Fréttir af akri allsnægtanna Edda K. Sigurjónsdóttir skrifar 31. október 2014 09:18 Hugrekki og gagnrýnin, skapandi hugsun eru undirstaðan í starfi myndlistarmannsins. Að njóta myndlistar nærir og örvar gagnrýna hugsun, sem sennilega er það sem okkur skortir einna mest. Finnum við hvað við raunverulega trúum á í hjartanum og fylgjum því – án þess að miðla sífellt málum, samþykkjum það sem síðasti ræðumaður sagði eða erum við hálfdofin og látum yfir okkur ganga framkvæmdir drifnar af skammsýni og eiginhagsmunum? Myndlistin getur hjálpað okkur á margan hátt. Með því að njóta myndlistar má virkja ímyndunaraflið og næra gagnrýna hugsun. Og með því að fjárfesta í myndlist má nýta ótalmörg ónýtt sóknarfæri, efla stóran atvinnuveg og meira að segja skapa fullt af tekjum fyrir land og þjóð. Þó tekjurnar séu ekki í öllum tilfellum beinar eru nefnilega líka stunduð alvöru viðskipti í myndlist. Það eru alltaf kyndilberar í hverri grein sem halda ótrauðir inn í óvissuna. Með músuna sér við hlið geta þau við góðar aðstæður verið neistinn og sprekið sem hleypa af stað ofsakröftugu báli, hverfa svo sjálf inn í eldhafið en þjóna lykilhlutverki í heildarsamhenginu. Mér finnst eins og ég sé daglega umkringd mörgum svona hugrökkum manneskjum með skýra sýn og mig langar oft til að margfalda og magna upp raddir þeirra og gjörðir svo allir heyri, en finnst um leið eins og það nenni eiginlega enginn að hlusta – að súrefnismagnið til að glæða bálið sé sífellt minnkað. Ég held að óþægilega mörgum í samfélaginu okkar, allsnægtarsamfélaginu, líði langt í frá vel og séu óafvitandi með banana í eyrunum. Það er skrýtið til þess að hugsa að við virðumst oft velja að dvelja í vondu ástandi og leyfa því að versna, þótt við höfum öll tromp á hendi til að prófa aðra leið. Við erum umvafin safaríkum efnivið hér á akri allsnægtanna og við erum umkringd ævintýralegum óravíddum, urmli hugmynda og tækifæra og ónýttra sóknarfæra. Í fjarska kunna þessar óþekktu leiðir að virðast aðeins fyrir djarfa eldhuga að halda inn á. En mikið væri gott að finna hugrekkið og fara saman, kynda bálið og virkja eigin skilningarvit, finna hvað hjartað kallar á og finna ónýtta kraftinn sem við eigum sjálf. Mér þætti gaman ef við myndum nýta skapandi titringinn og eldmóðinn í myndlistarlandslaginu hér, virkja hann og margefla. Það er fyrir menninguna og náttúruna sem fólk vill heimsækja Ísland og upp á þær þurfum við að passa. Virkjum menninguna og verndum náttúruna. Þetta ætti að vera augljóst mál hvort sem litið er á það frá sjónarmiði andlegra eða veraldlegra gæða. Undirrituð hefur á undanförnum árum framleitt ýmis verkefni og fengið ágæta innsýn inn í innviði hinna ýmsu menningarstofnana, listamannareknu rýma, safna og gallería og inn í líf og þróun verka fjölmargra myndlistarmanna, hönnuða og annarra sem byggja afkomu sína á sköpunarkraftinum. Ég held að peningar séu á fáum sviðum eins vel nýttir og í menningunni en tækifærin eru ótalmörg vannýtt. Mótframlag listamanna er líka ómælt enda alkunnugt að mikils ósamræmis gætir á milli vinnuframlags og tekna. Starfsumhverfi myndlistarmanna og margra þeirra sem starfa í menningargeiranum er óstöðugt og verulega takmarkað fjármagn virðist vera í nánast öllum verkefnum. Af þessu lærist sitthvað um útsjónarsemi, nýjar leiðir og að með samtakamætti og í trausti manna á milli má koma ótrúlegustu hlutum í framkvæmd. Eilíf blóðtaka er þó þreytandi og lítil næring er í teiknuðum kartöflum og burtflognum hænsnum til lengdar. Það er nóg til af góðum hugmyndum og auðæfum sem deila mætti bróðurlegar á milli þó misjafnt séu þau metin til fjár. Valdið og ábyrgðin eru okkar, gefum það ekki frá okkur og hugsum vandlega hvert við stefnum. Ég held að innst inni séum við í raun öll á sömu leið. Leiðinni heim, heim til míns hjarta – þar sem ríkir frelsi og öryggi og allt er vaðandi í ást og hamingju. Getum við nýtt samtakamátt okkar, horft langt fram á veginn og nýtt okkur listina til alls hins besta? Mikið væri það frábært. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 2014 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Myndlist og hugsun Hvaða áhrif hefur listin á það hvernig við tökum ákvarðanir í okkar daglega lífi? 30. október 2014 10:06 Að staldra við Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. 29. október 2014 09:02 Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Hugrekki og gagnrýnin, skapandi hugsun eru undirstaðan í starfi myndlistarmannsins. Að njóta myndlistar nærir og örvar gagnrýna hugsun, sem sennilega er það sem okkur skortir einna mest. Finnum við hvað við raunverulega trúum á í hjartanum og fylgjum því – án þess að miðla sífellt málum, samþykkjum það sem síðasti ræðumaður sagði eða erum við hálfdofin og látum yfir okkur ganga framkvæmdir drifnar af skammsýni og eiginhagsmunum? Myndlistin getur hjálpað okkur á margan hátt. Með því að njóta myndlistar má virkja ímyndunaraflið og næra gagnrýna hugsun. Og með því að fjárfesta í myndlist má nýta ótalmörg ónýtt sóknarfæri, efla stóran atvinnuveg og meira að segja skapa fullt af tekjum fyrir land og þjóð. Þó tekjurnar séu ekki í öllum tilfellum beinar eru nefnilega líka stunduð alvöru viðskipti í myndlist. Það eru alltaf kyndilberar í hverri grein sem halda ótrauðir inn í óvissuna. Með músuna sér við hlið geta þau við góðar aðstæður verið neistinn og sprekið sem hleypa af stað ofsakröftugu báli, hverfa svo sjálf inn í eldhafið en þjóna lykilhlutverki í heildarsamhenginu. Mér finnst eins og ég sé daglega umkringd mörgum svona hugrökkum manneskjum með skýra sýn og mig langar oft til að margfalda og magna upp raddir þeirra og gjörðir svo allir heyri, en finnst um leið eins og það nenni eiginlega enginn að hlusta – að súrefnismagnið til að glæða bálið sé sífellt minnkað. Ég held að óþægilega mörgum í samfélaginu okkar, allsnægtarsamfélaginu, líði langt í frá vel og séu óafvitandi með banana í eyrunum. Það er skrýtið til þess að hugsa að við virðumst oft velja að dvelja í vondu ástandi og leyfa því að versna, þótt við höfum öll tromp á hendi til að prófa aðra leið. Við erum umvafin safaríkum efnivið hér á akri allsnægtanna og við erum umkringd ævintýralegum óravíddum, urmli hugmynda og tækifæra og ónýttra sóknarfæra. Í fjarska kunna þessar óþekktu leiðir að virðast aðeins fyrir djarfa eldhuga að halda inn á. En mikið væri gott að finna hugrekkið og fara saman, kynda bálið og virkja eigin skilningarvit, finna hvað hjartað kallar á og finna ónýtta kraftinn sem við eigum sjálf. Mér þætti gaman ef við myndum nýta skapandi titringinn og eldmóðinn í myndlistarlandslaginu hér, virkja hann og margefla. Það er fyrir menninguna og náttúruna sem fólk vill heimsækja Ísland og upp á þær þurfum við að passa. Virkjum menninguna og verndum náttúruna. Þetta ætti að vera augljóst mál hvort sem litið er á það frá sjónarmiði andlegra eða veraldlegra gæða. Undirrituð hefur á undanförnum árum framleitt ýmis verkefni og fengið ágæta innsýn inn í innviði hinna ýmsu menningarstofnana, listamannareknu rýma, safna og gallería og inn í líf og þróun verka fjölmargra myndlistarmanna, hönnuða og annarra sem byggja afkomu sína á sköpunarkraftinum. Ég held að peningar séu á fáum sviðum eins vel nýttir og í menningunni en tækifærin eru ótalmörg vannýtt. Mótframlag listamanna er líka ómælt enda alkunnugt að mikils ósamræmis gætir á milli vinnuframlags og tekna. Starfsumhverfi myndlistarmanna og margra þeirra sem starfa í menningargeiranum er óstöðugt og verulega takmarkað fjármagn virðist vera í nánast öllum verkefnum. Af þessu lærist sitthvað um útsjónarsemi, nýjar leiðir og að með samtakamætti og í trausti manna á milli má koma ótrúlegustu hlutum í framkvæmd. Eilíf blóðtaka er þó þreytandi og lítil næring er í teiknuðum kartöflum og burtflognum hænsnum til lengdar. Það er nóg til af góðum hugmyndum og auðæfum sem deila mætti bróðurlegar á milli þó misjafnt séu þau metin til fjár. Valdið og ábyrgðin eru okkar, gefum það ekki frá okkur og hugsum vandlega hvert við stefnum. Ég held að innst inni séum við í raun öll á sömu leið. Leiðinni heim, heim til míns hjarta – þar sem ríkir frelsi og öryggi og allt er vaðandi í ást og hamingju. Getum við nýtt samtakamátt okkar, horft langt fram á veginn og nýtt okkur listina til alls hins besta? Mikið væri það frábært. Greinin er birt í tilefni Dags Myndlistar 2014
Myndlist og hugsun Hvaða áhrif hefur listin á það hvernig við tökum ákvarðanir í okkar daglega lífi? 30. október 2014 10:06
Að staldra við Við Sæbrautina er hægt að sjá nokkuð einstakt listaverk eftir Sigurð Guðmundsson sem nefnist Fjöruverk. 29. október 2014 09:02
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun