vöruna á matreiðslunámskeiðum sem verða haldin fyrir kokka á helstu veitingahúsum Sankti Pétursborgar,“ segir Ágúst. Hann segir fyrirtækið stefna að því að senda aðra sendingu af frosnu lambakjöti til Rússlands eftir áramót. KS á einnig helmingshlut í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga sem hefur selt um 200 tonn af fersku lambakjöti á ári til verslanakeðjunnar Whole Foods í Bandaríkjunum. „Það er búið að taka 15 til 20 ár að koma þessu inn á Bandaríkin en við fórum einungis að horfa til Rússlands fyrir um þremur árum. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um einhver 30 tonn í haust en það eru ákveðnar skýringar á því sem tengjast auknu framboði á lambakjöti frá Ástralíu í verslunum Whole Foods.“ Ágúst segir erfitt að bera saman verð á fersku íslensku lambakjöti í verslunum í Rússlandi og Bandaríkjunum. „Þetta haust var auðvitað prufukeyrsla hjá okkur í Rússlandi og við vorum því með tilboðsverð fyrir vikið. Verðin sem við erum að keyra á þar eru sambærileg og hér innanlands en ívið hærri í Bandaríkjunum,“ segir Ágúst. „Svo erum við búin að selja allt ærkjötið sem fór til Rússlands, hátt í 200 tonn, og slátra hrossunum sem fara inn á þennan markað.“ Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur einnig selt frosið lamba-, hrossa- og ærkjöt til Rússlands. Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, segir fyrirtækið skoða að hefja útflutning á fersku lambakjöti til landsins. „Rússlandsmarkaður er vaxandi og spennandi og við erum að horfa þangað,“ segir Guðmundur. Erlendur Garðarsson markaðsráðgjafi hefur flutt út kjöt til Rússlands í mörg ár og aðstoðað bæði KS og SS við þeirra útflutning. „Það er einnig verið að flytja aðrar kjötvörur til landsins, sem við höfum ekki haft farveg fyrir, eins og hjörtu og lifur úr hrossum og hrossafitu. Þetta allt hefur gert það að verkum að Rússland er nú með stærri viðskiptalöndum okkar í kjötafurðum. Þessi markaður er því orðinn mjög mikilvægur fyrir íslenskan landbúnað. Ef þú ert farinn að selja hófa og klaufir þá ertu í góðum málum og við erum að nálgast það óðfluga,“ segir Erlendur. Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Sjá meira
Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur flutt út rúm 60 tonn af lambakjöti til Rússlands á síðustu þremur mánuðum. Útflutningurinn hefur sexfaldast á einu ári en sala á lambakjöti til Bandaríkjanna dregist saman um 15 prósent. Þetta segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki. „Það fóru tvær prufusendingar til Rússlands í haust sem innihéldu tvö og hálft tonn af ferskum lambalundum, lambakórónum og öðrum svona betri bitum. Kjötið fór til verslanakeðjunnar Azbuka Vkusa sem má líkja við verslanir Whole Foods í Bandaríkjunum. Viðtökurnar voru góðar sem gefur góð fyrirheit fyrir næsta haust,“ segir Ágúst. Fyrirtækið hefur einnig flutt út um 60 tonn af frosnu lambakjöti sem er geymt í frystigeymslum IceCorpo í Sankti Pétursborg. KS á helmingshlut í IceCorpo en fyrirtækið var stofnað í vor og sér um sölu- og dreifingu á kjötinu í landinu. „Það kjöt er komið í dreifingu til veitingahúsa og ég mun fara til Rússlands í næstu viku með fyrrverandi landsliðskokki til að kynna vöruna á matreiðslunámskeiðum sem verða haldin fyrir kokka á helstu veitingahúsum Sankti Pétursborgar,“ segir Ágúst. Hann segir fyrirtækið stefna að því að senda aðra sendingu af frosnu lambakjöti til Rússlands eftir áramót. KS á einnig helmingshlut í Sláturhúsi KVH á Hvammstanga sem hefur selt um 200 tonn af fersku lambakjöti á ári til verslanakeðjunnar Whole Foods í Bandaríkjunum. „Það er búið að taka 15 til 20 ár að koma þessu inn á Bandaríkin en við fórum einungis að horfa til Rússlands fyrir um þremur árum. Útflutningurinn til Bandaríkjanna dróst saman um einhver 30 tonn í haust en það eru ákveðnar skýringar á því sem tengjast auknu framboði á lambakjöti frá Ástralíu í verslunum Whole Foods.“ Ágúst segir erfitt að bera saman verð á fersku íslensku lambakjöti í verslunum í Rússlandi og Bandaríkjunum. „Þetta haust var auðvitað prufukeyrsla hjá okkur í Rússlandi og við vorum því með tilboðsverð fyrir vikið. Verðin sem við erum að keyra á þar eru sambærileg og hér innanlands en ívið hærri í Bandaríkjunum,“ segir Ágúst. „Svo erum við búin að selja allt ærkjötið sem fór til Rússlands, hátt í 200 tonn, og slátra hrossunum sem fara inn á þennan markað.“ Sláturfélag Suðurlands (SS) hefur einnig selt frosið lamba-, hrossa- og ærkjöt til Rússlands. Guðmundur Svavarsson, framleiðslustjóri SS, segir fyrirtækið skoða að hefja útflutning á fersku lambakjöti til landsins. „Rússlandsmarkaður er vaxandi og spennandi og við erum að horfa þangað,“ segir Guðmundur. Erlendur Garðarsson markaðsráðgjafi hefur flutt út kjöt til Rússlands í mörg ár og aðstoðað bæði KS og SS við þeirra útflutning. „Það er einnig verið að flytja aðrar kjötvörur til landsins, sem við höfum ekki haft farveg fyrir, eins og hjörtu og lifur úr hrossum og hrossafitu. Þetta allt hefur gert það að verkum að Rússland er nú með stærri viðskiptalöndum okkar í kjötafurðum. Þessi markaður er því orðinn mjög mikilvægur fyrir íslenskan landbúnað. Ef þú ert farinn að selja hófa og klaufir þá ertu í góðum málum og við erum að nálgast það óðfluga,“ segir Erlendur.
Mest lesið Northvolt í þrot Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Sjá meira