Lennon: Eiður hefur hæfileikana en formið er spurningamerki Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. nóvember 2014 09:00 Eiður Smári Guðjohnsen í leik með AEK í Grikklandi. vísir/getty Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, á enn eftir að taka ákvörðun um hvort hann bjóði Eiði Smára Guðjohnsen samning, en hann hefur æft með enska B-deildarliðinu undanfarna viku. Eiður Smári spilaði 75 mínútur í æfingaleik fyrir luktum dyrum á þriðjudaginn gegn Bury og á að spila annan leik í næstu viku. Lennon hefur ekkert nema góða hluti um Eið að segja og býst nú allt eins við samkeppni um undirskrift hans, fyrst ljóst er orðið að hann vill halda áfram að spila. „Það kæmi mér ekkert á óvart. Mér finnst bara tilkomumikið að hann vilji halda áfram að spila. Hann tók sér smá frí og kom til baka mjög ferskur,“ segir Lennon í viðtali við The Bolton News.Eiður Smári lék síðast með Bolton árið 2000.vísir/getty„Eina sem við eigum eftir að gera er að sjá hvar hann stendur. En hvernig metur maður Eið Guðjohnsen? Þið vitið hvað ég meina. Við munum skoða hann vel.“ Lennon segir að hann ætli sér að reyna að koma Eið Smára í leikform áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann bjóði honum samning eða ekki. Samningaviðræður milli leikmannsins og stjórnarformannsins Phil Gartside í síðustu viku gengu vel, að sögn staðarmiðla. „Við þurfum að koma honum í stand til að spila 90 mínútur. Ég var að sjá hann í öðruvísi umhverfi - ellefu á móti ellefu. Þangað til það gerist sér maður ekkert hvernig hann passar inn í liðið,“ segir Lennon. „Eiður Smári hefur gert allt sem við höfum beðið hann um að gera. Nú þurfum við bara að sjá hann spila fótbolta. Hann er svo sannarlega með hæfileikana, það er ekki málið. Þetta snýst bara um hvernig líkamlegu formi hann er í. Við höfum ekki tekið ákvörðun um það ennþá.“ Varalið Bolton mætir Middlesbrough á mánudaginn og þar mun Eiður Smári spila. Enski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Bolton vilja fá Eið Smára: „Hann er algjör goðsögn“ Eiður Smári hefur slegið í gegn á æfingum með B-deildarliðinu Bolton þar sem hann spilaði síðast fyrir fjórtán árum. 24. nóvember 2014 09:45 Eiður spilaði í 75 mínútur með Bolton Klæddist Bolton-treyjunni á ný eftir fjórtán ára hlé. 25. nóvember 2014 17:07 Lennon um Eið Smára: Þurftum ekki að hugsa okkur um Ræðst af líkamlegu formi Eiðs Smára Guðjohnsen hvort hann fær samning hjá Bolton. 21. nóvember 2014 13:00 Ég elska karlmann - hann heitir Eiður Smári Stuðningsmaður Bolton gæti fengið draum sinn uppfylltan í vikunni ef Eiður Smári Guðjohnsen semur við félagið. 26. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, á enn eftir að taka ákvörðun um hvort hann bjóði Eiði Smára Guðjohnsen samning, en hann hefur æft með enska B-deildarliðinu undanfarna viku. Eiður Smári spilaði 75 mínútur í æfingaleik fyrir luktum dyrum á þriðjudaginn gegn Bury og á að spila annan leik í næstu viku. Lennon hefur ekkert nema góða hluti um Eið að segja og býst nú allt eins við samkeppni um undirskrift hans, fyrst ljóst er orðið að hann vill halda áfram að spila. „Það kæmi mér ekkert á óvart. Mér finnst bara tilkomumikið að hann vilji halda áfram að spila. Hann tók sér smá frí og kom til baka mjög ferskur,“ segir Lennon í viðtali við The Bolton News.Eiður Smári lék síðast með Bolton árið 2000.vísir/getty„Eina sem við eigum eftir að gera er að sjá hvar hann stendur. En hvernig metur maður Eið Guðjohnsen? Þið vitið hvað ég meina. Við munum skoða hann vel.“ Lennon segir að hann ætli sér að reyna að koma Eið Smára í leikform áður en hann tekur ákvörðun um hvort hann bjóði honum samning eða ekki. Samningaviðræður milli leikmannsins og stjórnarformannsins Phil Gartside í síðustu viku gengu vel, að sögn staðarmiðla. „Við þurfum að koma honum í stand til að spila 90 mínútur. Ég var að sjá hann í öðruvísi umhverfi - ellefu á móti ellefu. Þangað til það gerist sér maður ekkert hvernig hann passar inn í liðið,“ segir Lennon. „Eiður Smári hefur gert allt sem við höfum beðið hann um að gera. Nú þurfum við bara að sjá hann spila fótbolta. Hann er svo sannarlega með hæfileikana, það er ekki málið. Þetta snýst bara um hvernig líkamlegu formi hann er í. Við höfum ekki tekið ákvörðun um það ennþá.“ Varalið Bolton mætir Middlesbrough á mánudaginn og þar mun Eiður Smári spila.
Enski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn Bolton vilja fá Eið Smára: „Hann er algjör goðsögn“ Eiður Smári hefur slegið í gegn á æfingum með B-deildarliðinu Bolton þar sem hann spilaði síðast fyrir fjórtán árum. 24. nóvember 2014 09:45 Eiður spilaði í 75 mínútur með Bolton Klæddist Bolton-treyjunni á ný eftir fjórtán ára hlé. 25. nóvember 2014 17:07 Lennon um Eið Smára: Þurftum ekki að hugsa okkur um Ræðst af líkamlegu formi Eiðs Smára Guðjohnsen hvort hann fær samning hjá Bolton. 21. nóvember 2014 13:00 Ég elska karlmann - hann heitir Eiður Smári Stuðningsmaður Bolton gæti fengið draum sinn uppfylltan í vikunni ef Eiður Smári Guðjohnsen semur við félagið. 26. nóvember 2014 09:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum Sjá meira
Leikmenn Bolton vilja fá Eið Smára: „Hann er algjör goðsögn“ Eiður Smári hefur slegið í gegn á æfingum með B-deildarliðinu Bolton þar sem hann spilaði síðast fyrir fjórtán árum. 24. nóvember 2014 09:45
Eiður spilaði í 75 mínútur með Bolton Klæddist Bolton-treyjunni á ný eftir fjórtán ára hlé. 25. nóvember 2014 17:07
Lennon um Eið Smára: Þurftum ekki að hugsa okkur um Ræðst af líkamlegu formi Eiðs Smára Guðjohnsen hvort hann fær samning hjá Bolton. 21. nóvember 2014 13:00
Ég elska karlmann - hann heitir Eiður Smári Stuðningsmaður Bolton gæti fengið draum sinn uppfylltan í vikunni ef Eiður Smári Guðjohnsen semur við félagið. 26. nóvember 2014 09:00