Hugmyndir fyrir hrekkjavöku 31. október 2014 12:00 Hrekkjavakan er í kvöld og má búast við að sjá margar skelfilegar furðuverur á ferli um helgina. Margir eru á móti því að fá þessa amerísku hefð til landsins. Aðrir fagna tækifærinu til að hafa gaman og nota hugmyndaflugið í að útbúa flotta og skemmtilegaHólmfríður ÞorgeirsdóttirVísir/EinkasafnHólmfríður Þorgeirsdóttir og Kristín systir hennar eru búsettar á Akureyri og hafa haldið upp á hrekkjavökuna í fimm ár. „Þetta byrjaði þannig að frænka okkar sem býr fyrir sunnan var alltaf að bjóða okkur í hrekkjavökupartí og okkur fannst svo leiðinlegt að komast ekki. Svo við tókum málin í okkar hendur og héldum okkar eigið,“ segir Hólmfríður. Þær systur hafa yfirleitt leigt sal undir herlegheitin, en í ár ætlar Hólmfríður að bjóða heim til sín í nýja húsið sitt. „Þetta byrjaði með frekar litlu partíi, en síðan hefur þetta vaxið með árunum. Við skreytum alltaf rosalega mikið og erum búnar að safna að okkur miklu af skrauti, og að sjálfsögðu reynum við að hafa þetta eins skelfilegt og mögulegt er,“ segir hún. Með árunum fóru gestir að leggja meiri og meiri metnað í búningana. „Við létum búa til farandbikar fyrir besta búninginn, sem er hnífur sem er búið að stinga í trékubb og er allur í blóði. Það vekur mikla lukku.“ En af hverju halda þær upp á hrekkjavökuna? „Fyrir okkur er þetta bara einn eitt tækifærið til þess að skemmta sér og hafa gaman. Margir eru á móti því að þetta sé hér og segja þetta bara amerískt sölutrikk. Vonandi muna þeir að einu sinni var enginn rauðklæddur jólasveinn á jólunum,“ segir Hólmfríður.Konráð Sigurðsson með djöflabarniðVísir/einkasafnKonráð Sigurðsson hefur síðustu fjögur ár haldið hrekkjavökupartí sem hann kallar „Sláturhús Konna.“ „Vinkona mín var alltaf með svona partí, en svo flutti hún úr bænum svo ég tók bara við keflinu.“ Partíið er haldið í stórum sal og skreytir Konni hann eins mikið og hann getur. „Ég hef oftast sett dúka með blóðslettum á veggina og boðið upp á puttamat, sem er eins og fingur,“ segir hann. Í fyrra fór hann huldu höfði mestan hluta af partíinu og klæddi son sinn upp sem sjálfan sig. Við innganginn hafði hann komið fyrir dúkku sem var eins og djöflabarn, sem skynjaði ef einhver labbaði fram hjá og þá öskraði það og sneri höfðinu. „Dúkkunni var svo stolið í partíinu um kvöldið. Við fórum svo í bæinn og þá sá vinkona mín einhvern með dúkkuna á English Pub. Hún reif dúkkuna af viðkomandi og kom henni til mín. Ég eyddi svo restinni af djamminu með öskrandi djöflabarn í höndunum. Það var nokkuð fyndið,“ segir Konráð. En hvers vegna heldur hann upp á hrekkjavökuna? „Mér finnst þetta bara skemmtilegt tækifæri fyrir fólk til þess að gera eitthvað skemmtilegt og vera öðruvísi."Halloween hugmyndirPharrell Williams á Grammy-verðlaununum Það eina sem þú þarft er hattur sem hefur sitt eigið póstnúmer og dökkur andlistfarði. Svo væri ekki verra að dusta rykið af danshæfileikunum í leiðinni.Shia LaBeouf á frumsýningu Nymphomaniac Þeir sem eru hugmyndasnauðir hafa enga afsökun lengur. jakkaföt og brúnn bréfpoki yfir höfuðið. Svo er um að gera að leika sér með það að enginn þekki þig.Emoji Þeir sem hafa einhvern tíma sent sms eða kommentað á Instagram þekkja þessi merki. Möguleikarnir eru endalausir og nú er um að gera að sleppa hugmyndafluginu lausu.Luis Suárezog bitið Án þess að vilja hvetja til þess að bíta aðra þá er þetta hugmynd sem má vinna með. Rétt útfærsla og þú verður sá skelfilegasti í partíinu! Drakúla hvað?Kim Kardashian og fjölskylda Hin nýja Addams-fjölskylda? Foreldrarnir sem Kanye og Kim og barnið sett í svart. þau geta að minnsta kosti verið svolítið skelfileg. Veldu þér uppáhaldsmeðlim í Kardashian-klaninu og taktu skrefið.Mjólk D-vítamínbætt léttmjólk í Jack Daniels-umbúðum jafnvel? Eftir alla Mjólkursam-söludramatíkina þá er fátt hræðilegra en mjólkurferna. Verið hrædd – mjög hrædd.Beyoncé og Jay Z Þetta gæti verið skemmtilegt. upplagt fyrir þá sem elska að fara í karakter. Græjið lyftu, fáið þriðja aðilann með og túlkið taugatitrandi lyfturifrildið á ykkar hátt.Bárðarbunga og Kristján Már Hinn fullkomni parabúningur. Eldgosið óútreiknanlega og Kristján Már í gula vestinu. Þetta er hugmynd sem getur ekki klikkað. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Hrekkjavakan er í kvöld og má búast við að sjá margar skelfilegar furðuverur á ferli um helgina. Margir eru á móti því að fá þessa amerísku hefð til landsins. Aðrir fagna tækifærinu til að hafa gaman og nota hugmyndaflugið í að útbúa flotta og skemmtilegaHólmfríður ÞorgeirsdóttirVísir/EinkasafnHólmfríður Þorgeirsdóttir og Kristín systir hennar eru búsettar á Akureyri og hafa haldið upp á hrekkjavökuna í fimm ár. „Þetta byrjaði þannig að frænka okkar sem býr fyrir sunnan var alltaf að bjóða okkur í hrekkjavökupartí og okkur fannst svo leiðinlegt að komast ekki. Svo við tókum málin í okkar hendur og héldum okkar eigið,“ segir Hólmfríður. Þær systur hafa yfirleitt leigt sal undir herlegheitin, en í ár ætlar Hólmfríður að bjóða heim til sín í nýja húsið sitt. „Þetta byrjaði með frekar litlu partíi, en síðan hefur þetta vaxið með árunum. Við skreytum alltaf rosalega mikið og erum búnar að safna að okkur miklu af skrauti, og að sjálfsögðu reynum við að hafa þetta eins skelfilegt og mögulegt er,“ segir hún. Með árunum fóru gestir að leggja meiri og meiri metnað í búningana. „Við létum búa til farandbikar fyrir besta búninginn, sem er hnífur sem er búið að stinga í trékubb og er allur í blóði. Það vekur mikla lukku.“ En af hverju halda þær upp á hrekkjavökuna? „Fyrir okkur er þetta bara einn eitt tækifærið til þess að skemmta sér og hafa gaman. Margir eru á móti því að þetta sé hér og segja þetta bara amerískt sölutrikk. Vonandi muna þeir að einu sinni var enginn rauðklæddur jólasveinn á jólunum,“ segir Hólmfríður.Konráð Sigurðsson með djöflabarniðVísir/einkasafnKonráð Sigurðsson hefur síðustu fjögur ár haldið hrekkjavökupartí sem hann kallar „Sláturhús Konna.“ „Vinkona mín var alltaf með svona partí, en svo flutti hún úr bænum svo ég tók bara við keflinu.“ Partíið er haldið í stórum sal og skreytir Konni hann eins mikið og hann getur. „Ég hef oftast sett dúka með blóðslettum á veggina og boðið upp á puttamat, sem er eins og fingur,“ segir hann. Í fyrra fór hann huldu höfði mestan hluta af partíinu og klæddi son sinn upp sem sjálfan sig. Við innganginn hafði hann komið fyrir dúkku sem var eins og djöflabarn, sem skynjaði ef einhver labbaði fram hjá og þá öskraði það og sneri höfðinu. „Dúkkunni var svo stolið í partíinu um kvöldið. Við fórum svo í bæinn og þá sá vinkona mín einhvern með dúkkuna á English Pub. Hún reif dúkkuna af viðkomandi og kom henni til mín. Ég eyddi svo restinni af djamminu með öskrandi djöflabarn í höndunum. Það var nokkuð fyndið,“ segir Konráð. En hvers vegna heldur hann upp á hrekkjavökuna? „Mér finnst þetta bara skemmtilegt tækifæri fyrir fólk til þess að gera eitthvað skemmtilegt og vera öðruvísi."Halloween hugmyndirPharrell Williams á Grammy-verðlaununum Það eina sem þú þarft er hattur sem hefur sitt eigið póstnúmer og dökkur andlistfarði. Svo væri ekki verra að dusta rykið af danshæfileikunum í leiðinni.Shia LaBeouf á frumsýningu Nymphomaniac Þeir sem eru hugmyndasnauðir hafa enga afsökun lengur. jakkaföt og brúnn bréfpoki yfir höfuðið. Svo er um að gera að leika sér með það að enginn þekki þig.Emoji Þeir sem hafa einhvern tíma sent sms eða kommentað á Instagram þekkja þessi merki. Möguleikarnir eru endalausir og nú er um að gera að sleppa hugmyndafluginu lausu.Luis Suárezog bitið Án þess að vilja hvetja til þess að bíta aðra þá er þetta hugmynd sem má vinna með. Rétt útfærsla og þú verður sá skelfilegasti í partíinu! Drakúla hvað?Kim Kardashian og fjölskylda Hin nýja Addams-fjölskylda? Foreldrarnir sem Kanye og Kim og barnið sett í svart. þau geta að minnsta kosti verið svolítið skelfileg. Veldu þér uppáhaldsmeðlim í Kardashian-klaninu og taktu skrefið.Mjólk D-vítamínbætt léttmjólk í Jack Daniels-umbúðum jafnvel? Eftir alla Mjólkursam-söludramatíkina þá er fátt hræðilegra en mjólkurferna. Verið hrædd – mjög hrædd.Beyoncé og Jay Z Þetta gæti verið skemmtilegt. upplagt fyrir þá sem elska að fara í karakter. Græjið lyftu, fáið þriðja aðilann með og túlkið taugatitrandi lyfturifrildið á ykkar hátt.Bárðarbunga og Kristján Már Hinn fullkomni parabúningur. Eldgosið óútreiknanlega og Kristján Már í gula vestinu. Þetta er hugmynd sem getur ekki klikkað.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira