Hugmyndir fyrir hrekkjavöku 31. október 2014 12:00 Hrekkjavakan er í kvöld og má búast við að sjá margar skelfilegar furðuverur á ferli um helgina. Margir eru á móti því að fá þessa amerísku hefð til landsins. Aðrir fagna tækifærinu til að hafa gaman og nota hugmyndaflugið í að útbúa flotta og skemmtilegaHólmfríður ÞorgeirsdóttirVísir/EinkasafnHólmfríður Þorgeirsdóttir og Kristín systir hennar eru búsettar á Akureyri og hafa haldið upp á hrekkjavökuna í fimm ár. „Þetta byrjaði þannig að frænka okkar sem býr fyrir sunnan var alltaf að bjóða okkur í hrekkjavökupartí og okkur fannst svo leiðinlegt að komast ekki. Svo við tókum málin í okkar hendur og héldum okkar eigið,“ segir Hólmfríður. Þær systur hafa yfirleitt leigt sal undir herlegheitin, en í ár ætlar Hólmfríður að bjóða heim til sín í nýja húsið sitt. „Þetta byrjaði með frekar litlu partíi, en síðan hefur þetta vaxið með árunum. Við skreytum alltaf rosalega mikið og erum búnar að safna að okkur miklu af skrauti, og að sjálfsögðu reynum við að hafa þetta eins skelfilegt og mögulegt er,“ segir hún. Með árunum fóru gestir að leggja meiri og meiri metnað í búningana. „Við létum búa til farandbikar fyrir besta búninginn, sem er hnífur sem er búið að stinga í trékubb og er allur í blóði. Það vekur mikla lukku.“ En af hverju halda þær upp á hrekkjavökuna? „Fyrir okkur er þetta bara einn eitt tækifærið til þess að skemmta sér og hafa gaman. Margir eru á móti því að þetta sé hér og segja þetta bara amerískt sölutrikk. Vonandi muna þeir að einu sinni var enginn rauðklæddur jólasveinn á jólunum,“ segir Hólmfríður.Konráð Sigurðsson með djöflabarniðVísir/einkasafnKonráð Sigurðsson hefur síðustu fjögur ár haldið hrekkjavökupartí sem hann kallar „Sláturhús Konna.“ „Vinkona mín var alltaf með svona partí, en svo flutti hún úr bænum svo ég tók bara við keflinu.“ Partíið er haldið í stórum sal og skreytir Konni hann eins mikið og hann getur. „Ég hef oftast sett dúka með blóðslettum á veggina og boðið upp á puttamat, sem er eins og fingur,“ segir hann. Í fyrra fór hann huldu höfði mestan hluta af partíinu og klæddi son sinn upp sem sjálfan sig. Við innganginn hafði hann komið fyrir dúkku sem var eins og djöflabarn, sem skynjaði ef einhver labbaði fram hjá og þá öskraði það og sneri höfðinu. „Dúkkunni var svo stolið í partíinu um kvöldið. Við fórum svo í bæinn og þá sá vinkona mín einhvern með dúkkuna á English Pub. Hún reif dúkkuna af viðkomandi og kom henni til mín. Ég eyddi svo restinni af djamminu með öskrandi djöflabarn í höndunum. Það var nokkuð fyndið,“ segir Konráð. En hvers vegna heldur hann upp á hrekkjavökuna? „Mér finnst þetta bara skemmtilegt tækifæri fyrir fólk til þess að gera eitthvað skemmtilegt og vera öðruvísi."Halloween hugmyndirPharrell Williams á Grammy-verðlaununum Það eina sem þú þarft er hattur sem hefur sitt eigið póstnúmer og dökkur andlistfarði. Svo væri ekki verra að dusta rykið af danshæfileikunum í leiðinni.Shia LaBeouf á frumsýningu Nymphomaniac Þeir sem eru hugmyndasnauðir hafa enga afsökun lengur. jakkaföt og brúnn bréfpoki yfir höfuðið. Svo er um að gera að leika sér með það að enginn þekki þig.Emoji Þeir sem hafa einhvern tíma sent sms eða kommentað á Instagram þekkja þessi merki. Möguleikarnir eru endalausir og nú er um að gera að sleppa hugmyndafluginu lausu.Luis Suárezog bitið Án þess að vilja hvetja til þess að bíta aðra þá er þetta hugmynd sem má vinna með. Rétt útfærsla og þú verður sá skelfilegasti í partíinu! Drakúla hvað?Kim Kardashian og fjölskylda Hin nýja Addams-fjölskylda? Foreldrarnir sem Kanye og Kim og barnið sett í svart. þau geta að minnsta kosti verið svolítið skelfileg. Veldu þér uppáhaldsmeðlim í Kardashian-klaninu og taktu skrefið.Mjólk D-vítamínbætt léttmjólk í Jack Daniels-umbúðum jafnvel? Eftir alla Mjólkursam-söludramatíkina þá er fátt hræðilegra en mjólkurferna. Verið hrædd – mjög hrædd.Beyoncé og Jay Z Þetta gæti verið skemmtilegt. upplagt fyrir þá sem elska að fara í karakter. Græjið lyftu, fáið þriðja aðilann með og túlkið taugatitrandi lyfturifrildið á ykkar hátt.Bárðarbunga og Kristján Már Hinn fullkomni parabúningur. Eldgosið óútreiknanlega og Kristján Már í gula vestinu. Þetta er hugmynd sem getur ekki klikkað. Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Hrekkjavakan er í kvöld og má búast við að sjá margar skelfilegar furðuverur á ferli um helgina. Margir eru á móti því að fá þessa amerísku hefð til landsins. Aðrir fagna tækifærinu til að hafa gaman og nota hugmyndaflugið í að útbúa flotta og skemmtilegaHólmfríður ÞorgeirsdóttirVísir/EinkasafnHólmfríður Þorgeirsdóttir og Kristín systir hennar eru búsettar á Akureyri og hafa haldið upp á hrekkjavökuna í fimm ár. „Þetta byrjaði þannig að frænka okkar sem býr fyrir sunnan var alltaf að bjóða okkur í hrekkjavökupartí og okkur fannst svo leiðinlegt að komast ekki. Svo við tókum málin í okkar hendur og héldum okkar eigið,“ segir Hólmfríður. Þær systur hafa yfirleitt leigt sal undir herlegheitin, en í ár ætlar Hólmfríður að bjóða heim til sín í nýja húsið sitt. „Þetta byrjaði með frekar litlu partíi, en síðan hefur þetta vaxið með árunum. Við skreytum alltaf rosalega mikið og erum búnar að safna að okkur miklu af skrauti, og að sjálfsögðu reynum við að hafa þetta eins skelfilegt og mögulegt er,“ segir hún. Með árunum fóru gestir að leggja meiri og meiri metnað í búningana. „Við létum búa til farandbikar fyrir besta búninginn, sem er hnífur sem er búið að stinga í trékubb og er allur í blóði. Það vekur mikla lukku.“ En af hverju halda þær upp á hrekkjavökuna? „Fyrir okkur er þetta bara einn eitt tækifærið til þess að skemmta sér og hafa gaman. Margir eru á móti því að þetta sé hér og segja þetta bara amerískt sölutrikk. Vonandi muna þeir að einu sinni var enginn rauðklæddur jólasveinn á jólunum,“ segir Hólmfríður.Konráð Sigurðsson með djöflabarniðVísir/einkasafnKonráð Sigurðsson hefur síðustu fjögur ár haldið hrekkjavökupartí sem hann kallar „Sláturhús Konna.“ „Vinkona mín var alltaf með svona partí, en svo flutti hún úr bænum svo ég tók bara við keflinu.“ Partíið er haldið í stórum sal og skreytir Konni hann eins mikið og hann getur. „Ég hef oftast sett dúka með blóðslettum á veggina og boðið upp á puttamat, sem er eins og fingur,“ segir hann. Í fyrra fór hann huldu höfði mestan hluta af partíinu og klæddi son sinn upp sem sjálfan sig. Við innganginn hafði hann komið fyrir dúkku sem var eins og djöflabarn, sem skynjaði ef einhver labbaði fram hjá og þá öskraði það og sneri höfðinu. „Dúkkunni var svo stolið í partíinu um kvöldið. Við fórum svo í bæinn og þá sá vinkona mín einhvern með dúkkuna á English Pub. Hún reif dúkkuna af viðkomandi og kom henni til mín. Ég eyddi svo restinni af djamminu með öskrandi djöflabarn í höndunum. Það var nokkuð fyndið,“ segir Konráð. En hvers vegna heldur hann upp á hrekkjavökuna? „Mér finnst þetta bara skemmtilegt tækifæri fyrir fólk til þess að gera eitthvað skemmtilegt og vera öðruvísi."Halloween hugmyndirPharrell Williams á Grammy-verðlaununum Það eina sem þú þarft er hattur sem hefur sitt eigið póstnúmer og dökkur andlistfarði. Svo væri ekki verra að dusta rykið af danshæfileikunum í leiðinni.Shia LaBeouf á frumsýningu Nymphomaniac Þeir sem eru hugmyndasnauðir hafa enga afsökun lengur. jakkaföt og brúnn bréfpoki yfir höfuðið. Svo er um að gera að leika sér með það að enginn þekki þig.Emoji Þeir sem hafa einhvern tíma sent sms eða kommentað á Instagram þekkja þessi merki. Möguleikarnir eru endalausir og nú er um að gera að sleppa hugmyndafluginu lausu.Luis Suárezog bitið Án þess að vilja hvetja til þess að bíta aðra þá er þetta hugmynd sem má vinna með. Rétt útfærsla og þú verður sá skelfilegasti í partíinu! Drakúla hvað?Kim Kardashian og fjölskylda Hin nýja Addams-fjölskylda? Foreldrarnir sem Kanye og Kim og barnið sett í svart. þau geta að minnsta kosti verið svolítið skelfileg. Veldu þér uppáhaldsmeðlim í Kardashian-klaninu og taktu skrefið.Mjólk D-vítamínbætt léttmjólk í Jack Daniels-umbúðum jafnvel? Eftir alla Mjólkursam-söludramatíkina þá er fátt hræðilegra en mjólkurferna. Verið hrædd – mjög hrædd.Beyoncé og Jay Z Þetta gæti verið skemmtilegt. upplagt fyrir þá sem elska að fara í karakter. Græjið lyftu, fáið þriðja aðilann með og túlkið taugatitrandi lyfturifrildið á ykkar hátt.Bárðarbunga og Kristján Már Hinn fullkomni parabúningur. Eldgosið óútreiknanlega og Kristján Már í gula vestinu. Þetta er hugmynd sem getur ekki klikkað.
Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira