Laugardalshöllin ræður ekki við kröfurnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. október 2014 07:00 Leikvöllurinn í Laugardalshöll var færður 80 cm frá áhorfendum af öryggisástæðum, en það skapaði bara vandamál hinum megin. Fréttablaðið/Vilhelm Þótt allt hafi gengið upp innan vallar í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið þegar strákarnir okkar rúlluðu yfir Ísrael í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í handbolta þá var gleðin ekki jafn mikil utan vallar. Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins hafði út á ýmislegt að setja, t.a.m. klukkuna í Höllinni sem hikstaði öðrum megin og þrengsli þeim megin sem heiðursstúkan er. „Það er bara hægt að setja númerin 4-15 á klukkuna sem hentar engan veginn fyrir handbolta og svo stoppaði hún nokkrum sinnum en hélt svo áfram. Hún fékk algjöra falleinkunn,“ segir Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, við Fréttablaðið. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir sambandið hafa beðið eftirlitsmanninn um að taka út húsið til að vita hvað þurfi að laga. „Höllin er bara barn síns tíma. Það eru orðnar meiri kröfur í kringum alþjóðlega leiki sem húsið ræður ekki við.“ Áður hafði verið kvartað yfir því að leikvöllurinn væri of nálægt áhorfendapöllunum í stóru stúkunni og þurfti því að færa völlinn um 80 cm til suðurs. Var það gert til að tryggja öryggi áhorfenda þannig að hægt sé að rýma húsið fljótlega komi eitthvað upp á. „Það var eitthvað sem við réðum ekkert. En þegar það vandamál var leyst varð til annað hinum megin þar sem það voru alltof mikil þrengsli í kringum heiðursstúkuna og sætin á vængjunum. Við vorum að sjá leik núna í fyrsta skipti eftir að völlurinn var færður og þetta var niðurstaðan. Svona er bara staðan á þessu húsi; það uppfyllir ekki nútímastaðla,“ segir Einar. Róbert Geir sagði við Vísi að HSÍ mætti búast við skýrslu frá eftirlitsmanni sem hann er nú búinn að skila inn til EHF, en hvort sektir fylgi eða önnur refsing á eftir að koma í ljós. Á dögunum var haldið glæsilegt Evrópumót í hópfimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum þar sem leigð var stúka sem myndaði flottan keppnisvöll. Þetta er eitthvað sem HSÍ var að spá í fyrir nokkrum árum. „Við fórum í svona hönnun í Egilshöll í kringum 2008. Það sorglegasta við frjálsíþróttahöllina er bara lofthæðin. Hún er ekki nema níu metrar sem sleppur í handbolta, en minni má hún ekki vera. Þetta leit mjög vel út og umgjörðin var flott. Menn þurfa því að spyrja sig ýmissa spurninga eftir þetta,“ segir Einar. Komið hefur til tals að stúkan verði eftir hér á landi en HSÍ hefur að minnsta kosti ekki tekið þátt í þeim umræðum. „Ef þú myndir leigja svona stúku sex sinnum held ég það borgi sig að kaupa hana. Það er mikill kostnaður í kringum svona stúku. En það er líka mikill kostnaður að setja hana upp fyrir svona leik eins og gegn Ísrael. Þetta hefði verið hægt fyrir leiki eins og gegn Svíum hér um árið og fleiri leiki þegar hefði verið hægt að fylla Höllina oft,“ segir Einar. Handbolti Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Þótt allt hafi gengið upp innan vallar í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið þegar strákarnir okkar rúlluðu yfir Ísrael í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í handbolta þá var gleðin ekki jafn mikil utan vallar. Eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins hafði út á ýmislegt að setja, t.a.m. klukkuna í Höllinni sem hikstaði öðrum megin og þrengsli þeim megin sem heiðursstúkan er. „Það er bara hægt að setja númerin 4-15 á klukkuna sem hentar engan veginn fyrir handbolta og svo stoppaði hún nokkrum sinnum en hélt svo áfram. Hún fékk algjöra falleinkunn,“ segir Róbert Geir Gíslason, mótastjóri HSÍ, við Fréttablaðið. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segir sambandið hafa beðið eftirlitsmanninn um að taka út húsið til að vita hvað þurfi að laga. „Höllin er bara barn síns tíma. Það eru orðnar meiri kröfur í kringum alþjóðlega leiki sem húsið ræður ekki við.“ Áður hafði verið kvartað yfir því að leikvöllurinn væri of nálægt áhorfendapöllunum í stóru stúkunni og þurfti því að færa völlinn um 80 cm til suðurs. Var það gert til að tryggja öryggi áhorfenda þannig að hægt sé að rýma húsið fljótlega komi eitthvað upp á. „Það var eitthvað sem við réðum ekkert. En þegar það vandamál var leyst varð til annað hinum megin þar sem það voru alltof mikil þrengsli í kringum heiðursstúkuna og sætin á vængjunum. Við vorum að sjá leik núna í fyrsta skipti eftir að völlurinn var færður og þetta var niðurstaðan. Svona er bara staðan á þessu húsi; það uppfyllir ekki nútímastaðla,“ segir Einar. Róbert Geir sagði við Vísi að HSÍ mætti búast við skýrslu frá eftirlitsmanni sem hann er nú búinn að skila inn til EHF, en hvort sektir fylgi eða önnur refsing á eftir að koma í ljós. Á dögunum var haldið glæsilegt Evrópumót í hópfimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardalnum þar sem leigð var stúka sem myndaði flottan keppnisvöll. Þetta er eitthvað sem HSÍ var að spá í fyrir nokkrum árum. „Við fórum í svona hönnun í Egilshöll í kringum 2008. Það sorglegasta við frjálsíþróttahöllina er bara lofthæðin. Hún er ekki nema níu metrar sem sleppur í handbolta, en minni má hún ekki vera. Þetta leit mjög vel út og umgjörðin var flott. Menn þurfa því að spyrja sig ýmissa spurninga eftir þetta,“ segir Einar. Komið hefur til tals að stúkan verði eftir hér á landi en HSÍ hefur að minnsta kosti ekki tekið þátt í þeim umræðum. „Ef þú myndir leigja svona stúku sex sinnum held ég það borgi sig að kaupa hana. Það er mikill kostnaður í kringum svona stúku. En það er líka mikill kostnaður að setja hana upp fyrir svona leik eins og gegn Ísrael. Þetta hefði verið hægt fyrir leiki eins og gegn Svíum hér um árið og fleiri leiki þegar hefði verið hægt að fylla Höllina oft,“ segir Einar.
Handbolti Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira