„Hann hefur haldið til á gluggasyllu óáreittur allt til dagsins í dag,“ bætir Kristinn við.

„Ég get nú ekki mikið sagt til um bragðið því ég rak tunguna lengst ofan í kok á meðan bitinn var upp í mér,“ segir Pétur sem kunni ekki við áferð borgarans.
„Um leið og slökkt hafði verið á upptökunni spýtti ég bitanum út úr mér. Ég átti náttúrulega ekki von á því að ég færi að taka upp á því að taka bita en þar sem upptakan var enn í gangi gat ég ekki skorast undan,“ bætir Pétur við. Hann veit ekki hvernig þetta hefði farið ef hann hefði klárað borgarann.
„Ég er hins vegar mjög glaður að upptakan var stöðvuð því annars hefði ég líklega farið að japla á þessu og yrði veikur á morgun.“
Post by Hvíta húsið.